Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Þannig kvað Steinn Steinarr fyrir munn séra Hallgríms þegar honum fannst nóg kom- ið. Nú er komið að því að okkur mörgum finnst nóg komið líka, enda hefur Íslendingum ávallt þótt erfitt að leggjast gegn boðskap séra Hallgríms. Frum- varp til fjárlaga var kynnt fyrir nokkru og hefur vakið mikil og sterk viðbrögð víða um land. Hlutverk stjórnmálamanna um þess- ar mundir er ekki auðvelt, og krafa um réttsýni og fagmennsku í vinnu- brögðum sterk. Þess vegna hefur aldrei sem nú verið þörf á samstöðu og samheldni í þeirra röðum. Þar valda þeir okkur áfram vonbrigðum, sundurlyndið er algert. Traust okkar á þeim fellur enn eins og steinn í vatni. Það er miður. Með fjárlagafrumvarpinu er kynnt- ur áframhaldandi samdráttur í fram- lögum til hornsteina samfélagsins, heilbrigðis- og menntamála. Við ger- um okkur öll sem búum á þessu landi grein fyrir því hve hrunið hefur leikið okkur grátt og mikilvægi aðhalds er flestum ljóst. Enginn bjóst hins vegar við þeim stórfellda, fyrirvaralausa og fordæmalausa niðurskurði til heil- brigðisþjónustu sem boðaður er. Þar kastar fyrst tólfunum, enda viðbrögð eftir því. Gert er ráð fyrir að leggja niður starfsemi margra meðalstórra og lítilla sjúkrahúsa um allt land. Því er haldið á lofti að verið sé að styrkja heilsugæsluna. Allir tilburðir í þá átt eru af hinu góða. Heilsugæsla starfar hins vegar ekki ein í tómarúmi. Hún þarf sjúkrahús sem bakhjarl, en í langflestum tilvikum er ekki þörf á stóru háskólasjúkrahúsi á borð við Landspítalann eða kennslusjúkrahúsi á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri. Slík sjúkrahús eru til þess að sinna mjög alvarlegum tilfellum (tertiary referral hospitals) og gera það mjög vel. Mjög skynsamlegt er að færa sem flestar skurðaðgerðir til slíkra sjúkra- húsa, og mörg fagleg rök fyrir því. Flestir sjúklingar sem leggjast inn á smærri umdæmissjúkrahús eru hins vegar með vandamál sem ekki þarfn- ast skurðaðgerðar við og falla undir verksvið almennra lyflækninga, end- urhæfingar og bráðra öldrunarlækn- inga. Flestar slíkar inn- lagnir falla í flokk al- gengra vandamála sem undantekningarlítið er mjög vel unnt að sinna á sjúkrahúsi nær heima- byggð. Flutningur til Reykjavíkur eða Akur- eyrar hjálpar þessum sjúklingum ekki. Hér er ekki þörf á „hátækni“, umdæmissjúkrahúsin eru ekki „litlir Landspít- alar“ eins og einhverjir stjórnmálamenn hafa látið hafa eftir sér. Með þeim áformum sem frum- varpið boðar þarf að segja upp hundr- uðum heilbrigðisstarfsmanna um allt land. Þeir hafa sérhæfða menntun og reynslu sem ekki nýtist í öðrum störf- um sem reyndar eru ekki í boði. Ekki er líklegt að þeir yrðu ráðnir á Land- spítala eða Sjúkrahúsið á Akureyri, sparnaður yrði þá enginn. Spyrja má hvort starfsfólk Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri geti með einhverju móti sinnt sjúklingum sem óhjákvæmilega yrðu þangað sendir til viðbótar við þá sem þangað koma nú. Læknaskortur er á Akureyri, og ein- ungis einn sótti um þrjár stöður sem auglýstar voru þar nýlega. Ekki þarf lengi að fara um ganga Landspítalans til að sjá að starfsfólk þar hefur nóg að gera nú. Mikil fjölg- un sjúklinga frá nágrannabyggðum yrði