Teningur - 02.12.1985, Side 27

Teningur - 02.12.1985, Side 27
þessa veru, 1935 eru heftin 7, en 1937 eru þau 9 (sum tvöföld). En Réttur hjaðnaði strax niður aftur, frá 1939 að telja er hann tvö hefti árlega, samanlagt um 150 síður, sáralítið bókmenntaefni. En það hafði verið um fjórðungur rúms Réttar á fjórða áratuginum. I greinum og ritdómum er einkum boðaður sósíal- realisnri, og ber raunar mest á gagnrýni skáldverka kunnra vinstrimanna, þar sem m.a. er bent á takmarkanir þeirra skv. þeirri stefnu (um Halldór Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Stein Steinarr, Þórberg Pórðarson, m.a.5). Og sama stefna ræður vali bókmenntaverka í Rétt. Þar ber mest á þýddum smásögum sem afhjúpa stéttaskiptingu og misrétti auðvaldsþjóðfélagsins, og grimmdar- verk fasista, sem byltingarmenn stand- ast af hetjuskap. Enda sýna a. m. k. 10/26 smásagnanna stéttarbaráttu ör- eiganna í einhverri mynd. Hjá þessu pólitíska hlutverki virðist bókmennta- gildi vera hreint aukaatriði, enda heyrir það til undantekninga (nefna má I. Si- lone og A. Maltz, 1938; B. Illes 1934, M. Gold 1937 og F. Hörmendi 1939). Sama er að segja um íslensk kvæði, sem töluvert er af, þetta eru mestmegnis rínraðar ræður, þótt góð kvæði fljóti með. Mjög svipað er bókmenntaval Rauða fánatts, tímarits Sambands ungra kommúnista. Til samanburðar er rétt að nefna, að flest tímarit þessara ára eru yfirfull af sögum og kvæðum, þýdd- um og frumsömdum, sent nú myndu almennt talin mjög ómerkileg. Og yfir- leitt eru þau þrungin íhaldsviðhorfum, hvort heldur er í Eimreiðinni eða Ið- unni. Mér sýnist verkin á öllu lægra stigi í Rétti, bókmenntalega, en aðal- atriðið er, að lesendur hans hlutu að álykta að svona ætti þetta að vera sam- kvæmt hinni „nýju bókmenntastefnu" sem hann boðaði. Réttur er á þessum tíma kjarni bókmenntahreyfingar vinstrimanna, en Iðunn jaðarinn, hún Ágúst Hjörtur Drög að hreinskilnu blaðaviðtali „Það er út í hött að gera eitthvað af viti“ Því bý ég í bókaskáp borðandi nesti frá Amnesty International og Rauða krossinum E = M X ég í kók er eina fullyrðingin sem ekki hefur verið afsönnuð Næsta niðurstaða verður sennilega dökkrautt tíðablóð ilmandi innbundið í fallegt skinnband það ætti að sóma sér vel En þegar ég dey verðið þið að taka mér sæði og sáldra því yfir bókaskápinn (þar sem ég bjó) Og þið verðið að vona að það dugi

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.