Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 19

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 19
liti yfir störf hennar og meðlima á liðnu ári. b) Reikninga klúbbsins. c) Lagabreytingar, ef einhverjar eru. d) Kosning stjórnar og varastjórnenda og endurskoðenda. e) önnur mál, sem fram kunna að koma. Allar kosningar fara fram skriflega og skal kjósa um þá eina, er tilnefndir hafa verið. Hlutkesti ræður, ef at- kvæði eru jöfn. Aðalfundi skal boða með auglýsingu í blöðum eða útvarpi með fjögra daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. 5. Kjörgengir eru þeir einir, sem náð hafa átján ára aldri. -— Kosningarétt til stjórnarkjörs hafa þeir einir, sem náð hafa sextán ára aldri. 6. Allir þeir, sem áhuga hafa fyrir útbreiðslu jazzins fá inngöngu í klúbb- inn. 7. Stjórnarfundi skal halda að jafn- aði einu sinni í mánuði, eða oftar, ef þurfa þykir. Stjórnarfundir eru lögmætir, ef 3 stjórnendur eru á fundi. 8. Vinna sú, er unnin yrði í þágu klúbbsins skal vera unnin í sjálfboða- liðsvinnu, að undanskyldum leik á hljómleikum, og getur stjórn klúbbs- ins skyldað meðlimi sína til að vinna í þágu klúbbsins endurgjaldslaust, enda aðgætt að vinnan skiptist réttlátlega niður á meðlimi. Félagsmenn hafa for- gangsrétt með aðgöngumiða að hljóm- leikum, er klúbburinn heldur. Þeir fé- lagsmenn, er þar leika fá tvo aðgöngu- miða fría. 9. Ársgjald klúbbsins skal vera kr. 30,00. Einungis meðlimir klúbbsins fá aðgang að plötu-sessionum, jam-sessi- onum og erindum þeim, sem flutt verða á vegum hans. Einnig er klúbbn- um heimilt að halda plötu-sessionir jam-sessionir og erindi í ágóðaskyni og skal almenningi seldur aðgangur að. — Félagsmenn hafa þá forgangsrétt með aðgöngumiða. 10. Fé því, sem kynni að safnast skal fyrst og fremst varið til eflingar starf- semi klúbbsins. Þó skal a. m. k. 10% af öllum nettó-tekjum klúbbsins lagt til hliðar í sérstakan varasjóð, en stjórnin ákveður til hverra hluta þeim sjóð skal varið. 11. Heimilt er að stofna sérstakan sjóð til styrktar efnilegum jazzleikurum í námi erlendis. Skipulagsskrá fyrir þann sjóð skal sérstaklega samin. E. F. KVINTETTINN, framh. af bls. 12. snertir, og er leitt til þess að vita fyrir viðkomandi hljómsveitir, þar sem með- limir þeirra stunda engin önnur störf en hljóðfæraleik. Skömmu fyrir síðustu áramót kom Snorri Hjartarson í stað Sveins í E, F. kvintettinum, þegar sá síðai’nefndi flutt- ist til Reykjavíkur. Þá hætti Ingólfur píanóleikari hljómsveitarinnar að leika og í hans stað kom Bjarni Aðalsteins- son. Ekki er um að efast, að hljómsveitin m’un eiga eftir að gei’a margt og roikið í fi'amtíðinni — Edvai’d er með nokkrar nýjungar á prjónunum, sem hann hefur hug á að koma á framfæri við fyrsta tækifæri. — Akurnesingar mega vera hreyknir af E. F. kvintettinum. — Það er jarðvegur fyrir fleira en kartöflur á Akranesi. S. G. f 19

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.