Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 4
ÁRIM I ELFAR Ámi Elfar píanóleikari í hljómsveit Bjöms R. er ekki eingöngu þekktur meðal hljóðfæraleikara og jazzunnenda í Reykjavík fyrir góðan píanóleik. Hann hefur ennfremur vakið athygli á sér fyrir mikið hrokkið hár, þykk horn- spangargleraugu, góðan smekk á plöt- um og frábæra teiknihæfileika. Árni er fæddur á Akureyri 5. júní 1928, en hann fékk fljótt leiða á Akureyri — þá var ekki búið að byggja Hótel Norður- land — svo að hann fluttist (ásamt foreldrum sínum) til Reykjavíkur eins árs að aldri. Hann var ekki mikið eldri en sex ára, þegar hann tók fyrstu kennslustundina í píanóleik, hjá móður sinni. „En þær urðu aldrei margar“, segir Árni, „sá sem ætlar að læra á píanó ætti að fara til kennara, þar dug- ir engin óþekkt". Siðan var hann lítið riðinn við tón- listina, þ. e. a. s. ekki fyrr en skósmið- ur nokkur hér í bæ seldi honum gamlan klarinet-hólk fyrir 200 krónur. Á ein- hvem óskiljanlegan hátt tókst honum að festa hljóðfærið saman og nú var tekið til við Gamla Nóa, Yfir kaldan o. s. frv., unz Árni var farinn að impró- visera eins og innfæddur New Orleans klarinetleikari, og var „vibrasjónin" eftir því. Hann lék á skólaböllum með Óla Gauk og Steina Steingríms — tók í píanóið í ,,pásu“. Um áramótinn 1947—’48 byrjaði hann með hljómsveit Björns R. Einarssonar, þar sem hann hefur verið síðan „og enginn veit nema það verði nokkur ár í viðbót“, segir Ámi, sem sennilega er 4 ^azzltaÍlí

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.