Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 15

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 15
þeir eru alveg sér í hópi. Þar sem við leikum ekki aðeins fyrir peninga, höld- um við okkur frá böndum eins og Guy Lombardo og Wayne King. Til að leika jazz, lilýða köllun sinni, verður maður að fórna einhverju. Borða ekki reglu- lega og oftast nær ekki of mikið, svo að ekki sé nú minnst á klæðaburðinn. Ég man enn eftir, þegar ég sá Gene Krupa í fyrsta sinn, í siðbuxum sínum full stuttum. Maður varð ósjálfrátt nokkurs konar hornreka, ef maður lagði lag sitt við þá ,,heitu“ og ekki var hægt að reikna með mikilli vinnu. Jazzleikarar fóru illa út úr því. Það sem kreppunni ekki heppnaðist, full- komnuðu kvikmynirnar og útvarpið. — Árið 1931 lék ég í fjögurra manna hljómsveit og fengum við skitna tíu dollara í kaup á viku. Litlar jazzhljóm- sveitir voru duaðadæmdar. Sjálfspil- andi píanóið hvarf af sjónarsviðinu. Ég man hversu gaman ég hafði af að láta „tuttugu og fimmeyring“ í eitthvert þeirr og heyra svo blues koma út. Eitt sinn var smáknæpa í State- stræti í Chicago. Kvöld nokkurt fór Louis Armstrong með mig og Wingy Mannone þangað, og upp frá því fórum við Wingy með hinum — Krupa, Free- man, Tsechemacher og restinni. Ég vandist aldrei alveg af að koma þangað. Fór þangað oft einn. Staðurinn sjálfur var timburhjallur, sem sannar- lega þarfnaðist vigðeröar og var allt annað en fallegur á að líta, en í mínum augum gat hann ekki litið betur út. Hann var allt, sem ég framast gat óskað mér, því að staðurinn og fólkið, sem þar var, kenndi mér blues. Sjálfspilandi píanóið hafði mikið að segja í sögu jazzins. Margur víðfrægur negra-píanóleikari lék inn á píanókefl- in. — Earl Hines og James P. Johnson og Fats Waller skyldu eftir merki sín á þessum pappírsrúllum, sem tóku allan hug manns, er þær voru leiknar. Á hverju kvöldi, sem ég hafði frí og átti einhvern pening, fór ég niður eftir, fékk mér matarbita og sat svo inni látandi „tuttugu og fimmeyringa11 í píanóið. Ekki leið á löngu unz allir negrarnir þekktu mig. Oft báðu þeir mig að leika. Það var sannarlega gert grín að mér. Einhver kallaði kannski. „Spilaðu blues, Art“, og þá tók annar við og skellihló. Þetta særði, en ég gat ekki ásakað þá. Ég hafði enn ekki lært mállýzku þeirra. Ég var hrifinn af tungu þeirra en hafði ekki lært að tala hana. En ekkert aftraði mér. Næsta kvöld var ég kominn aftur stingandi „tuttugu og fimmeyringum“ í píanóið. Þessi músík hafði einhvers konar áhrif á mig, sem ég ekki get skýrt út. Ég varð að hlusta á hana. Er árin liðu hættu þeir að hæðast að mér og stóðu grafkyrrir, meðan ég lék. Það voru engir skólar, þar sem hægt var að læra jazzleik. Þetta fólk var kennarar mínir. Ég var með því, hélt til hjá því og drakk í mig músik þess og kom aftur endurfæddur. Ég ætla að segja þér frá Jackson. Kvöld nokkurt á leið minni niður eftir heyrði ég þriggja manna hljómsveit leika. Það hljómaði prýðis vel. Saxa- fónn, píanó og tromma. Ég kom mér strax í kynni við þá. Nafn eins þeirra var Papa Couch, ég man ekki nafn saxafónleikarans. Pianóleikarinn var Jackson. (Niðurl. í næsta hefti). 15

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.