Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 76
70 Georg Brandes. IDUNN hann öndverður gegn órétti og kúgun, í hverri mynd sem það birtist og hver sem því var beittur. Lítilmagn- inn átti sér engan öruggari talsmann, þótt hann sæi ekki markmið allrar menningar í vellíðun fjöldans heldur í einstaklingsþroskanum. Leiðin til að þroska sjálfan sig er ekki sú, að níðast á þeim sem minni máttar er. Og þegar öllu er á botninn hvolft er ef til vill ekki það regindjúp staðfest milli þeirra tveggja sjónarmiða, sem reynt hefir verið að gera grein fyrir hér að framan, — og stefnubreyting Brandesar ekki eins gagnger og í fljótu bragði virðist. Brandes hefði ef til vill getað sagt — hvort hann hefir nokkurn tíma sagt það, veit eg ekki — að það væri verkefni fjöldans að viða að bygg- ingarefni, en afburðamannanna að vinna úr þessu efni, — reisa þá mannfélagshöll, er rúmað geti alla. III. Um langan aldur sat Brandes sem viðurkendur höfð- ingi og valdhafi í andans ríki — ekki einungis í Dan- mörku heldur og um öll Norðurlönd. Og mætti þó vafa- laust taka frekar til orða og gera veldi hans enn víðara. Mikil og fríð sveit fylgdi honum um skeið. Tala læri- sveina hans og samverkamanna var legio og þeir ekki allir af lakara tæinu. Ibsen, Ðjörnson og Kielland, ]. P. jjacobsen, Drachmann, Pontoppidan, Strindberg, — allir þessir ágætu rithöfundar voru samverkamenn hans og persónulegir vinir, þótt sumir þeirra fylgdu honum ekki æfinlega gegnum þykt og þunt. Ahrif Brandesar á hina yngri skáldakynslóð Norðurlanda hafa vitanlega verið geysimikil, þótt einnig margir þeirra ættu ekki samleið með honum i öllu. Að sjálfsögðu hefir andlegt líf vor íslendinga orðið fyrir margvíslegum áhrifum frá honum

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.