því þessum stofnunum mjög erf- ið. Starfsfólk sem sagt er upp á rétt til biðlauna í hálft til eitt ár og færi síðan á atvinnuleysisbætur. Hvert er hag- ræðið fyrir sameiginlegan sjóð lands- manna? Hver er hugsunin á bak við þetta? Gangi þessi niðurskurður eftir mun innihald og gæði heilbrigðisþjón- ustu víða á landsbyggðinni ótvírætt versna verulega. Stjórnmálamenn hafa tíðum haldið því fram þegar harðnar í ári að aðgerðir til samdrátt- ar muni í reynd ekki bitna á þjónustu við sjúklinga og gæðum hennar. Að halda slíku fram nú væri blekking ein. Húsameistari ríkisins – Ekki meir, ekki meir Eftir Sigurð Guðmundsson » Gangi þessi nið- urskurður eftir mun innihald og gæði heil- brigðisþjónustu víða á landsbyggðinni ótvírætt versna verulega. Sigurður Guðmundsson Höfundur er læknir. Hvernig yrði lands- mönnum við ef eftirfar- andi fréttatilkynning bærist frá Sjúkratrygg- ingum Íslands? „Frá og með áramótum hætta Sjúkratryggingar Ís- lands að niðurgreiða komugjöld til sjálfstætt starfandi lækna. Með því hyggst ríkisstjórnin spara rúma sex millj- arða [1]. Gríðarleg hagræðing ætti að verða í rekstri heilbrigðiskerfisins með þessu fyrirkomulagi. Meirihluti landsbyggðarinnar hefur komist af án beins aðgangs að sérfræðingum frá landmámi þannig að þetta nýja fyrirkomulag er ekki talið valda telj- andi vandræðum. Verkefnisstjórn á vegum heilbrigðisráðherra er þessa dagana í samningaviðræðum við norsk heilbrigðisyfirvöld um að senda nokkra sérfræðinga til landsins einu sinni í mánuði til þess að sinna svokölluðum „jaðartilvikum“. Sér- stakur starfshópur á vegum heilbrigðisráðu- neytisins vinnur nú að fyrirkomulagi jað- arþjónustunnar.“ Í fljótu bragði virðist þessi tillaga hljóma gal- in, en aukning kostn- aðar í heilbrigðismálum sýnist oftar en ekki gal- in. Hér að neðan má sjá aukningu í útgjöldum ríkisins vegna heilbrigðismála í nokkrum málaflokkum á sjö ára tíma- bili frá 2002-2009:  Brýn læknismeðferð erlendis: út- gjöld jukust um tæpar 1.300 millj- ónir – 300% aukning  Hjálpartæki: útjgöld jukust um rúmar 1.600 milljónir – 150% aukn- ing  Þjálfun: útgjöld jukust um tæpar 1.200 milljónir – 130% aukning  Læknishjálp: útgjöld jukust um tæpar 3.200 milljónir – 111% aukn- ing  Lyf: útgjöld jukust um rúmar 5.300 milljónir – 97% aukning  Heilbrigðisstofnun Þingeyinga: út- gjöld hafa vaxið um tæpar 250 milljónir – 37% aukning Af ofangreindum tölum má sjá að útgjöld ríkisins varðandi læknishjálp (sem eru niðurgreiðslur ríkisins í komugjöldum til sjálfstætt starfandi lækna) hafa aukist um 3.200 milljónir eða 111% á síðastliðnum sjö árum. Á sama tíma hefur kostnaður vegna Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, sem þjónar rúmlega 5.000 manna svæði, vaxið um aðeins 250 milljónir. Útgjöld ríkisins til Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga hafa staðið í stað frá árinu 2008 á meðan þau hafa vaxið enn frekar í mörgum öðrum mála- flokkum. Í fjárlögum 2011 er ætlunin að skerða fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða 368 milljónir. Það nemur tæpum 13% af heildarskerðingu til heilbrigðismála á Íslandi, hjá stofnun sem fékk minna en 1% af fjárveitingu ríkisins til heilbrigðismála árið 2010. Ef þessi niðurskurður