Árdís - 01.01.1933, Qupperneq 18

Árdís - 01.01.1933, Qupperneq 18
16 eg veit að eg í'inn til þess daglega hve ófullkomlega eg fylli þessa stöðu. Eg veit ekki hvað ykkur finst með ástandið í heiminum í dag, en mér finst að við verðuin að vera á verði og berjast fyrir heimilum okkar og öllu því göfuga og góða, og sem okkur er ant um, ef það á að haldast við. Það er svo margt sem er smám saman að reyna að eyðileggja það alt. Sjaldan hefir verið jafn mikil trúarvilla og trúleysi sem nú. Við höfum víst allar eitthvað heyrt um trú- leysingjafélagið í Bandaríkjunum, sem kallar sig “The Four A’s”— (The American Association for the Advancement ol' Atheism). Mun það senda út hlöð og bæklinga um alt. Ekki fyrir löngu frétti eg um félag við einn af stærri háskólunum í New York sem nefnir sig “The Society ol' Damned Souls”—(Félag fordæmdra Sálna). Við vitum ekki hvenær áhrif þessara félaga og annara af sama tægi ná til barn- anna okkar. Svo eru líka margir úlfar í sauðaklæðum, sem eru ennþá hættulegri en þeir, sem trúlausir kalla sig, og maður veit hvar standa. Hinum er eins varið og þeim, sem rétta fram aðra hönd sína í vina- handtaki, en fela rýting í hinni hendinni. Kenningarnar virðast í fljótu hragði glæsilegar, sérstaklega sú, að við séum öll býsna góð og engin synd sé til—-þess vegna ekki þörf á frelsun frá syndum. En hver sú kenning, sem gerir litið úr eða tekur í burtu krossinn og endurlausnina, er einskis virði til okkar syndugra manna. Svo eru óeirðirnar svo miklar í heiminum, og varla er hægt að < búast við öðru þegar jafn inikið atvinnuleysi og jafn mikil fátækt er um alla veröld sem nú er. Miklir menn og sterkir hniga niður undir byrðinni. Erindrekar frá helztu þjóðum heimsins halda hvern fundinn á fætur öðrum en sýnast lítið geta gert. Mestu og beztu stjórnmálamenn hrista höfuðið og geta ekki sagt hvað muni koma fyrir.—Bankar og stór peningafélög loka dyrum sínum, margt fólk hefir tapað öllu því sem það hel'ir verið að safna í mörg ár. Fang- elsi landsins eru full, og fleiri hluti fanga eru unglingar um og undir tvítugt. Ekki er þetta falleg lýsing, en hvað getum við konur og mæður gert ef helztu höfðingjar landsins standa ráðþrota? Einhversstaðar las eg þessa setningu: “Vatnsdropinn er lítill, en með tímanum étur hann sig í gegnum steininn.” Eitt sem við getum gert er að halda fast við trú okkar. “Haldið föstu sem þið hafið þar til eg kem,” eru orð frelsarans. Með þeim ásetningi og þeirri staðfestu getum við haldið áfram með verkið okkar. Það er aldrei sérlega örðugt að fylgjast með straumnum, það tekur ekki mikið þrek að fylgjast með fjöldanum, en það er öðru máli að gegna þegar maður vill stríða á móti straum. En Jiað er eitt sem mér finst að við, kristnar konur, verðum að gera: Við vitum að þessi svokallaða frjálslyndis- trú hefir ekki þann eina grundvöll, sem staðist getur alt illviðri lífsins, Jiví sá grundvöllur er Kristur, og hann krossfestur. Hver og ein af okkur, sem höfum átt kristnar mæður vitum að þetta er satt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.