Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 9
19U3. — Oscar Moore guitar, Johnny Miller bassi og King Cole píanó. sældir tríósins, það var ekki fyrr en platan ,,That Ain’t Right“ varð fræg, sem tríóið fékk viðurkenningu þá, er hafði beðið þess svo lengi. Síðan kom hver platan á fætur annarri og gagn- rýnendur jazzblaða höfðu ekki við að hæla þeim, endaði það með því að einn mánuðinn sögðu þeir Barry Ulanov og Leonard Feather í Metronome: „Erfitt er að segja nokkuð nýtt um Cole plötu, nema það, að þú ættir að bæta henni hið fyrsta við King Cole safnið þitt, og eigir þú ekki King Cole safn þá kennum við innilega í brjóst um þig“. Hinar nákvæmu útsetningar, full- kominn píanóleikur Cole og fágaði söng- ur, afburða einleikur Oscars Moore og fleira varð til þess að skapa hljómsveit- inni vinsældir. Hljómsveitin varð brátt mjög eftir- sótt — eitt sinn dvöldu þeir tvo daga daga í Hollywood og fengu 15,000 dollara fyrir að leika inn á kvikmynd. Þeir komu fram á frægustu næturklúbb- um og leikhúsum Bandaríkjanna og fengu svimandi háar peninga- upphæðir að launum. Hundruð manna stóðu í biðröðum tím- unum saman til að fá að hlusta á þá. í kosningum jazzblaða var hljómsveitin kosin bezta litla hljómsveitin, King Cole bezti pianóleikarinn og söngvarinn og Oscar Moore bezti guitar- leikarinn. Miller var einnig framarlega í kosningunum, en hin erfiða aðstaða hans i*hljóm- sveitinni, þar sem hann lék aðeins rhythma, kom honum aldrei í fyrsta sæti. Eins og áður getur, var það aðallega plötu að þakka að hljómsveitin náði frægð. Hverja plötuna annarri betri léku þeir inn á. Um plötuna „Gee ain’t I good to you“, segir Feather: Cole syng- ur þar á þennan skemmtilega rólega hátt, sem gerir hann að óviðjafnanleg- um jazzsöngvara". Barry Ulanov segir Cole einn allra bezta jazzpíanóleikar- ann og um albúm með fjórum plötum, sem gefið var út með hljómsveitinni 1944 segja þeir Ulanov og Feather: Yið 1948. — Irving Ashby guitar, King Cole píanó og Joe Comfort bassi. 'aiMaíií 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.