Morgunblaðið - 13.10.2010, Page 30

Morgunblaðið - 13.10.2010, Page 30
legt að ná að njóta svona mikillar velgengni fyrir eitthvað sem þú gerðir algjörlega á þínum eigin for- sendum? „Já, mjög svo. Að hafa fulla stjórn á því sem maður er að gera og fá svona góðar viðtökur er ótrúleg upplifun.“ ekkert frá þér fyrr en „With Every Heartbeat“ tíu árum seinna. Er „Show Me Love“ gamla Robyn og „With Every Heartbeat“ nýja Ro- byn eða sérð þú þetta sem samfellda þróun? „Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja til um það. Það er frekar hlutverk fjölmiðla og þeirra sem hlusta á tónlistina að finna út úr því. Fyrir mér hefur þetta verið samfelld þróun og tónlistin í dag væri ekki eins og hún er ef ekki væri fyrir eldri tónlist- ina. En það er í raun annarra að segja til um það.“ – Það verða þarna ákveðin kaflaskipti á ferl- inum þegar þú stofnar Konichiwa útgáfuna og svo slær Robyn í gegn í kjölfarið. Hvernig hefur þetta gengið? Því nú var þetta áhætta líka..? „Þetta var al- gjörlega nauðsyn- legt. Þetta er eitt- hvað sem ég varð að gera til að geta hald- ið áfram að búa til tónlist. Þetta varð að gerast á mínum eigin forsendum. Og þetta er mikið frelsi. Að sjálf- sögðu fylgdi þessu líka ákveðin áhætta en það var ann- að hvort þetta eða að hætta að búa til tónlist.“ – Það hlýtur að hafa verið mjög ánægju- Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Sænska poppstjarnan Robyn komst fyrst á kortið árið 1997 þegar hún kom lögunum „Show Me Love“ og „Do You Know (What It Takes)“ af plötunni Robyn Is Here á topp 10 á bandaríska Billboard vinsælda- listanum. Hún var þá aðeins 18 ára gömul en var þegar orðin þekkt í heimalandi sínu og tók m.a. þátt í undankeppni Eurovision (sem laga- höfundur) sama ár. Tvær plötur fylgdu í kjölfarið en vinsældir þeirra náðu lítt út fyrir Svíþjóð. Fjórða platan, einfaldlega titluð Robyn, skaut henni hins vegar aftur upp á stjörnuhimininn svo um munaði en hún var fyrsta platan sem gefin var út undir merkjum Konichiwa Re- cords, útgáfufyrirtækis sem Robyn stofnaði til þess að losna undan áhrifum stóru plötuútgáfanna. Platan kom út 2005 í Svíþjóð, tveimur árum seinna í Bretlandi og 2008 í Bandaríkjunum og lög eins og „With Every Heartbeat,“ „Handle Me“ og „Be Mine!“ klifruðu vin- sældalista út um allan heim. Á eftir fylgdu plöturnar Body Talk 1, sem kom út í júní á þessu ári, og Body Talk 2, sem kom út í september og hafa báðar plöturnar fengið glimr- andi dóma og heyrist víða hvíslað að sænska súperstjarnan sé ókrýnd prinsessa poppsins. Það má því telj- ast víst að troðfullt verður út úr dyr- um þegar hún tekur Airwaves með trompi næstkomandi laugardag. Annað hvort þetta eða að hætta – Fyrsti smellurinn þinn hér á Ís- landi og út um allan heim var „Show me love“ og svo heyrum við í raun – Nú hafa Robyn og Body Talk 1 og 2 fengið mjög góðar viðtökur. En þú virðist stundum hafa tvíræðar til- finningar gagnvart frægðinni..? „Nei, ekki beint. Það er frábært að sjá tónlistina fá svona góðar við- tökur og að sjálfsögðu vil ég að plöt- urnar gangi vel. En þetta snýst líka um það; að fólk sé hrifið af tónlist- inni. Þetta snýst ekki um að verða einhver stórstjarna. Ég vil bara geta verið ég og unnið eins og ég vil.“ Að standa fyrir utan og líta inn – Textarnir þínir fjalla oft um ástina og ástarsorg en mann- eskjan á bak við þá virðist samt alltaf vera mjög sjálfsörugg og sterk. Sækir þú þá í persónu- lega reynslu? „Já ég sæki í persónulega reynslu þegar ég er að semja textana. En þetta snýst ekki endilega bara um ástarsorgina sem slíka þrátt fyrir að lögin fjalli um það. Þetta snýst líka bara al- mennt um að standa fyrir utan og líta inn, að passa ekki í hópinn og fá ekki endilega það sem maður vill en að vera samt sterkur og vera þú sjálfur. Þetta er gjarnan þemað í popptónlistinni, að finna sjálfan sig og þora að vera maður sjálfur.“ – Nú söngst þú „Hyperballad“ þegar Björk voru afhent Polar tónlistarverðlaunin, ertu aðdáandi hennar? „Já, ég er mikill aðdáandi hennar. Hún er búin að vera einn mikilvægasti popptónlist- armaðurinn síðastliðin 20 ár og hefur haft mikil áhrif á marga. Ég vil ekki beint kalla hana fyrirmynd af því að það er stimpill sem ég vil ekki nota en tónlistin hennar hefur haft mikil áhrif.“ – Hvað er næst á dagskrá eftir að Body Talk 3 kemur út? „Bara meiri tónlist og tón- leikar.“ – Þannig að þú ert ekkert að fara í frí? Við megum eiga von á annarri plötu fljótlega? „Já, ég vil vinna þetta svona, jafn- óðum. Ekki hafa ein- hver tímabil þar sem allt er brjálað að gera og svo tímabil þar sem ég er ekki að gera neitt.