Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 16

Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Þetta helst ... BRETARNIR Antonios Yerolemou og Pankos Katso- uris hafa gengið úr stjórn Bakkavarar Group, en þar hafa þeir setið frá því að Bakkavör keypti Katsouris Fresh Foods árið 2001. Í tilkynningu til Kauphallar OMX á Íslandi segir að Yerolemou og Katsouris hætti af persónulegum ástæðum, en afsagnir þeirra taka þegar gildi. Frá kaupum Bakkavarar á Katsouris Fresh Foods hafa þeir Yerolemou og Katsouris gegnt ýmsum störfum fyrir samstæðuna, en Yerolemou var for- stjóri Katsouris Fresh Foods til ársins 2002 og starf- andi stjórnarformaður fyrirtækisins til ársins 2005. Þeir hafa allt frá árinu 2001 verið í hópi stærstu hlut- hafa Bakkavarar, en Yerolemou á nú 3,5% í félaginu og Katsouris á 2,4%. Talsmaður Bakkavarar í Bretlandi sagði þá Yero- lemou og Katsouris hafa hætt að eigin frumkvæði og hefði stjórn Bakkavarar samþykkt það. Í tilkynningu þakkar Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, félögunum góð störf fyrir félagið og ósk- ar þeim og fjölskyldum þeirra velfarnaðar. bjarni@m- bl.is Breytingar í stjórn Bakkavarar samtal sitt við Árna í kjölfar setn- ingar neyðarlaganna á Íslandi þar sem hann hafi spurt Árna hvort lögin fælu í sér að sparifjáreigendum yrði mismunað á grundvelli þjóðernis. Árni hefði sagt svo vera og að hann teldi það ekki brjóta í bága við samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Í kjölfarið sagði Darling orð- rétt að „þess vegna varð ég að grípa inn í og tryggja innstæður þeirra sem áttu peninga í útibúiLandsbank- ans“. Kaupþing og Davíð grunaðir Davíð Oddsson, fyrrum seðla- bankastjóri, sagði í viðtali við Kast- ljós á þriðjudag að ekki væri útilokað að bresk stjórnvöld hefðu beitt hryðjuverkalögum gegn Landsbank- anum og Íslendingum vegna hræðslu þeirra við að peningar yrðu fluttir úr útibúi Landsbankans í Bretlandi, eins og þeir höfðu gert úr dótturfélagi Kaupþings. Í máli Dav- íðs kom fram að breska fjármálaeft- irlitið hefði fyrst talið að 400 millj- ónir punda hefðu verið færðar úr dótturfélagi Kaupþings, síðan 800 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BRESK stjórnvöld beittu hryðju- verkalögum gegn Íslendingum vegna samtals Árna Mathiesens, þá- verandi fjármálaráðherra, við Alist- air Darling, fjármálaráðherra Breta, hinn 7. október. Þetta staðfesti Dar- ling á þingnefndarfundi hinn 3. nóv- ember síðastliðinn. Morgunblaðið hefur útskrift af því sem fram fór á fundinum undir höndum. Michael Fallon, þingmaður breska Íhaldsflokksins, spurði Darling á fundinum hvað hefði valdið því að hann hefði sagt við BBC Radio hinn 8. október: „Íslensk stjórnvöld, hvort sem þið trúið því eða ekki, sögðu mér í gær að þau ætluðu sér ekki að virða skuldbindingar sínar hér.“ Í svari Darling vísar hann í milljónir og enn hærri fjárhæðir. Davíð sagði ennfremur á viðskipta- þingi fyrr í vetur að hann vissi hvað hefði orðið til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögunum gegn Íslend- ingum. Orð Davíðs ríma ekki við þær ástæður sem Darling tiltekur fyrir beitingu laganna. Ármann Þorvaldsson, fyrrum for- stjóri Kaupthing Singer & Friedlan- der, neitaði því daginn eftir að nokkrir óeðlilegir eignaflutningar hefðu átt sér stað frá bankanum í að- draganda bankahrunsins. Í yfirlýs- ingu sagði hann að ástæðan fyrir beitingu hryðjuverkalaganna kynni að vera setning neyðarlaganna og yf- irlýsingar íslenskra ráðamanna, þar með talið Davíðs Oddssonar. Ár- mann vitnaði þar sérstaklega í orð Campbell-Savour lávarðs um að yf- irlýsingar Davíðs hefðu mögulega orsakað beitingu laganna. Þess má geta að lávarðurinn er giftur ís- lenskri konu og hefur lýst því yfir í breska þinginu að hann hafi upplýs- ingar um ástandið og þjóðfélagsum- ræðuna hérlendis frá vinum og ætt- ingjum á Íslandi. Darling sagði samtal við Árna hafa orsakað beitingu hryðjuverkalaga  Darling sagði á þingnefndarfundi 3. nóvember að eignir hefðu verið frystar vegna samtals við Árna                 !""#    $   % &    '(  )  *     +         '      '      ),( -              !"#$       %&' (  ! '( )*%  * ( )    (     + % & -#     &  ) (   (  &&( &  ),    (' -    .%  /      ( %*  *   (  ,  &  (  % & ( #0      %#, )      #1  &       0 !,   *  2+, )    ( %   *3    %  4 (( % ! )     /) %) %&  %   % &   &     (  (&  '  &(  .   ' / '  01  0     2'     1 0 3 3 4   0   %,)(  (   5 , $ (    !'   % * &-     . (6789 * /       % ) *   %     ,  & /  /  + Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞETTA símanúmer er lokað,“ voru skilaboðin sem Ragnhildur Ágústsdóttir, fráfarandi forstjóri Tals, fékk þegar hún reyndi að hringja í lögmann sinn í fund- arherbergi í höfuðstöðvum Tals í gærmorgun. Stuttu áður höfðu Jóhann Óli Guðmundsson, sem á 49% hlut í Tali ásamt Hermanni Jónassyni, og Stefán Geir Þórisson lögmaður birst í höfuðstöðvum Tals. Jóhann Óli og Stefán Geir báðu síðan Ragnhildi að koma til fundar við sig. Á fundinum, þar sem Ragnhildi var meinuð útganga um stund, var henni tilkynnt að hún væri ekki bær forstjóri og tilkynnt um upp- sögn. Eftir fundinn var Ragnhildi vísað úr húsi. Númerið var svo opnað seinna um daginn, en ekki er vitað um ástæðu lokunarinnar. „Ég er að skoða mína rétt- arstöðu með mínum lögfræðingi og mun að sjálfsögðu leita réttar míns ef á mér hefur verið brotið,“ segir Ragnhildur. Hinn 30. desember var Her- manni Jónassyni vikið af stjórn- arfundi í Tali, sem var haldinn í höfuðstöðvum Teymis, þegar stjórn Tals ákvað að segja upp samningi við hann í kjölfar þess að hann, fyrir hönd Tals, gerði reikisamning við Símann. Sú ákvörðun var tekin af tveimur stjórnarmönnum, en þrjá stjórnarmenn þarf til að binda félagið. Á miðvikudaginn gerði Teymi, sem á 51% hlut í Tali, sátt við Samkeppniseftirlitið um skipun nýrrar stjórnar. „Við vorum að vonast til þess að sú sátt gæti skapað frið um Tal,“ segir Dóra Sif Tynes, lögmaður Teymis. Að- spurður hvort Ragnhildi hafi verið meinuð útganga af fundinum segir Stefán Geir Þórisson: „Ég meinaði henni ekki útgöngu, hún sat þarna bara og ræddi við okkur.“ Jóhann Óli neitar því að hafa meinað Ragnhildi útgöngu eða að hafa hlutast til um tímabundna lok- un númers hennar. „Við sögðum henni bara að lesa þetta [uppsagn- arbréf og úrskurð fjármálaráðu- neytisins um að skráning Tals hefði verið röng hjá fyrirtækjaskrá] og láta ekki svona. Þessi fundur fór í alla staði mjög skikkanlega fram,“ segir Jóhann Óli. „Kjarni málsins hér eru lögbrot Teymis og menn mega ekki gleyma því,“ segir hann. Síma lokað og vísað á dyr Morgunblaðið/Heiddi Hart deilt Dramatíkin í kringum fjarskiptafyrirtækið Tal heldur áfram. Ragnhildi Ágústs- dóttur vikið úr starfi forstjóra ROYAL Bank of Scotland ætlar að draga úr fjárhagslegum stuðningi við Williamsliðið í Formúlu 1- kappakstrinum. Hingað til hefur styrkurinn numið 12 milljónum punda á ári. Samkvæmt frétt í Fin- ancial Times rennur samningurinn út í lok árs 2010. Þá lýkur áralangri samvinnu RBS og Williams. Í fréttinni kemur fram að Royal Bank of Scotland fylgi í kjölfar ann- arra fyrirtækja sem geta ekki styrkt kappakstursliðið áfram. Eru Lenovo, Baugur og Petrobras nefnd í því samhengi. RBS tapaði 24,1 milljarði punda á síðasta ári sem jafngildir um 3.860 milljörðum íslenskra króna. Er það stærsta tap í breskri viðskiptasögu. Hamleys hafði styrkt Williams- liðið frá árinu 2004. Glitnir veitti Baugi bakábyrgð fyrir styrk til liðs- ins. bjorgvin@mbl.is REUTERS Sigursælir Jón Ásgeir Jóhannesson var í stuðningsliði Williams. Hrun bitnar á Formúlu 1 (&A% (&A       (&A& 'BA         *,C%, / )        E *A         (&A$# (&A(=         ● Seðlabanki Íslands frestaði í gær birtingu hagtalna um erlendar skuldir Íslendinga, greiðslujöfnuð þjóð- arinnar og erlenda stöðu þjóðarbúsins fram á mánudag, 3. mars. Upphaflega stóð til að birta tölurnar í gær. Samkvæmt upplýsingum úr Seðla- bankanum er ástæða frestunarinnar sú að ekki tókst að afla allra nauðsyn- legra gagna til að ljúka vinnu við gerð þeirra. Nýju hagtölurnar munu sýna stöðuna í lok árs 2008. Í lok sept- ember var heildarskuldastaða þjóð- arinnar tæplega 11.500 milljarðar króna. Þar af skulduðu bankar og aðrar innlánsstofnanir um 9.700 millj- arða. Birtingu á hagtölum frestað fram á mánudag Vesturröst | Laugaveg 178 | S: 551 6770 | www.vesturrost.is TILBOÐ Remington 700 SPS með 3-9x50 Bushnell sjónauka, leupold stálfestingum og Harris tvífótur. Til í cal 243, 270 win, 300 win, 7mm rem mag. Verð kr. 139.900.- ● Í dag mun Ragn- ar H. Hall, lögmað- ur og aðstoð- armaður í greiðslustöðvun Baugs, funda með fulltrúum innlendra kröfuhafa Baugs og kynna fyrirætl- anir félagsins. Óör- uggar veðkröfur ís- lenskra lánveitenda á Baug Group nema 51 milljarði íslenskra króna. Fyrir liggur að félagið mun óska eftir áframhaldandi greiðslustöðvun en því hafði áður verið veitt greiðslustöðvun til 4. mars næstkomandi. thorbjorn@mbl.is Baugur óskar eftir greiðslustöðvun áfram Gunnar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.