Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 82

Morgunn - 01.12.1946, Page 82
152 MORGUNN Frá Sálarrannsóknafélagi íslands. Þegar ritið berst lesendunum að þessu sinni, vill það minna alla vini og velunnara málsins, sem það flytur, á það, að nú stendur yfir sala á happdrættismiðum fyrir byggingarsjóð Sálarrannsóknafélags Islands. Það hefir lengi verið oss ljóst, að mjög hlýtur það að há málefninu hér á landi, að félagið skuli ekki eiga hús fyrir starfsemi sína. Lengi var lítið um það hirt að starfa að fjársöfnun í þessum tilgangi, en nú loks á síðustu árum hafa sjóðir fé- lagsins vaxið mjög myndarlega, sumpart fyrir mikinn dugnað félagsfólksins, og þá ekki kvenfólksins sízt, og sumpart fyrir gjafir örlátra vina málefnisins, ekki aðeins hér í Reykjavík, heldur einnig vina víða úti um landið, sem raunar geta lítils notið af starfi félagsins, en hafa sýnt rausn sína og góðhug með því að senda gjafir engu að síður. En gjafirnar koma lengra aö. Kona ein vestur í Can- anda, frú Nikólína Friðriksson, Selkirk, Manitoba, hefir áður sent húsbyggingarsjóði S.R.F.l. peningagjafir, og nú á liðnu hausti sendi hún minningargjöf, að upphæð 50 dollara, í tilefni af áttræðisafmæli vinar síns, próf. Guð- mundar Hannessonar. Eins og kunnugt er var próf. Guð- mundur talsvert riðinn við rannsóknina á fyrirbrigðunum hjá Indriða heitnum Indriðasyni og ritaði um þær merki- legar greinar, sem hann nefndi „1 Svartaskóla", og vöktu mikla og verðskuldaða athygli. Með peningagjöfinni sendi frú N. Friðriksson greinargjörð í tilefni af áttræðisafmæli hins merka manns, sem því miður kom of seint til þess, að hægt væri að birta hana í síðasta hefti Morguns. Skömmu eftir afmæli sitt andaðist prófessor Guomund- ur, en Morgni er ánægja að birta grein frúai'innar, því að hún lýsir merkum eðlisþætti hins merka manns. Grein- argerðin er á þessa leið:

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.