Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikarinn Nökkvi lék strákinn Flóka í Sumarlandinu. Hann er í sjöunda bekk í Háteigsskóla. ið um tvo mánuði við tökur. „Ég þurfti að vakna snemma á morgnana í sumarfríinu sem var ekki alltaf gaman en það var mjög mikil bið á tökustað og þá svaf ég stundum. Það var mjög gaman að leika í bíómynd. Grímur [Há- konarson] leikstjóri er skemmti- legur og góður leikstjóri og var ekk- ert að þræla mér út. Þegar ég þurfti að bíða teiknaði ég, labbaði um og fylgdist með öðrum leika. Þetta var mjög áhugavert,“ segir Nökkvi. Foreldrar Nökkva voru aðeins með honum á tökustað og fengu þau líka smá nasasjón af því hvernig er að leika í kvikmynd. En þau voru notuð sem statistar á miðilsfundi. Nökkvi segir að það hafi ekki verið sérstaklega erfitt að leika í kvikmynd- inni. „Ég las handritið á und- an og æfði mig heima. Það var ekki erfitt að leika Flóka en það kom inn á milli eitthvað sem var erfitt að gera, t.d. að hlæja, en það er mjög erf- itt að leika hlátur,“ segir Nökkvi og hlær. Nökkvi er í sjöunda bekk í Há- teigsskóla og fór nánast allur bekk- urinn með honum á sýningu á Sum- arlandinu. „Það var dálítið vandræðalegt þegar ég kom fyrst fram á tjaldið, þá voru allir í hláturs- kasti í salnum. Mér þótti skrítið að sjá sjálfan mig í bíói, ég var líkur sjálfum mér en mér fannst ég tala svo skært,“ segir Nökkvi. Takk fyrir mig Síðan hann lék í Sumarlandinu hefur Nökkvi leikið í stuttmyndinni Písk eftir Stefán Þorgrímsson sem var verkefni hjá Kvikmyndaskóla Ís- lands í vor. „Grímur leikstjóri þekkir Stefán og benti honum á mig. Mér fannst ég eiginlega leika betur í Písk en Sumarlandinu, enda orðinn ári eldri og komin með smá reynslu,“ segir Nökkvi. Í Sumarlandinu kemur hjátrú mikið við sögu og spurður hvort hann trúi á álfa og huldufólk þarf Nökkvi ekki mikið að hugsa sig um. „Já,“ svarar hann snaggaralega. „Aðallega upp á gamanið. Af hverju að trúa ekki á þá?“ spyr hann blaða- mann á móti. Spurður hvort hann vilji segja eitthvað að lokum segir Nökkvi: „Já, takk fyrir mig.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 „Karlakór Hreppamanna er að sjálfsögðu uppáhalds karlakórinn minn. Ég hef sungið með kórnum frá upphafi og við erum langflott- astir. Hún Edit stjórnandinn okkar dregur fram allt það besta í okkur. Það er alvöru ungverskur metnaður í þessu,“ segir Aðalsteinn Þor- geirsson formaður Karlakórs Hreppamanna og vísar þar til ung- versks þjóðernis Editar. Þeir víla ekki fyrir sér verkin söngmennirnir í Hreppakórnum, því þeir hafa tekið að sér að sjá um karlakóramót sem verður haldið á Flúðum næsta laugardag, 16. októ- ber. „Þetta er svokallað Kötlumót sem haldið er á fimm ára fresti, en Katla er samband sunnlenskra karlakóra. Þarna verða fimmtán sunnlenskir karlakórar sem ætla að koma saman og syngja og við fáum líka góða gesti að norðan, Karla- kórinn Geysir ætlar að heiðra okk- ur með nærveru sinni. Hinn frábæri finnski karlakór Manifestum verður heiðursgestur, svo það verður af nógu að taka. Við verðum samtals 600 söng- menn sem vega um það bil 50 tonn, svo fyr- irferðin verður heilmikil, enda höfum við breytt Límtrésverk- smiðjunni