Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 14
RÖDD JAZZLEIKARANS e^tir ^y4rt ^JiocleS Art Hodes notar or‘5in ,,rödd jazzleikarans“, sem einkunnar- or5 fyrir blað sitt ,,The Jazz Record“. Var því grein þessi, sem er lauslegar þýdd, látin heita það. I frumálinu heitir hún ,,Portrait of a jazzman“. — Hodes er fceddur og upp- alinn í Chicago, en flutti til New York fyrir tíu árum og hefur dvalið þar síðan. Hann hefur stuðlað að útbreiðslu jazzins af lífi og sál. Stjórnað jazzkonsertum, séð um útvarpsprógröm og ritað fjölda greina í blöð og bcekur um jazz. — Hodes er einhver allra fcerasti blues-píanóleikari, sem nú er uppi. Sú var tíðin að ég vissi ekkert um jazz, en svo heyrði ég hann, og þá rann upp fyrir mér hvers ég hafði farizt á mis. Fyrsta fasta staðan mín sem píanó- leikari var 1925 í næturklúbb í Chicago, sem hafði miður gott orð á sér. Verk mitt var að halda mannskapnum við efnið, ef svo mætti segja. Ég lék alla þessa þrautleiðinlegu slagara eins og t. d. „I wonder what became of Sally“. Verk mitt var að sjá um að kúnnarnir færu ekki eitthvað annað. Ég man, að eigandinn sagðist skyldi reyra löppina á mér niður, ef ég hætti ekki að sparka í píanóið hans. Rhythmi var mér í blóð borinn og hefi ég frá upphafi elskað tempó. Ég lék einn og hafði ekki einu sinni trommara mér til aðstoðar. Ég hætti sem einleikari og byrjaði með hljómsveitum, nánar sagt litlum hljómsveitum. Mörg voru þau „society“- böndin, sem ég lék með. Nokkur orð um „society“-hljómsveitir. Ríkari klassinn virðist elska að hafa músíkina í fullum gangi meðan það snæðir og skvaldrar í veizlum sínum. Hópar manna hafa risið upp víðs- vegar um landið, sem hafa það að at- vinnu sinni að útvega fólki þessu hljóm- sveitir. Mennirnir í hljómsveitum þess- um geta leikið nærri því hvert einasta revíulag, sem samið hefur verið. Starf þeirra er að leika lögin rólega, þannig að melódían skeri sig vel úr, svo að fólkið geti áttað sig á laginu og sagt: „Ó, ég man eftir þessu lagi, það var í revíunni 1930“. Þetta var allur gaumur- inn, sem músíkinni eða músíköntunum var gefinn. Þetta var alls ekki staður fyrir músíkant með framtíðardrauma. Ég reyndi að leggja lag mitt við ná- ungana á ráðningarstofunni, sem léku póker, meðan þeir biðu eftir smá-jobbi. Þótt ég oft og tíðum tapaði í spilum, hafði ég samt sæmilegt upp úr mér við að leika í gyðinga- og ítala-brúðkaups- veizlum. í þeim fyrri fékk maður nóg að éta og hinum síðari nóg að drekka. Ég var þekktur sem „hot-man“, en 14

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.