Árdís - 01.01.1933, Side 12

Árdís - 01.01.1933, Side 12
10 Árið 1892 mynduðu íslenzkar konur að Eyford, N.D., félag, og gerðust seytján konur meðlimir þess í byrjun. Starfaði þetta l'élag sem önnur, að því að prýða kirkju sína, styrkja söfnuðinn, og hjálpa bágstöddum. Kona frá þessum stöðum hefir sent inér ítarlega frá- sögn um félag þetta. Getur hún þess, að flestar af þeim konum, sem félagið mynduðu, séu nú lagstar til hvíldar. Leyfi eg mér að skrifa hér upp orð hennar: “En upp af gröfum þessara framliðnu systra, vaxa blóm endurminninga og uppörfunar, sem knýja okkur áfram, og biðja okkur að gefast ekki upp þó eitthvað blási á móti. Um þær mætti segja:— “Með tóma hönd þú hingað komst en hjartað fult af auð; og með þá manndóms dáð og dygð sem drýgir líf og brauð.” Þann 13. júní, 1895, inynduðu konur í Argylebygð félag er þá var nefnt “Hið íslenzka austurbygðar kvenfélag.” Ári síðar var nafni þessu breytt, og heilir það nú “Fríkirkjusafnaðar kvenfélag.” Því miður hef eg ekki skýrslur fyrir hendi um störf eða meðlimatölu þessa félags. Árið 1895 var kvenfélagið “Freyja” myndað i Geysisbygð í Nýja íslandi. Voru þær ólína Erlendsson og Jóhanna Sveinsson frum- kvöðlar að stofnun þess. Fjórtán konur gerðust meðlimir þess í byrjun. Var tilgangur félagsins “að efla félagslíf og eining meðal kvenna i Geysisbygð.” Félag þetta starfaði ágætlega í mörg ár. Um tíma lá svo starf þess niðri að mestu þar til í kring um 1925, að það tók til starfa aftur. Gengu þá margar yngri konur bygðarinnar í það. Siðan hafa yngri og eldri konur tekið þar höndum saman og starfað með dugnaði, og meðal annars gefið mikið fé til kirkjubygg- ingar Geysissafnaðar. Árið 1904 var kvenfélag Árdalssafnaðar í Nýja íslandi stofnað í félagshúsi bygðarinnar. Var hin svokallaða Árdalsbygð þá aðeins fárra ára. Hafði lúterskur söfnuður verið stofnaður þar tveimur árum áður. Frú Hólmfríður Ingjaldsson mun aðallega hafa gengist fyrir stofnun kvenfélagsins. Hefir hennar áður verið getið í sambandi við kvenfélagið “Gleym Mér Ei” í Dakota. Um margra ára skeið var hún forseti þessa félags. Hafa og margar ágætar starfskonur verið meðlimir þess og hefir það miklu góðu komið til leiðar og stendur nú með blóma, telur yfir fjörutíu með- limi. íslenzkar konur i Blaine mynduðu sitt fyrsta félag 1906 og nefndu það “Likn.” Tíu árum síðar var þar myndað safnaðar- kvenfélag. Ári seinna (1917) sameinast þessi tvö félög undir nafn- inu “Safnaðarkvenfélagið Líkn.” Nú telur það um fimtíu með- limi.

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.