Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 68
62 Georg Brandes. IÐUNN Grundtvig og Kierkegaard. — Af öllum þessum andans mönnum er það vafalaust hinn síðast nefndi, er mesta þyðingu hefir haft fyrir andlegan þroska Brandesar, svo ólíkir sem þeir annars voru. Þegar Brandes var í þann veginn að verða fulltíða maður, voru flest stórmenni hinnar eldri kynslóðar í Danmörku annað hvort dauð eða háöldruð. Þegar hann fór að litast um og átta sig á hlutunum, sá hann fyrir augum kyrstæða smáþjóð, dreymandi rómantíska drauma, horfandi aftur í tímann, stirðnaða og [steinrunna í römmu afturhaldi, óskandi þess öllu öðru fremur, að fá að hafa matfrið og svefnfrið. Þar myndi verða leitast við að kæfa í fæðingunni hvern óróaanda, hverja um- rótsþrá og breytingafýsn. Og það er vafamál hvort fast- heldnin og steingervingshátturinn með þjóðinni fór ekki heldur vaxandi en þverrandi við atburði þá, er gerðust 1864, — þá er Danir í léttúð og hálfgerðu stórgikks- æði höfðu kastað sér út í ófrið við Austurríkismenn og Prússa og fengið að kenna á járnhælnum prússneska. Upp úr lognmollu þessari lét nú Brandes raust sína gjalla. Þegar í fyrsta riti sínu: »Tvíhyggjan í heimspeki nútímans« (Dualismen i vor nyeste Filosofi) frá 1866, hóf hann uppreistarfánann gegn heimspeki þeirri og trúfræði, er drotnuðu yfir hugum manna. Þegar í þessu riti kynti hann sig fyrir löndum sínum sem talsmann fríhyggjunnar. Sofandi þjóðin hrökk við; það kom fát á oddborgarana. Og þó var þetta einungis inngangur að því, er koma skyldi. Enn hafði Brandes ekki ráðist á bókmentirnar, sem þjóðin elskaði og dáði, og það liðu nokkur ár þar til í odda skarst á því sviði. Það var fyrst eftir að Brandes hafði kynt sér nánar franska rit- mensku og ensku nytsemikenninguna, eins og Sfuart Mill flufti hana, og eftir að hann hafði aflað sér þess

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.