Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 84

Morgunn - 01.12.1946, Page 84
154 MORGUNN Margir aðrir hafa sýnt hlýjan hug sinn til málefnis vors með peningasendingum, en mikið má, ef duga skal, og hús félagsins verður að komast upp sem fyrst. Heitir Morgunn því á alla stuðningsmenn og vini málefnisins, að bregðast vel við og hjálpa, hver eftir sinni getur, til þess, að árang- urinn af happdrætti félagsins, sem nú stendur yfir, verði sem beztur. Stærsta gjöfin, sem félaginu hefir enn borizt, er hin höfðinglega gjöf frá Frjálslynda söfnuðinum í Reykja- vík. Þegar prestur hans var kosinn til dómkirkjusafnaðar- ins, gjörðist ekki þörf fyrir kirkjubyggingarsjóð þann, sem söfnuðurinn var búinn að mynda, og samþykkti aðalsafn- aðarfundur þá skipting á eignum safnaðarins milli líknar- og menningarmála, en gjöfin, sem Sálarrannsóknafélagi Islands var þar gefin, mun nema milli 60 og 70 þúsundum króna. Fyrir þá dæmafáu rausn og góðvild Frjálslynda safnaðarins þakkar Sálarrannsóknafélag Islands hjartan- lega. Þessi höfðinglega gjöf mun vissulega stuðla að því, að hús S.R.F.l. kemst upp fyrr en annars hefði orðið. Ákveðið var á síðasta aðalfundi S.R.F.l. að reikningar félagsins skyldu birtir í Morgni, en vegna þess, að þessi stórgjöf er enn ekki komin inn, miðlasjóð félagsins hefir ekki verið hægt að gera upp til fullnustu og happdrættið er nú i fullum gangi, var talið réttara að bíða með það til næsta árs. Er heitið á alla vini málefnisins að vinna nú að því, að sá reikningur geti orðið sem glæsilegastur. Síðan gjafalisti var birtur síðast í ritinu, hafa þessar gjafir í húsbyggingarsjóðinn borizt: Frá gamalli konu kr. 100,00. Frú G. K. 50,00. Sigríður Oddsd., Akureyri, 100,00. Frú Soffía Haralz og Sveinn M. Sveinsson 5000,00. Svanlaug Bjarnad. 40,00. N. N. (v. Rannv. Jónsd.) 10,00. J. J. Bár. 30, 10,00. Guðjón Vilhjálmsson 10,00. Ættmenn Margrétar Gíslad., Tjarnark., Miðfirði, aldarminning (v. séra J. A.) 1000,00. St. Nik., Hafnarf. (v. séra J. A.) 100,00. Minn- ing lítillar stúlku (v. séra J. A.) 50,00. Frá þrem afk. R. Jónsd., 70,00. G. G. 100,00. Ingibj. Stefánsd. 30,00. Sveinn Jóns-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.