Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 17

Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SAMNINGAMENN stríðandi fylkinga Palestínumanna hófu í gær viðræður í Kaíró til að reyna að leysa lang- vinnar deilur þeirra og greiða fyrir myndun þjóðstjórnar. Breska dagblaðið The Times hefur birt grein eftir fjór- tán fyrrverandi utanríkisráðherra og friðarsamninga- menn þar sem þeir hvetja ráðamenn í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Ísrael til að falla frá þeirri stefnu að einangra íslömsku samtökin Hamas. Greinarhöfundarnir segja að tilraunirnar til að kné- setja samtökin hafi mistekist og ljóst sé að friðarumleit- anir geti ekki borið árangur nema stefnunni verði breytt og viðræður verði hafnar við Hamas. „Það að fá Hamas í friðarferlið jafngildir ekki því að fyrirgefa hryðjuverk eða árásir á óbreytta borgara,“ segja greinarhöfundarn- ir, þeirra á meðal Paddy Ashdown, fyrrverandi friðarer- indreki Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, og Michael Anc- ram, en hann tók þátt í friðarviðræðum við Írska lýðveldisherinn (IRA) fyrir hönd bresku stjórnarinnar sem ráðherra málefna Norður-Írlands. Vongóðir um árangur Stjórnvöld í Ísrael og á Vesturlöndum líta á Hamas sem hryðjuverkasamtök og hafa hafnað viðræðum við þau frá því að þau sigruðu í þingkosningum í janúar 2006. Hamas og Fatah hafa lengi eldað grátt silfur saman en deilur þeirra náðu hámarki í júní 2007 þegar íslömsku samtökin náðu Gaza á sitt vald eftir mannskæð átök. Fylkingarnar hófu viðræður í Kaíró í gær fyrir milli- göngu Omars Suleimans, yfirmanns egypsku leyniþjón- ustunnar. „Við eigum einskis annars úrkosti en láta þetta heppnast og það verður ekki erfitt,“ sagði Suleiman. Fulltrúar fylkinganna sögðust vera vongóðir um að við- ræðurnar bæru árangur. „Andrúmsloftið er jákvætt og lofar góðu,“ sagði einn fulltrúa Hamas, Ezzat Resheq. Leiðtogi Fatah á palestínska þinginu, Azzam al-Ahmad, sagði að báðar fylkingarnar hefðu sýnt „raunverulegan vilja“ til að leysa deilurnar. Rætt verði við Hamas  Fyrrverandi friðarerindrekar hvetja Ísraela og Vesturlönd til að falla frá þeirri stefnu að einangra Hamas-samtökin  Hamas og Fatah hefja viðræður í Kaíró Í HNOTSKURN » Áður en viðræður palest-ínsku fylkinganna hófust samþykkti Fatah að sleppa 80 föngum úr röðum Hamas- manna á Vesturbakkanum. Hamas sleppti einnig hópi fanga úr röðum Fatah-manna á Gaza-svæðinu. » Samtökin lofuðu að sleppaöllum föngunum í áföng- um. Fulltrúar Hamas og Fatah samþykktu að stöðva orða- stríð samtakanna í fjölmiðl- unum til að greiða fyrir því að viðræðurnar bæru árangur. KÍNVERSKIR rakarar höfðu í nógu að snúast í gær en þá var annar dagur annars tunglmán- aðar samkvæmt kínversku tímatali. Í Kína er því nefnilega haldið fram að það boði gæfu að láta klippa hárið á þessum degi og myndast því lang- ar raðir fyrir utan rakarastofur landsins. Þessi kínverski drengur ætti að verða lánsamur í framtíðinni því hann fékk sína klippingu úti á götu í Hefei-borg í gær. jmv@mbl.is Gæfan tryggð með klippingu Reuters Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, forseti Bandaríkj- anna, kynnti í gær fyrsta fjárlaga- frumvarp sitt og er þar gert ráð fyrir því að fjárlagahallinn í ár nemi 1.750 milljörðum dollara og verði meiri en nokkru sinni fyrr frá síðari heims- styrjöldinni í hlutfalli við landsfram- leiðslu. Gert er ráð fyrir því að fjár- lagahallinn minnki síðan í 1.171 milljarð dollara á fjárhagsárinu 2010 sem hefst 1. október. Í frumvarpinu kemur fram að gert er ráð fyrir því að fjárlagahallinn í ár verði um 12,3% af landsframleiðsl- unni og 8% á næsta ári. Obama hefur lofað að minnka hallann um helming áður en kjörtímabili hans lýkur. Repúblikanar og nokkrir