hér í sönghöll, þar verður 1200 fermetra pláss fyrir söngmenn. Hver kór fær 15 mín- útur til að syngja en svo sameinumst við allir í einum kór, Kötlukórnum, í lokin og það verður heldur betur kraftur í því, ég get lofað gæsahúð frá hnakka niður í rass,“ segir Að- alsteinn og bætir við að um kvöld- ið verði lokahóf og hátíðarkvöld- verður, svo þetta verður mikil gleði. „Hér í sveitinni hafa allir lagst á eitt við að gera þetta mögulegt. Bæði fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar hafa unnið saman að þessu, það er svona alvöru sveita- mennskubragur á þessu. Þetta verður rosalega gaman.“ Uppáhaldskarlakór Aðalsteins Þorgeirssonar Flottir Karlakór Hreppamanna með stjórnandanum Edit Molnár. Gæsahúð frá hnakka niður í rass Aðalsteinn Þorgeirsson Þegar móðir spyr barn sitt; „Hvað þarf ég að segja þér oft að hætta þessu?“ skilur barnið að svarið, ef þess er vænst, megi ekki innihalda tölur. Þetta innsæi krefst þróaðs skilnings á kald- hæðni. Samkvæmt eldri rannsóknum þróa börn nánast engan skilning á kald- hæðni í tungumálinu fyrir sex ára ald- ur, og lítið fyrr en þau ná tíu til ellefu ára aldri. Ef þau eru spurð túlka yngri börn oftast retóríska spurningu sem bókstaflega, ýkjur sem mistök og hæðni sem lygi. Nýlega tók hópur af kanadískum vísindamönnum upp samskipti á milli foreldra og barna á heimilum þeirra og komust að því að þau nota fjórar gerð- ir af kaldhæðnu tungumáli; mein- hæðni, ýkjur, staðhæfingar og spurn- ingar sem er varpað fram án þess að búist sé við svari. Í þessari rannsókn kom í ljós að mjög ung börn geta skilið og jafnvel notað kaldhæðnislega ræðu, jafnvel þó þau hafi ekki getað lýst því hvað þau voru að segja eða gera með þessari ræðu. „Við sáum að þau bregðast viðeig- andi við þessu tungumáli í samræð- um,“ segir Holly E. Recchia, yfirmaður rannsóknarinnar. „En það er ekki það sama og að segja að þau geti útskýrt skilning sinn sérstaklega.“ Rannsóknin, sem birtist í tímaritinu The British Journal of Developmental Psychology, náði til 39 fjölskyldna, hverrar með tveim foreldrum og tveim börnum sem voru á aldrinum 4 og 6 ára. Teknar voru upp yfir 350 klukku- stundir af samræðum fjölskyldunnar og var kaldhæðnin flokkuð í hina fjóra ofangreindu flokka. Öll eldri börnin notuðu kaldhæðni a.m.k. einu sinni, einnig 38 mæður, 26 feður og 37 af yngri börnunum. Þó ekki sé ljóst hversvegna, þá not- uðu mæðurnar kaldhæðnislega ræðu oftar í neikvæðum samskiptum en já- kvæðum, og retórískar spurningar oft- ar en spurningar í öðru formi. „Það getur verið að mæður taki að sér hlut- verk kennarans eða stjórnandans á heimilinu,“ segir Recchia. Hjá börnunum voru ýkjur og retór- ískar spurningar algengastar. Hæðni var oftast notuð meðal þeirra í tengslum við jákvæðni. Eldri systkinin notuðu kaldhæðni oftar en staðhæf- ingu. Þó skilningur barna á kaldhæðni sé takmarkaður getur hann verið gagn- legur, t.d getur húmor og kaldhæðni hjálpað til við að skilgreina aðstæður sem gætu annars valdið flækjum. Börn og foreldrar Reuters Fjölskyldur Börn eru sniðug og skilja stundum meira en haldið er. Börn skilja og nota kaldhæðni „Ég skipti bókinni upp í nokkra