Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 16
★ Hazy Ostervald, svissneskur jazz- leikari, hefur verið með sex manna hljómsveit sína undanfarna mánuði á National Scala í Kaupmannahöfn otr hefur leikur hljómsveitarinnar líkað vel þar í borg. vinsældir þær, er það hefur náð í öðr- um löndum heims eru aðallega vegna ,,effects“ þess, er fæst við að það er leik- ið á zítar, en hann er ekki til hér á landi (þ. e. a. s. zítarleikari). Annars er þetta allgott danslag. ★ Jazz information heitir jazzblað, sem byrjað var gefa út í Danmörku fyr- ir nokkru. Blað þetta hefur komið út áður en útgáfa þess lagðist niður. Ósk- andi er að Dönum, sem eiga góða jazz- leikara, takizt að halda þessu jazzblaði áfram. ★ Harry Lime Theme heitir lag, sem fyrst var leikið í enskri kvikmynd að nafni The Third Man. Anton Karas, tékkneskur zítarleikari, lék alla „back- ground“ músíkina í myndinni. Seinni hluta síðasta árs náði Harry Lime Theme miklum vinsældum í Englandi og varð það m. a. til þess að Karas ferð- aðist um alla Evrópu og hélt hljómleika. Lagið fékk nafnið Harry Lim’s Melody á Skandinavíu og er um þessar mundir vinsælasta lagið þar. Karas hefur ný- lega verið í Bandaríkjunum og er lagið á leið með að verða það vinsælasta þar. I-Iér hefur lagið verið leikið m. a. af hljómsveit Carls Billich, en vafi leikur á að það ná vinsældum, vegna þses, að ★ Duke Ellington er um þessar mund- ir með hljómsveit sína í París. Hljóm- sveitin mun leika í fleiri löndum Evrópu (nánar í næsta blaði). ★ Benny fíoodman kom með tólf manna hljómsveit til Evrópu um mán- aðarmótin. Þeir sem m. a. eru í hljóm- sveitinni eru Roy Eldridge trompetleik- ari, tenór-saxófónleikarinn Zoot Sims úr hljómsveit Woody Herman, trommuleik- arinn Ed Shaughnessy úr hljómsveit Charlie Ventura, Dick Hyman píanóleik- ari, enski bassaleikarinn Charlie Short og sennilega belgiski guitar- og munn- hörpuleikarinn Jean Thielemans. ★ CháHie Ventura hefur nú lagt nið- ur hl.jómsveit sína, og fór það sem okk- ur grunaði, eins og skýrt var frá á fyrra ári, að vinsældir hljómsveitarinnar voru ekki hvað minnstar vegna þeirra Roy Kral píanóleikara og Jackie Cain söngkonu, enda var hljómsyeitin varla svipur hjá sjón eftir að þau mættu hjá Charlie. 16 $az,UaSiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.