Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 53
IÐUNN Ljósiö í klelfunum. 47 núna«, gall í Siggu, um leið og hún þreif kembuna, sem Jónatan gamli rétti henni. »Hvaða vitleysa, fyr mætti nú vera«, svaraði ráðs- konan önug, >þú þarft nú æfinlega að gera úlfalda úr mýflugunni, Sigga mín«. »Ja, eg veit bara það, að hún Guðbjörg þarf ekki að láta segja sér hver kemur hinn eða þann daginn«, sagði Asgrímur; hann sat beint undir lampanum, með bók í hendi og ljósið glitraði í hans bjarta hári. «Þú veizt það!« Sigga leit stríðnislega til hans — »ætli þú vitir það ekki!« Ásgrímur ansaði engu. Hann vissi vel við hvað Sigga átti — sá sjálfan sig ganga í hlaðið á Heiði, alsnjóugan. og Helgu litlu koma til dyra; en hann þagði. Hann var nú ekki nema seytján, hún fimtán ára — Sigga var miskunnarlaus. »Ætti eg annars ekki að fara að byrja á sögunni?« sagði hann loks, laut áfram og studdi oln- bogunum á knén. Presturinn heyrði vel hvað fólkið í frambaðstofunni talaði. Hann borðaði og drakk í ró og sá aftur inn í baðstofuna á Heiði. Víst var hún Guðbjörg dálítið und- arleg — líklega ramskygn, en hún var góð og vönduð sál, það var hann viss um. Hann sá hana aftur koma með drenginn sinn í fanginu. Þegar hann spurði hvað barnið ætti að heita, hafði hún litið á hann þessum dökku, undarlegu augum og hvíslað ofur-feimnislega: Húnljótur. Það var engu líkara en að augun segðu: Fyrirgefið, en eg má til að láta hann heita þetta. Til- gáta ráðskonunnar gat vel verið rétt. Guðbjörgu hafði, ef til vill, dreymt einhvern, er vitjaði nafns. Það var ekkert óalgengt. Presturinn hafði, oftar en einu sinni skírt þannig til komnum nöfnum í samráði við foreldra, er trúðu því, að það yrði barninu til óláns, ef þau yrðu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.