“ Gerir það sem hún vill  Sænska poppstjarnan Robyn kemur fram á Airwaves  Hefur slegið í gegn út um allan heim með lögum á borð við „With Every Heartbeat“ og „Handle Me“ 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Lifandi Útvarp“ er nýjung í dag- skrárgerð Nemaforum Slippsalar og felur í sér eins konar samruna flytj- enda og áheyrenda. Í notalegri stof- ustemmningu í samneyti við aðra býðst gestum að meðtaka list- og menningartengd málefni og sötra kaffi, te og aðrar veigar í skammdeg- inu. „Lifandi Útvarp“ er lista- og menn- ingarrás, efnið er ýmist flutt af fingr- um fram eða leikið af bandi nema hvort tveggja sé. Flytjendur eru beintengdir áheyrendum sem eru á sama hátt í beinni við flytjendur og aðra gesti í sal. Hér skapast tilefni til umræðna í kjölfar upplifunar á stofu- gólfi hins „Lifandi Útvarps“. Friður á jörð Tveir fyrstu dagskrárliðir Lifandi Útvarps tengjast Imagine Reykjavik undir merkjum betra lífs og friðar á jörð. Þannig hófst útsending síðast- liðinn sunnudag með kynningu á nýju íslensku tónverki, Heimsljósi, sálu- messu eftir Tryggva M. Baldvinsson. Tryggvi kynnti tengingu verksins við bókmenntaverk Halldórs Laxnes og greindi áheyrendum frá hvernig hann valdi lykilkafla sem undirstöðu tónverksins. Einstakt tónverk og framsaga sem gáfu gestum nýja vídd í verkið og magnþrungna tónlistar- upplifun. Bylting Lennons Næsti dagskrárliður Lifandi Út- varps verður síðan 23. október næst- komandi. Þá munu þeir Ingólfur Margeirsson og Valgeir Guðjónsson rýna í arf John Lennons og hvernig ofurrokkstjarnan tókst á við stríð og ofbeldi af fáheyrðu hugrekki. Tón- dæmi verða leikin, ýmist af hljóð- ritum eða á staðnum. Gagnvirk miðl- un verður í hávegum höfð með virkri þátttöku hlustenda. „Lifandi Útvarp“ í Slippsalnum Lifandi Tryggvi M. Baldvinsson með útvarpsstjóranum Valgeiri Guðjónssyni.  Áhersla á samslátt og samneyti flytjenda og áheyrenda www.nemforum.com  Robyn heitir í raun Robin Miriam Carlsson.  Hún er mjög heimakær og þrátt fyrir að túra mikið vill hún líka fá að vera í friði heima í Svíþjóð.  Aðspurð er hún fljót að játa því að hún er gallharður femínisti.  Hún býr í fallegu húsi þar sem hún geymir líka alla leikmuni og búninga úr tónlistarmyndböndunum sínum.  „Show Me Love“ var aðallagið í mynd Lukas Moodysson, Fucking Åmål og myndin var látin heita eftir laginu þar sem hún kom út í enskumælandi löndum.  Robyn er trúlofuð bardagamanninum Olof Inger.  Þrátt fyrir að margir flokki tónlist hennar sem töffaralegt elektró- og dans- skotið popp kallar Robyn tónlist sína einfaldlega popptónlist og skammast sín ekkert fyrir það.  Hún var sendiherra fyrir UNICEF árin 1999 og 2000. Það sem þú vissir ekki um Robyn STAÐREYNDIR Fólk  Farandklúbburinn Skyndilega greip mig óstjórnleg löngun held- ur s.k. „Queer Showcase“ á Bar- böru við Laugaveg annað kvöld, 14. október, í tengslum við tónlistarhá- tíðina Iceland Airwaves sem hefst í dag. Húsið verður opnað kl. 20 og aðgangur ókeypis en fjörið byrjar klukkustund síðar. Meðal þeirra sem koma fram eru DJ Dauði, Miss Daisy (aka. Agnes Erna) og Anna Magga, Aðalbjörg Árnadóttir, Adda, NOW ’94, DJ Cuntlove og DJ Gorbatjov. Kynnir er uppistands- drottningin Þórdís Nadia Semichat. Í kynningu á farandklúbbnum Skyndilega greip mig óstjórnleg löngun segir: „Engin/n ætti að skammast sín fyrir að vilja stund- um... …vera bæði svona og hinsegin, eða hvorki né en þó jafnvel allt í senn. …ganga hina beinu braut en bregða út af henni í öðru hvoru skrefi. …vera kona en gleyma því svo. …valda kynusla í sínu nær- umhverfi. …fara með með ámálað skegg í barnaafmæli. …kefla diskókúluna á Barböru ...bara í eitt kvöld.“ „Queer“ tónlistarkvöld farandklúbbs  Myndlistartímaritið BLATT BLAÐ, nr. 58, er komið út en höf- undur kápu þess að þessu sinni er myndlistarmaðurinn Huginn Þór Arason. Aðrir sem verk eiga í blað- inu eru André Alder, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Hlynur Hallsson, Ómar Smári Kristinsson, Alexand- er Steig, Volker Troche og Aðal- steinn Þórsson. Blaðið er 16 síður í A5 broti, upplag 100 eintök. BLATT BLAÐ kom fyrst út 1994. Það kostar 400 krónur og fæst í versluninni Útúrdúr/Havarí í Aust- urstræti 6 en þeir sem vilja fá það sent sendi póst á hlynur@gmx.net. BLATT BLAÐ nr. 58 með kápu eftir Hugin Þór Robyn Er án efa stærsta númerið á Airwaves í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.