Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Page 42

Morgunn - 01.12.1947, Page 42
að þeir, sem sátu í endasætum innra hringsins, sátu svo. til þétt upp að miðlinum. Á þessum fundum er ekki haft ljós, en sjálflýsandi plötur settar á lúðrana, svo að fundar- menn vita jafnan, hvað þeir eru staddir í herberginu. Fyrra fundinn, sem haldinn var til að fá þessi fyrirbrigði fram, gat ég því miður ekki setið, en frásögn Jónasar Þorbergs- sonar, útvarpsstj., af honum, er á þessa leið: Meðan Einar Nielsen starfaði hér heima að þessu sinni, voru haldnir tveir fundir fyrir beinar raddir. Fyrri fund- urinn var fimmtudaginn 3. okt. fyrir námsflokkinn. Á fund- inum voru rúmlega tuttugu manns. Miðillinn hafði orð á því við mig, þegar fundurinn var ákveðinn, að vandséð- ast væri ávallt um það, hvort slíkir fundir tækjust. Stólunum var raðað í tvöfaldan hring utan við byrgið. í innri hring voru níu stólar, og innstu sætin voru sitt hvoru megin við byrgisdyrnar, þannig, að gangur mynd- aðist úr byrginu fram í hringinn. — Miðiliinn sat í innsta stól vinstra megin fyrir framan byrgisdyrnar. Hægra megin við ganginn sat Sigurlaug M. Jónsdóttir, kona Jón- asar Þorbergssonar. Sá, er það sæti skipar, þárf að gæta sérstakrar varkárni á þessum fundum. — Á gólfinu í innri hringnum stóðu tveir lúðrar. Við þá höfðu verið festir sjálflýsandi hlutir, þannig, að eftir að öll ljós höfðu verið slökkt, var auðvelt að fylgjast með hreyfingum þess- ara lúðra. Fundurinn hófs eins og aðrir fundir með bæn og sálmasöng, og var sungið við og við, meðan á fundi stóð. Á þessum fundum miðilsins gerast fyrirbærin með þeini hætti, að verurnar líkamast inni í byrginu og ganga það- an um bilið milli stólanna fram í hringinn. Miðillinn situr í djúpum transi. Fljótlega heyrðum við, er næst sátum, að byrgistjöldin voru hreyfð, og lágvært þrusk heyrðist úr byrginu. Sigurlaug, sem sat á innsta stólnum, fast við byrgidyrnar, varð þess fljótt vör, að mikill umgangur var milli byrgisisins og hringsins, mismunandi þungar og þétt-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.