Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Skipulag Alþingismenn hafa sín sæti í Alþingishúsinu en þegar þeir mæta á fund í Þjóðmenningarhúsinu blasir annar veruleiki við og þá er ekki um annað að ræða en raða stólum upp á nýtt. Golli Undanfarið hefur mikið verið rætt um eftirgjöf skulda, jafnt fyrirtækja sem einstaklinga. Skattalega meðferð slíkrar eftirgjafar hefur einnig borið á góma, þó minna hafi farið fyrir þeim þætti máls- ins. Samkvæmt meginreglunni telst slík eftirgjöf að fullu til skattskyldra tekna hjá þeim sem nýtur. Þann 24. júní samþykkti Alþingi bráðabirgðalög um skattalega meðferð á eftirgjöf skulda. Lögin taka til eft- irgjafar skulda einstaklinga og rekstr- araðila (þ.e. einstaklinga og fyrirtækja í at- vinnurekstri), sem kemur til vegna þess óvenjulega ástands sem skapaðist á inn- lendum lánamarkaði og ná til tekjuáranna 2009-2011. Hér verður stuttlega vikið að ákvæðum laganna sem miða að því að tak- marka skattaleg áhrif skuldaeftirgjafar hjá rekstraraðilum. Í stuttu máli gera lögin ráð fyrir að tekju- færsla vegna eftirgjafar sé fyrst færð á móti uppsöfnuðu rekstrartapi undanfarinna ára. Í kjölfarið er rekstraraðilanum heimilt að tak- marka tekjufærslu með því að færa aðeins til tekna 50% af eftirgjöf allt að fjárhæð 50 m. kr. og 75% af eftirgjöf umfram 50 m. kr. Þá er heimild til sérstakrar fyrningar eigna á móti eftirstandandi tekjufærslu vegna eftirgjafarinnar. Standi eitthvað eftir er heimilt að dreifa tekjufærslunni jafnt á næstu þrjú ár. Afleiðingar niðurfelldrar gengistryggingar Í frumvarpinu er gerður greinarmunur á eftirgjöf skulda eða myntbreytingu lána- samninga, sem felur í sér höfuðstólslækkun. Því er slegið föstu að slík skilmálabreyting hafi ekki í för með sér skattskyldar tekjur, sé breytingin gerð á málefnalegum for- sendum og kjörin í samræmi við það sem er almennt í boði. Rekstraraðila ber þó að leið- rétta áður færðan fjármagnskostnað. Hafa ber í huga að slík leiðrétting á fjár- magnskostnaði getur haft umtalsverð áhrif á skattstofna rekstraraðila. Ákvæðið vekur tvær áleitnar spurningar. Í fyrsta lagi hvort slík leiðrétting fari fram á tekjuárinu sem niðurfelling á sér stað eða hvort framtöl undanfarinna ára skuli leiðrétt. Lögin svara þessu ekki með óyggjandi hætti en vegna breytinga á skatthlutfalli getur það haft misjöfn áhrif eftir því hvenær leiðrétting er framkvæmd. Í öðru lagi, teljast bæði gjaldfærðir vextir og gengistap af lánum til fjármagnskostn- aðar? Fjármagnskostnaður er ekki nánar skilgreindur í lögum um tekjuskatt en geng- ishagnaður telst til fjármagnstekna. Ætla verður að gengistap teljist því til fjármagns- kostnaðar, sé litið til tilgangs laganna og ummæla í greinargerð. Því mun leiðrétting fjármagnskostnaðar sem inniheldur áður gjaldfært gengistap leiða til þess að niðurfelling gengistryggðra lána rekstraraðila telst nær öll til skatt- skyldra tekna og hefur þannig töluverð áhrif í skattskilum viðkomandi. Verulegu máli skiptir hvernig útfærslu endurskipulagningar er háttað, þar sem skattaleg meðferð skuldaeftirgjafar og myntbreytingar er mjög ólík. Hvorugt verð- ur framkvæmt án skattalegra afleiðinga, en þær geta verið mjög frábrugðnar eftir því hvernig tæknilegri útfærslu er háttað. Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um það hvernig myntbreyting lánssamning leið- ir af sér höfuðstólslækkun sem nemur 15,7 m. kr. en leiðrétting fjármögnunarkostnaðar leiðir af sér tekjufærslu sem nemur sömu fjárhæð. Ef viðkomandi hefði fremur samið um höfuðstólslækkun, hefðu skattaleg áhrif líklega verið takmörkuð, þar sem viðkom- andi á þá rétt á sérúrræðum laganna. Áhrif dóms Hæstaréttar Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvaða áhrif dómur Hæstaréttar, í gengismálinu sk., hefur á lánssamninga rekstraraðila. Slíkir samningar hafa enn ekki verið teknir fyrir hjá réttinum og ekki liggur fyrir skýr afstaða fjármögnunarfyrirtækja. Efnahags- og viðskiptaráðherra lýsti því yfir að von væri á lögum sem tækju á gengistryggðum lánum og hafa vangaveltur verið um hvort þau muni að einhverju leyti ná til samninga rekstraraðila. Við setningu og beitingu lag- anna þarf að huga að skattalegum áhrifum þeirra. Hér er ekki verið að gagnrýna þau úrræði sem gripið hefur verið til, í þeim tilgangi leysa úr erfiðri stöðu íslensks efnahagslífs. Tilgangur þessarar greinar er að minna á að rekstraraðilar, ekki síður en löggjafinn, þurfa að gefa því gaum hvaða afleiðingar skuldaendurskipulagning hefur á skattskil. Hætt er við því að þær hagsbætur sem stefnt er að fari fyrir bí vegna skatt- greiðslna morgundagsins. Eftir Gunnar Egil Egilsson og Sturlu Jónsson » Leiðrétting fjármagns- kostnaðar leiðir til þess að niðurfelling gengistryggðra lána telst nær öll til skatt- skyldra tekna. Gunnar Egill Egilsson Gunnar Egill er lögmaður hjá Nordik Legal, Sturla er löggiltur endurskoðandi hjá Nordic Finance. Leiðrétting gengistryggðra lána skattskyld Sturla Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.