gengur eftir mun sjúkradeild Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga leggjast af og hátt í 70 manns missa vinnuna. Um 5% starfa á Húsavík munu leggjast af. Auk þess að vega harkalega að grunnþjónustu á svæðinu mun þessi aðgerð ein og sér valda óbætanlegu tjóni í byggða- og atvinnumálum í Þingeyjarsýslum. Ofangreindar tölur sýna með óyggjandi hætti að Heil- brigðisstofnun Þingeyinga er ekki or- sakavaldur óhóflegrar hækkunar í út- gjöldum ríkisins til heilbrigðismála, og því getur lausnin á þeim vanda ekki verið að skera fyrst og fremst niður starfsemi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 97.611 milljónum króna til heilbrigð- ismála árið 2011. Árið 2010 er fjár- veiting til Heilbrigðisstofnunar Þing- eyinga 926 milljónir króna, eða innan við eitt prósent. Samt sem áður á stofnunin að bera tæp 13% af nið- Eftir Guðlaugu Gísladóttur » Auk þess að vega harkalega að grunn- þjónustu á svæðinu mun þessi aðgerð ein og sér valda óbætanlegu tjóni í byggða- og atvinnumál- um í Þingeyjarsýslum. Guðlaug Gísladóttir Aukning kostnaðar ámilli áranna 2002 og 2009 í nokkrummálaflokkumá sviði heilbrigðismála Tölulegar heimildir úr reikningum Sjúkratrygginga Íslands og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. 2002 2009 Aukning Aukning Málaflokkur: /mkr /mkr í mkr í % Læknishjálp 2.860 6.037 3.177 111% Lyfjakostnaður 5.441 10.743 5.302 97% Hjálpartæki 1.108 2.766 1.658 150% Þjálfun 968 2.224 1.256 130% Brýn læknismeðferð erlendis 418 1.689 1.271 304% Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 670 921 251 37% Sjúkratryggingar hætti að niðurgreiða komugjöld til sjálfstætt starfandi lækna Ýmsir setja nú fram kröfu um að öll íbúða- lán verði færð niður um tiltekinn hundraðs- hluta án tillits til að- stæðna skuldara. Steingrímur J. verst enn hetjulega og von- andi tekst honum að verja vígið. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að stór hópur þessara skuldara hefur ekki nokkra þörf fyrir niðurfærslu og getur fylli- lega staðið við þær skuldbindingar sem þeir hafa tekið á sig. Hins vegar eru þeir margir sem munu eiga í erf- iðleikum með að standa í skilum og flöt niðurfærsla skulda mun ekki koma þeim öllum úr klípunni. Hversu margir eru þeir sem tóku íbúðarlán fyrir 2004 og eru í vanda? Það er nefnilega athyglisvert að vísi- tala íbúðarverðs hefur hækkað meir en vísitala neysluverðs frá janúar 2004 til ágúst 2010. Þeir sem krefjast flatrar lækk- unar íbúðalánanna verða að færa skotheld rök fyrir nauðsyn þess og sú nauðsyn sé svo rík að skerða þurfi lífeyrisréttindi stórs hóps sjóðfélaga og leggja aukna skatta á alla skatt- þegna landsins. Við er- um að tala um reikning upp á 1 milljón króna á hvern mann á starfs- aldri! Ég ítreka: Hver eru rökin? Ég spyr líka: Er ekki ráð að meta það hvernig unnt sé að hámarka nýtingu þess fjár sem lagt verð- ur fram til að aðstoða skuldara í vanda? Þetta er jú grundvallarregla í rekstri. Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sett fram hug- myndir um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í niðurfærslunni og þá ekki ein- vörðungu vegna sjóðfélagalána held- ur einnig vegna íbúðalánabréfa sem sjóðirnir eiga. Það er ljóst að sér- hver niðurfærsla á þessum eigna- liðum sjóðanna leiðir til skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga þeirra og það í kjölfarið á verulegum skerð- ingum vegna hrunsins, mismiklum þó. Hafa stjórnir sjóðanna heimildir til slíkra niðurfærslna sjóð- félagalána samkvæmt samþykktum sjóðanna? Getur ríkisvaldið skikkað eigendur íbúðabréfa til þess að þola niðurfærslu á verðmæti þeirra? Get- ur ríkisvaldið breytt grundvelli vísi- tölu neysluverðs til verðtryggingar til þess að þóknast kröfugerð- armönnunum? Að mínu mati kemur það ekki til greina. Ímynd fjármálageirans og eft- irlitsstofnana hans hefur skaddast nóg í augum umheimsins með hruninu sem og nýgengnum dómum, svo að ekki er á bætandi! Eigendur íbúðabréfa munu vafalaust leita rétt- ar sínar fyrir dómstólum. Ekki má gleyma því í þessu sambandi að nokkrir sjóðir njóta ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga og munu því ekki þurfa að skerða réttindi en munu sækja fé til að mæta niðurfærslum í vasa skattgreiðenda. Það sitja ekki allir við sama borð. Ég tek undir orð tveggja hagfræðinga sem hafa lýst þessar hugmyndir „fráleitar“ og „galnar“. Eftir Bjarna Þórðarson » Þeir sem krefjast flatrar lækkunar íbúðalánanna verða að færa sterk rök fyrir nauðsyn þess og sú nauðsyn sé svo rík að skerða verði lífeyr- isréttindi. Bjarni Þórðarson Höfundur er trygginga- stærðfræðingur. Enn ein atlaga að lífeyrissjóðun- um – Hvað gengur mönnum til? Það tíðkast víðast hvar í stærðfræði- kennslu að svar á prófi telst ekki fullgilt ef ekki fylgir með hvernig menn komust að nið- urstöðunni. Það eru góðar ástæður fyrir þessu. Ein er sú að skili nemandi augljóslega röngu svari er hægt að benda honum nákvæm- lega á hvað fór úrskeiðis. Í nýliðinni viku skiluðu tveir prest- ar skrýtnu svari við spurningunni um hversu mikils virði jarðirnar sem þjóðkirkjan afhenti ríkinu til eignar árið 1907 væru (Hall- dór Gunnarsson á mið- vikudag og Valdimar Hreiðarsson degi seinna). Báðir sögðu þeir að vægt reiknað næmu fjárútlát ríkisins vegna launagreiðslna til kirkjunnar ekki nema 0,01% af verð- mæti þeirra. Þeir fé- lagar nefndu reyndar hvor sína töluna um launagreiðslurnar, Halldór taldi þær nema 1,6 milljörðum en Valdimar 1,9. Hall- dór tók reyndar fram að ekki væri allur hluti greiðslunnar arðgreiðslur vegna jarðanna en það væri þó stærsti hlutinn. Rétt upphæð greiðslna úr ríkissjóði vegna presta er 1,68 milljarðar en til einföldunar skulum við miða við 1,7 milljarða. Hafi prestarnir rétt fyrir sér er verðmæti eignanna allt að 17 þúsund milljarðar. Til að setja þessa tölu í samhengi þá eru þetta um þrjátíu- föld fjárlög íslenska ríkisins í ár. Heildarfasteignamat á landinu öllu nær því um það bil að vera einn fjórði af þessari ógnarupphæð (4.370 milljarðar). Ég held að ég sé örugg- lega ekki einn um það að velta fyrir mér hvernig prestarnir fengu þessa niðurstöðu og beini því þessari beiðni til Halldórs og Valdimars: Prestar, vinsamlegast sýnið útreikn- inga! Eftir Egil Óskarsson »Hafi prestarnir rétt fyrir sér er verð- mæti eignanna allt að 17 þúsund milljarðar. Egill Óskarsson Höfundur er leikskólakennaranemi. Prestar: Vinsamlegast sýnið útreikninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.