Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 6
SKAGINN. Okkur vinkonurnar lang- ar til að fá mynd birta í Jazzblaðinu af þeim Sveini Jóhannssyni í hl.i'ómsveit Steinþórs Steingrímssonar og Ríkharði bróður hans, sem lék í sömu hljómsveit fyrir jólin. — Einnig langar okkur til að fá textann „Vindlingar og viský“ birtan í næsta blaði. Með þakklæti. — Tvær Ágætar. SVAR: Sveinn var á myndinni af hljómsveit Steinþórs í jan.—febr hefti jazzblaðsins. Annars er mynd af bræðr- unum á bls. 12 í þessu hefti í sambandi við greinina um E. F -kvintettinn á Akranesi. Textann getum við eklci birt, þar sem við höfum ekki leyfi höfundar til þess, en munum gjarnan senda ylckur liann, ef þið sendið blaðinu nafn og heilisfang. JIVE. Ég er 17 ára Reykjavíkur- dama og hefi mikinn áhuga á jazz, hefi t. d. lesið Jazzblaðið spjaldanna á milli frá því fyrsta. Nú langar mig að biðja blaðið fyrir hönd saumaklúbbsins okkar, að birta viðtöl og myndir af þremur beztu „swing-dönsurum“ þessa bæjar, en þeir eru að mínu áliti í þess- ari röð: Pétur rakari, Daddi brasi og Danni black. Ég vona að þetta verði tekið til athugunar, ég veit að fleirum mundi finnast þetta vel til fallið. Þín einlæg „Swing-girl“. SVAR: Sennilega verður hægt að uppfylla óslc þína í einhverju af næstu blöðum. Þetta eru svo „frægir“ menn, að þeir eiga slcilið að við þá sé rætt. — T. d. er Pétur ralcari öllu þekktari hér í bæ en nafnarnir Bjarni Ben. og Bö. NELLIE. Ég ætla að senda Jazzblað- inu nokkrar línur, vegna þess að ég var að blaða í því yfir páskana og get eklci annað sagt en að þetta sé eitt fróðleg- asta blað, sem gefið er út hér á landi, af fagblaði að vera. Sérstaklega hefur dálkurinn „úr ýms- um áttum“ verið fróðlegur, má merki- legt heita hve vel hefur tekizt að leysa úr hinum margbrotnu spurningum les- enda. Mig langar að bætast í hóp hinna forvitnu og spyrja um, hver leiki á kontrabassa á plötunni „Frankie and Johnny", með Duke Ellington. í Jazz- þætti útvarpsins var reyndar sagt, á sínum tíma, að þetta væri Oscar Petti- ford, en það held ég geti ekki verið, því að hann var ekki byrjaður í hljóm- sveitinni, þegar plata þessi var búin til. Ennfremur langar mig að fá birta mynd 6 Jaid/aáJ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.