Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 50

Morgunn - 01.12.1946, Page 50
120 MORGUNN hversdagslega. Vissi, að enginn var á miðhæðinni nema ég og hugsaði um það eitt að ganga til dyra og opna fyr- ir þeim, sem væri að berja. Þegar ég opnaði útidyrnar, var Andrea Bjarnadóttir frá Akurey á Breiðafirði, sem þá var á skrifstofu minni, rétt að koma að húsinu. Það var glaða tunglskin úti. Spurði ég hana þá um, hvort hún hefði verið að berja að dyrum, en vissi þó um leið, að þetta hefði ekki getaö átt sér stað, þar sem hún þá hefði orðið að hverfa aftur frá húsinu eftir að hafa barið. Auk þess var hurðin ólæst og henni því óþarft að berja. Andrea svaraði spurningu minni neitandi. Spurði ég hana þá, hvort hún hefði séð nokkum rétt nú hjá húsinu, sem hefði verið að berja að dyrum þarna. Það hefði hún hlotið að sjá, ef svo hefði verið — staðhættir eru þannig. Þessu neitaði hún einn- ig og kvað alls engan hafa verið þarna við húsið. Siðan gengum við inn og ég fór upp á loft. Mætti ég þá elzta drengnum í stiganum, sem sagði: „Það var bar- ið, pabbi“. En er ég kom inn í svefnherbergið til konu minnar, sem lá þar í rúminu, kvaðst hún einnig hafa heyrt mörg högg, í runu, eins og ég. En hcnni virtust þau koma frá miðhæðinni og hélt, að ég hefði verið að setja upp myndir, eins og ég hafði verið að tala um, og hefði ver- ið að reka í nagla. Hún setti einnig þessi högg, ósjálf- rátt, í samband við eitthvað venjulegt, úr daglega lífinu. Enda fann ég, þegar hún sagði það, að höggin vom miklu líkari því, sem hún hélt, en hinu, að bafið væri að dyrum. Við heyrðum því þrjú (sem vorum vakandi í húsinu) þessi högg, sem mér og konu minni kom saman um, að hefðu verið mörg (milli tíu og tuttugu), í samfelldri runu og allhá. Faðir Andreu hafði andazt 12. desember næstan á und- an. Lík hans mun hafa staðið uppi þegar höggin heyrð- ust. Við settum höggin í samband við hann, og að hann, eða réttara sagt ,,hugur“ hans, hefði komið þannig „á undan“ dóttur sinni. Hann lagði stund á bátasmíðar. —

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.