Árdís - 01.01.1933, Side 45

Árdís - 01.01.1933, Side 45
43 Margir íslenzkir láterskir söfnuðir hafa sína sunnudagsskóla og önnur unglingafélög er tengja ungmenni sín og tryggja fram- tíðarstarf safnaðanna. Það er alkunnugt að það eru íslenzkar bygðir er hafa litla— næstum enga—prestsþjónustu, og þar sem er ekki safnaðarlíf er lítil uppl'ræðsla höfð fyrir unglinga í kristindómsfræðum. Með þetta í huga byrjaði hið sameinaða kvenfélag lúterskra safnaða þetta kristindómsstarf—réttara kallað “Kristindóms nám- skeið. Vorið 1929 voru hréf send af skrifara þessa félags til íslenzku bygðarinnar, er liggur norður við Manitobavatn, frá Siglunesi og norður að Silver Bay. Var okkur tilkynt að litil kristileg upp- fræðsla liafi verið veitt börnum þar nema af veikum mætti mæðra á heimilum sínum. Þessi bréf buðu að senda had'a kristindóms- kennara um þriggja vikna tíma í júlí mánuði. Var boði þessu vel tekið og þegið með þökkum. Miss Jennie Johnson, og Miss Guðrún Bildfell, miðskólakenn- arar í miklu áliti í Winnipeg, fóru norður til Ashern og þaðan til Siglunes. Þar komu tuttugu og fjögur börn, námfús og glöð að fá að heyra sögu Jesú Ivrists og læra bænir og sálma. Á Darwin skóla (Oak View P. O.) komu fimtán börn og sýndu sama vilja að læra um frelsara sinn. Mörg al' þessum börnum komu margar mílur dags daglega og var það í fyrsta sinn er l'Iest þessi hörn hölðu komið á sunnudagsskóla. í júlí, 1930, tóku tvær stúlkur þetta starl' að sér—þær Miss Ingibjörg Bjarnason frá Winnipeg, kennari við Lundar alþýðu- skólann, og Miss Evangeline Vigdís Olafson, kennari við Arborg, dóttir séra Sigurðar Olafssonar. Þetta sumar bættist við þriðja héraðið—Silver Bay—og kendu þær sjö daga í hverjum stað. Á Siglunési innrituðust tuttugu og fimm börn, á Oak View tuttugu og þrjú börn, og við Silver Bay tuttugu og sjö börn. Sjötíu og fimm börn fengu tilsögn i kristnum fræðum, lærðu bænir og sungu sálma. Þessi börn sýndu frábæran áhuga, námfýsi og þakklæti til þeirra, er unnu þetta góða verk. önnur þessi stúlka, Evangeline Vigdís Olafson var, áður en árið leið, komin heim til sins himneska föðurs.—Blessuð sé minning hennar! Þetta sama sumar fór Miss Guðrún Marteinson til Árnes, stofn- aði sunnudagsskóla mcð þeim börnum er þar voru, heimsótti for-

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.