Teningur - 02.12.1985, Síða 23

Teningur - 02.12.1985, Síða 23
Lægstu tölur Rauðra penna eru ekki marktækar, því þeim ræður tilviljun (þær vísa til fáeinna greina). Annars er fylgnin merkilega mikil. lðunn breytist undir stjórn Árna Hallgrímssonar; áherslan færist nokkuð frá íslenskum þjóðmálum og einkum frá sögu, nokk- uð að erlendum málefnum og vísind- um, en sérstaklega að bókmenntum (þreföldun). Petta er nú áreiðanlega einkennandi fyrir vinstrimenn á þessum tíma, þeir hafa síður áhuga á þjóðlegri arfleifð en algengt var, en þeim mun meiri áhuga fyrir samtímanum. Raunar er áherslubreytingin meiri en fram kemur á töflunni, því Iðunn leggur sig sérstaklega fram um að kynna nýja höf- unda, ekki síður erlenda. Rauðir penn- ar hafa þó hálfu meir um bókmenntir og listir, um það efni er meirihluti greina þeirra, enda voru þeir yfirlýst boðunarrit nýrrar bókmenntastefnu. En um þjóðmál, innanlands og utan, fjalla flest þessi tímarit í svipuðum mæli, það er rúmur þriðjungur greina. Merkilegt er að sjá, að framanaf fylgir Tímarit Máls og menningar mjög náið efnisskiptingu Iðunnar, fremur en Rauðra penna, sem TMM var þó fram- hald af, formlega. Síðar þróast TMM í þveröfuga átt við þá sem einkenndi Ið- unni á róttækniárunum, þ.e. TMM sýnir vaxandi áhuga á sögu og þjóðlegri arfleifð. Ég held að það sé nokkuð einkennandi fyrir alla þá hreyfingu sem að TMM stóð (til að rökstyðja þessa skoðun þarf stærra samhengi en hér er kostur á, ég geri það í doktorsriti mínu).1 Það mun nokkuð útbreidd skoðum lesenda TMM, sem ritstjóri þess lét í ljós á fimmtán ára afmæli þess: „Það hefur aðallega verið helgað bók- menntum.“2 En þetta er augljóslega rangt, og TMM var það í minna mæli en Eimreiðin sem bæði birti fleiri bók- menntaverk, og helgaði þeim stærri rás tímans árið líður í hring og speglast í árinu áður því eru ýmiskonar slörk á vegi tímans torfærur sem gleymdist að ráða bót á þær spegla sig í óskemmdu árinu þú situr föst í torfærunni þar til þú manst hvernig þú bjóst hana til og kemst aftur í umferð á rás tímans Kristín Bjarnadóttir álfaljóð skyldi vera hægt að skrifa sig út úr eigin heimi skyldi vera hægt að fara þannig inn í annarra manna heim og dvelja þar ef svo er þarf ég ekkert blað 21

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.