kafla; barnið, næring, foreldra- hlutverkið og líkaminn eftir fæðingu. Ég tala á mannamáli um hvernig þessi reynsla er og svo fæ ég helling af sérfræðingum til að skrifa í bók- ina; brjóstagjafaráðgjafar, læknar, svefnráðgjafar, prestar og næring- arfræðingar. Svo gerði ég litla óvísindalega könnun, sendi út spurningalista til um hundrað foreldra og birti niður- stöður úr því. Mér fannst gaman að sjá hvað fólk upplifir foreldra- hlutverkið á ólíkan hátt. Í bókina fékk ég líka nokkra málsmetandi foreldra til að skrifa einhverjar hugleiðingar um for- eldrahlutverkið. Ég gaf þeim al- gjörlega lausan tauminn og rita þeir bæði reynslusögur og pælingar. Ég reyndi að hafa bókina eins heiðarlega og hægt var, ég var í sannleiksleit um foreldrahlutverkið. Það koma fram allskonar upplýs- ingar, t.d. er alltaf einhver hula yfir fyrirbærinu sængurkvennagrátur, hann er alltaf tengdur við tilfinn- ingasemi. Það stuðaði mig svakalega þangað til ég komst að því hver er líffræðilega skýringin á grátinum, það má lesa hana í bókinni.“ Stuttir og fjölbreyttir kaflar Þóra segir að hún hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við bókinni og margir hafi haft orð á því við hana að slíka bók hafi vantað. „Ég grínast stundum með að það fylgi þykkari leiðbeiningarbækl- ingur brauðrist en barni. Margar af upplýsingunum í bókinni eru til staðar en svo vítt og breitt að mér fannst þessi bók verða að vera til. Ég passa líka að hafa kaflana ekki langa, þeim er skipt upp í litlar og fjölbreyttar klausur. Enda ekki margir í aðstæðum til að lesa lang- lokur með lítið barn“ Spurð hvort hún sé farin að vinna í framhaldi segir Þóra það ekki vera en hún viti þó aldrei hvað verði. „Ég er ekki komin svo langt að ég sé farin að hugsa um framhald. Í þessari bók reyni ég að fylgja barninu eftir fyrsta árið en ég við- urkenni það að sonur minn, tveggja ára, er endalaus uppspretta svo maður veit ekki hvað verður.“ Foreldrahandbókin Ætti að gagnast flestum foreldrum. Foreldrahandbókin er með síðu á Facebook og heimasíðuna www.foreldrahandbokin.is. Þóra er að vinna heimasíðuna þessa dagana en hún er hugsuð sem stuðningur við bókina þar sem settar verða inn gagnlegar upplýsingar og annað sem ekki komst í bókina. Sumarlandið fjallar um venju- lega fjölskyldu í óvenjulegum rekstri. Húsmóðirin, Lára (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) er virtur miðill og er auk þess í góðu sambandi við álfheima en í garðinum þeirra er stór álfa- steinn. Óskar, eiginmaður henn- ar (Kjartan Guðjónsson) sér um að markaðssetja hæfileika eig- inkonu sinnar en hann hefur einnig komið upp nokkurs konar draugasetri í kjallara hússins. Aðsóknin að safninu er heldur undir væntingum og þar sem Óskar hafði farið of geyst við uppsetningu safnsins stendur hann nú frammi fyrir gjaldþroti. Hann kemst í samband við þýskan sérvitring sem gerir honum tilboð í álfasteininn í garðinum. Tilboð sem myndi leysa fjárhagsvandann að fullu. Steinninn er seldur og í kjöl- farið fer að halla undan fæti hjá fjölskyldunni. Álfheimar og draugasetur SUMARLANDIÐ Líflegur Nökkvi hefur með- fædda leikarahæfileika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.