fjár- málasérfræðingar segja að þetta markmið sé ekki mjög metnaðarfullt í ljósi þess að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir miklum útgjöldum til að örva efnahaginn og bjarga bönkum, útgjöldum sem ólíklegt sé að þurfi að endurtaka á næstu árum. Fjárlagaskrifstofa Bandaríkja- þings spáði því nýlega að hægt yrði að minnka fjárlagahallann um helm- ing ekki síðar en 2013 með því einu að minnka útgjöldin vegna hernaðar- ins í Írak og framlengja ekki skatta- lækkanir sem eiga að falla úr gildi ár- ið 2011, eins og Obama hefur lofað. „Það er auðvelt að minnka fjár- lagahallann um helming eftir að hafa fjórfaldað hann,“ sagði Brian Riedl, fjárlagasérfræðingur við bandarísku hugveituna Heritage Foundation. Spáir 1,2% samdrætti Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að landsframleiðslan minnki um 1,2% í ár og aukist um 3,2% á næsta ári. Spáð er 4% hagvexti árið 2011 og 4,6% árið 2012. Þetta eru bjartsýnni spár en í ný- legri skýrslu fjárlagaskrifstofu þingsins þar sem spáð var 2,2% sam- drætti í ár og 1,5% hagvexti á næsta ári. Mesti halli frá seinni heimsstyrjöldinni Reuters Mínus Obama og Timothy Geithner fjármálaráðherra ræða fjárlögin. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, nýtur enn mikilla vinsælda í landinu mánuði eftir að hann tók við embættinu. Nýleg könnun bendir til þess að um 63% landsmanna styðji Obama. Ath: Tölurnar byggjast á þriggja daga símakönnun sem náði til 1.600 Bandaríkjamanna Skekkjumörkin eru ±3 prósentustig Heimild: Gallup Ljósmynd: Reuters / Kevin Lamarque FYLGI BARACKS OBAMA MIÐAÐ VIÐ FORVERANA Fylgi Obama og forvera hans eftir mánuð í forsetaembættinu. Dem. Ánægð Óánægð Rep. Meðaltal R. Nixon til G.W. Bush J. Carter R. Nixon G. Bush B. Clinton G.W. Bush Obama R. Reagan GALLUP-KÖNNUN Hlutfall þeirra sem eru ánægð eða óánægð með störf Baracks Obama í forsetaembættinu. ÓánægðÁnægð 80 70 60 50 40 30 20 10 0 25 30 1 5 10 15 20 23 JAN. FEB. 68 12 24 19 66 25 6366 21 59 Eftir einn mánuð Haag. AFP. | Stríðsglæpadóm- stóll Sameinuðu þjóðanna í Haag sýknaði í gær Milan Milut- inovic, fyrrver- andi forseta Serbíu, af ákæru um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Kósóvó á árunum 1998-99. Dómstóll- inn fann hins vegar fimm aðra fyrr- verandi embættismenn Serba seka um stríðsglæpi og dæmdi þá í 15 til 22 ára fangelsi. Milutinovic var forseti Serbíu frá desember 1997 til desember 2002 og var þá einn af helstu samstarfs- mönnum Slobodans Milosevics, fyrr- verandi forseta Júgóslavíu, sem lést í Haag árið 2006 meðan á rétt- arhöldum yfir honum stóð. Dóm- stóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Milutinovic hefði ekki stjórnað her Júgóslavíu. Meðal þeirra sem voru sakfelldir eru Nikola Sainovic, fyrrverandi aðstoðarforsæt- isráðherra og yfirmaður hers Júgó- slavíu, og Dragoljub Ojdanic, fyrrv. varnarmálaráðherra Júgóslavíu. Þetta eru fyrstu dómarnir, sem dómstóllinn kveður upp í málum sem tengjast hernaði Serba í Kó- sóvó. Allir sakborningarnir neituðu sök. Sýkn af ákæru um stríðsglæpi Milan Milutinovic Fimm aðrir Serbar dæmdir í fangelsi TÆPLEGA fimmtugri konu frá Gana, sem hefur verið búsett í 20 ár á Ítalíu, hafa verið dæmdar skaða- bætur sem nema sex mánaða laun- um eftir að ítalskur atvinnuveitandi hennar rak hana. Ástæður brott- vikningarinnar voru þær að konan þótti syngja of hátt í vinnunni og ónáða þar með samstarfsmenn sína. „Þetta er fáránlegt, ekki síst með tilliti til þess að konan vann við að hamra stál. En það þýðir að enginn hefur getað heyrt í henni í metra fjarlægð,“ sagði talsmaður verka- lýðsfélags stáliðnaðarmanna á Norð- ur-Ítalíu, sem vann skaðabótamálið gegn atvinnurekandanum. Hamraði stál og söng

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.