Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Stórtjón varð í eldsvoða á dekkja- verkstæði Pitstop við Rauðhellu í Hafnarfirði á öðrum tímanum að- faranótt þriðjudags. Eldtungur teygðu sig tugi metra í loft upp þeg- ar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Eldsupptök eru ókunn en meðal annars voru upptök- ur úr öryggismyndavélum á nær- liggjandi húsum skoðaðar í gær. Að sögn Jóns Viðars Matthíasson- ar slökkviliðsstjóra óttuðust þeir um tíma að eldurinn bærist í nærliggj- andi hús. Ekki var þó talið að íbúa- byggð stafaði nein hætta af eldinum. Jón Viðar þakkar veðurblíðunni það að ekki fór verr því lygnt var í veðri og vel gekk að slökkva eldinn þrátt fyrir gríðarlega mikinn eldsmat á staðnum, þar á meðal stóran dekkja- lager. Um hádegi í gær var slökkviliðið aftur kallað að lagernum vegna elda sem þar loguðu í sperrum. Reyndist hann minniháttar. Að sögn varð- stjóra var ótrúlegt að nokkuð meira gæti brunnið í húsinu eftir að það varð alelda. Dekkjaverkstæði brann til kaldra kola Morgunblaðið/Júlíus Slökkvistarf Eldhafið var gríðarlegt og sást langt að. Kallaður var út allur tiltækur aukamannskapur til að hindra útbreiðslu eldsins í næstu hús. Morgunblaðið greindi í gær frá meistaraverkefni tveggja arkitekta um að reisa glæsihótel á Þingvöllum en þeir vonast til að geta ýtt undir umræðuna um framtíð Valhallarreitsins. Svo virðist sem þeir kollegar hafi náð settu mark- miði því talsverð umræða hefur nú myndast og marga er farið að lengja eftir svör- um um framtíð reitsins. Að sögn Álfheiðar Ingadóttur, formanns Þingvallanefndar, er ekki langt þar til f́ramtíðin verður ráðin. „Við erum að undirbúa viðhorfs- könnun og í kjölfarið ætlum við að fara í opna hugmyndasamkeppni.“ Hún segir marga þegar hafa skil- að inn hugmyndum. „Það er svo margt sem fólk lætur sér detta í hug. Þetta eru ekki bara veitingahús og hótel heldur er fólk líka að horfa til þess að geta haldið þarna útihátíðir, sögusýningar og verið með fræðslu.“ Aðspurð hvernig henni lítist á að reisa nýstárlegt mannvirki á Þing- völlum, líkt og finna má í verkefn- inu, segir Álfheiður: „Nýstárlegt mannvirki er alltaf spennandi og skemmtilegt. Ég tel nú samt að það megi ekki yfirskyggja ásýnd Þing- valla.“ Hún bætir við að verkefni arkitektanna sé metnaðarfullt og flott. Þá segist hún vera sammála þeim um að bæta megi aðstöðu fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda, á svæðinu. hugrun@mbl.is Samkeppni um reitinn Álheiður Ingadóttir ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Stór sending frá GERKE Þýskar gæðabuxur í tveimur síddum Verð frá 11.900 Útsala Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10| 108 Reykjavík sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið: miðvikudaga – föstudaga 11.00-18.00 laugardag kl. 11.00 - 16.00 í fjóra daga Nú er hægt að gera góð kaup hjá Kletthálsi 11 - 525 8000 - www.bilaland.is VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 NÚ LÁTUM VIÐ HJÓLIN SNÚAST! BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS LÍTIÐ EKINN! 220 BÍLAR TIL SÝNIS Á EINUM STAÐ! Dæmi um ÓTRÚLEGA GOTT VERÐá okkar bílum Subaru IMPREZA Ek. 98 þús. Nýskr. 06/08. Bsk. Verð áður: 1.990 þús. kr. OUTLETVERÐ 1.490 þús. kr. Land Rover FREELANDER Ek. 86 þús. Nýskr. 04/08. Sjálfskiptur Toyota YARIS Ek. 32 þús. Nýskr. 08/07. Beinskiptur Nissan MURANO Ek. 97 þús. Nýskr. 08/05. Sjálfskiptur Opel VECTRA 1.9 CDTi Ek. 20 þús. Nýskr. 06/08. Sjálfskiptur OKKAR VERÐ 4.690 þús. kr. OKKAR VERÐ 2.490 þús. kr. OKKAR VERÐ 3.620 þús. kr. OKKAR VERÐ 3.130 þús. kr. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 8 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.