Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Stöð 2 hefur einstaka sinnum lát-ið þess getið þegar hún fjallar um málefni eiganda síns, stærsta skuldara Íslandssögunnar, að hann sé einmitt eigandi stöðvarinnar.    Þetta er gert tilað leitast við að fá á ný einhvern trú- verðugleikablæ á fréttir stöðvarinnar um útrásarliðið.    Reyndar er þess aldrei getið aðskuldakóngurinn fékk sér- staka fyrirgreiðslu hjá Landsbank- anum í vikunum eftir hrun, afskrift á milljörðum til að auðvelda honum áframhaldandi eignarhald á fjöl- miðlunum.    Og þegar stöðin þegir um fram-ferði útrásarkappanna, sem algengast er eða þegar hún gerir árásir á sérstaka „óvini“ eigandans, þá er auðvitað sleppt með öllu að rifja upp eignarhaldið á stöðinni.    Að undanförnu hefur stöðin ver-ið í sérstakri herferð við að grafa undan áliti og trúverðugleika slitastjórnar Glitnis og hefur geng- ið mjög langt í þeim efnum. Hefur ótrúlegustu brögðum og útúrsnún- ingum verið beitt.    Slíkt myndu engir raunverulegirfréttamenn gera nema þeir væru undir óbærilegum þrýstingi.    Og það er einnig áberandi aðþess er vendilega gætt á með- an þessi sérstaka herferð stendur yfir að „gleyma“ því jafnan að geta þess að sá einstaklingur sem slit- astjórnin virðist helst gruna um græsku og eigandi Stöðvar 2 sé ein- mitt einn og sami maðurinn.    Er það ekki merkilegt? Stöð 2 Tvöföld Stöð STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.10., kl. 18.00 Reykjavík 11 alskýjað Bolungarvík 10 rigning Akureyri 9 skýjað Egilsstaðir 7 alskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 6 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 2 léttskýjað Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 12 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 10 þoka London 15 léttskýjað París 16 heiðskírt Amsterdam 12 skýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 8 léttskýjað Vín 13 heiðskírt Moskva 2 skýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 17 skýjað Barcelona 18 skýjað Mallorca 18 skýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 21 skýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 10 skýjað New York 18 skýjað Chicago 20 skýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:13 18:17 ÍSAFJÖRÐUR 8:23 18:16 SIGLUFJÖRÐUR 8:06 17:59 DJÚPIVOGUR 7:43 17:45 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vart hefur orðið nokkurra tegunda flækingsfugla hér á landi í haust eins og flest haust á síðustu árum. Af þeim sjaldgæfustu má nefna grímu- skríkju og frænku hennar krúnu- skríkjuna, sparrhaukur hefur sést, einnig grænfinka og gulllóa, þyrni-, sef- og seljusöngvarar að ógleymd- um myndarlegum hópi sportittlinga sem sáust fyrir um tveimur vikum í Vestmannaeyjum. Skríkjurnar koma frá Ameríku, en söngvararnir frá Evrópu, en þessir fuglar bera sama eftirnafn. Brynjúlfur Brynjólfsson, fugla- áhugamaður, segir merkilegast við þessar heimsóknir að grænfinkur hafi sést hér í fimmta og sjötta skipti. Sparrhaukur sé ekki heldur algengur og sá sem hafi verið í skóg- ræktinni við Djúpavog sé í hópi inn- an við tíu slíkra sem hér hafa sést. Grímuskríkja hafi sést í Vest- mannaeyjum og sé það aðeins í ann- að skipti sem hún hafi sést hér á landi. „Hún er að mínu mati skemmtilegasti gesturinn á þessu hausti,“ segir Brynjúlfur. Krúnu- skríkjan sem hafi verið í um viku í Þorlákshöfn sé sextándi fuglinn af þeirri tegund hér á landi. Fleiri fugla nefnir Brynjúlfur sem skemmtilega gesti, t.d. ýmsa söngv- ara og peðgrípa. Hefði viljað fleiri lægðir „Þetta haust hefur verið mikið um heimsóknir flækingsfugla til Vestmannaeyja, en annars sjást þessir fuglar oftast á Suðaustur- landi,“ segir Brynjúlfur. „Persónu- lega finnst mér að það hefðu mátt koma fleiri lægðir upp að landinu og eins leifar fellibylja. Þá hefðum við fengið enn fleiri gesti og meira hefði verið að skoða fyrir okkur fugla- áhugamenn.“ Sjaldgæfar skríkjur heimsækja Ísland  Margir flækingar hafa sést í Eyjum Ljósmynd/Ingvar A. Sigurðsson Grímuskríkja Sjaldgæfur flækingur, sem gladdi Eyjamenn nýlega. Ljósmynd/Örn Óskarsson Krúnuskríkja Í heimsókn í bæjargarðinum í Þorlákshöfn í síðustu viku. Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna Landeyjahöfn að nýju fyrir helgi. Dýpkunarskipið Perla hóf dýpkun þar í gær. Ekki hefur verið hægt að vinna að dýpkun um tíma vegna bilunar í skipinu og hefur Landeyjahöfn verið lokuð frá 28. september vegna sand- burðar. Herjólfur hefur siglt til Þor- lákshafnar á meðan. Reiknað er með því að það sé fjög- urra sólarhringa vinna að gera höfn- ina færa fyrir Herjólf. Spáð er vax- andi öldu og að Perla verði að hætta vinnu á fimmtudag. Samkvæmt upp- lýsingum frá Siglingastofnun mun skipið ljúka verkinu um leið og að- stæður batna. Ekki er séð hvenær það verður. Boðin hefur verið út viðhalds- dýpkun í Landeyjahöfn næstu þrjá vetur. Til þess þarf skip sem getur unnið við verri aðstæður en Perla. helgi@mbl.is Ekki opnað fyrir helgi  Dýpkunarskipið Perla er byrjað að dæla sandi úr Landeyjahöfn á nýjan leik Morgunblaðið/Árni Sæberg Af stað Dýpkunarskipið Perla er nú að störfum í Landeyjahöfn. fæst í pósthúsum um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.