Árdís - 01.01.1933, Síða 24

Árdís - 01.01.1933, Síða 24
22 aðan mann eða konu, er segir sögu. Svo er í hverju landi—listin að segja sögur sameinar aldna og unga; hún er í'ljótasti og hezti veg- urinn til þess að börnin læri að elska þá eldri og vilja hlýða með atliygli á það er þeir segja. At' þessu leiðir svo það að máttur sög- unnar í því að hafa áhrif á börnin margfaldast; því þroskaðri þekk- ing, hugsjónir og andagift þess er segir, bendir og laðar hug barnsins inn á nýjar leiðir sem það annars myndi ekki hafa t'undið eða valið. Hvernig segja skal fram.—Fyrst af öllu er nauðsynlegt að segjancii sögunnar lifi sig inn í heim þeirra bókmenta er börnunum er ætlaður, svo andi saganna samrýmist hans eigin. Persónuleiki þess er segir má ef vill, enda ætti, að gefa líf, yl og tilfinning eða hlæ sögunnar um leið og hann segir hana, ekki með sérstökum leikara- hætti, upphrópunum, eða orðum, heldur með auðsærri sjálfhrifn- ingu og ánægju er rödd og andlitsdrættir bera með sér. Næst verður segjandi að kunna söguna vel, velja þannig að við hæfi barna sé, þeirra, er njóta skulu; engin formáli ætti að vera fyrir sögunni, því barnið á von á þegar frá byrjun að eitthvað komi fyrir, ef úr því verður ekki, verður harnið óþolinmótt og athygli Jcess hneigist frá sögunni. Söguþráðurinn má til að vera einfaldur. í sögunni verða að vera lcarnsleg áhugamál, þar sem hvert atvikið reki annað, bláttáfram sögð, með ekki í'Ieiri lýsingum eða útlistunum en svo, að mynd sög- unnar verði barninu skýr; fram að hámarki atburðanna ætti sagan að vekja óslitna eftirvæntingu og sífeldar getgátur um það hvernig alt muni nú fara og úrlausn ráðgátunnar að síðustu við barnsins hæfi—auðskilin. Robert Louis Stevenson segir um þann er vel óski að segja sögur, “að hann verði að vera óendanlega leikinn í því að breyta um, og slyngur í ]jví að vekja athygli, vonhrigði, undrun og ánægju. Vera eilíflega að skifta um skil, en þó hvergi láta koma rangskil á vef frásagnarinnar.” Eftirfarandi reglur væru vel festandi á minnið fyrir þá, er Iistina vilja læra: (a)—Lærðu söguna, gagnrýndu hana, og gerðu þér Ijóst hver hjarta- punkturinn er; festu á minnið stigin upp að hámarkinu, l'yll síðan út heildina. Einstakar setningar er hezt að læra orðrétt frá höfundarins hálfu, því um orðskipun hans og val verður ekki bætt. (h)—Skipaðu börnunum í sæti nærri þér, því þau þurfa að vera lík- amlega nærri ef þau eiga að vera andlega nærri. (c) —Byrjaðu vel og með ánægju, týndu þér sjálfri í sögunni og þá munu orðin og lýsingarnar verða auðgripin. (d) -—Vertu ákveðin og óhikandi og þá er mikið unnið, og rélt röð atvika má ekki haggast né heldur máttu stansa oft. (e) —Seg fram lifandi. Á því, hversu skýr eru í þínum liuga atvikin og persónurnar veltur skýrleiki frásagnar þinnar—Þú verður að sjá hvað þú segir.—

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.