Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 10
gætum haldið áfram að hæla plötun- um klukkustundum saman, klukkustund- um, sem við allir mundum nýta betur með því að hlusta á þær“. Seint á árinu 1947 komu þær fregnir að Oscar Moore væri hættur í tríóinu — verra gat það varla verið, hinn töfr- andi leikur Oscars í hljómsveitinni hafði sett ekki hvað minnstan svip á hana, og nú var hann hættur. En maður kem- ur I manns stað, og Cole útvegaði sér guitarleikara að nafni Irving Ashby. Irving hafði áður leikið með Lionel Hampton, en frá 1942 eða þar um hafði hann leikið með litlum hljómsveitum i Hollywood. Oscars varð ekki saknað lengur, það kom nefnilega í ljós, að Irving gaf honum ekkert eftir, og í 1950. — Joe Comfort bassi, Jaclc Co- stanzo bon(/o og conga trommur, King Cole píanó og lrving Ashby guitar. sumum tilfellum var hann Moore fremri. Ekki er ein báran stök •— þegar Ir- ving var orðinn vel æfður með þeim Johnny Miller og Cole, hætti Miller. Nú þurfti Cole að útvega sér nýjan bassaleikara, og æfa hann upp með hljómsveitinni. Þetta tókst, hinn nýi bassaleikari var Joe Comfort. Illjóm- sveitin lét mikið á sjá við þessi skipti fyrst í stað, en Cole kveið engu, „lrving og Joe voru þeir, sem mig upphaflega langaði til að fá í tríóið“, sagði hann. Fyrir tveimur árum fengu Banda- rískir hljómsveitarstjórar þá flugu í höfuðið, að bæta einum hljóðfæraleik- ara í hverja hljómsveit — hann lék á tvennskonar gerð af trommum — conga- trommu og bongo-trommu. Þetta heppnaðist misjafnlega. Þó tókst þetta bezt í hljómsveitum þeirra Dizzy Gillespie og Stan Kenton, en í hinni síðarnefndu var Jack Constanzo. Kenton hljómsveitin leystist upp fyr- ir rúmu ári og King Cole tríóið varð að kvartett með því, að Constanzo var bætt við. Nokkrar plötur hafa þegar verið gefn- ar út, er sýna, að King Cole kvartett- inn stendur King Cole tríóinu ekkert að baki og mun framtíðin leiða í ljós hvort að hann á ekki eftir að gera enn betur en tríóinu tókst nokkurn sinni að gera. Svavar Gests. ÁRNI ELFAR framh. af bls. 5. leirmynda hans. Þá er og mynd af teikningu, sem hann hefur gert, og allir teiknuðu dálkhausarnir í þessu blaði (nema á bls. 6) eru gerðir af Árna. S. G. 10 $a~lUd

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.