Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 15

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 15
Ein af hetjum ársins sem er aö líða er Maria Hreiðarsdóttir, 24 ára starfsstúlka á Borgar- spítalanum. Hún varð fræg á einni nóttu eft- ir aö hún flutti áhrifamikla ræðu á fulltrúa- fundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var nú í september síðastliðnum. María sat fundinn sem fulltrúi fyrir Átak, fé- lag þroskaheftra, sem er eitt af aöildarfélög- um þroskahjálpar. í ræðu sinni var Mariu tíö- rætt um mannréttindabrot gegn fötluðum, sérstaklega brot gegn réttindum þroska- heftra kvenna. Vera brá sér í heimsókn til þessarar ungu baráttukonu á heimili hennar við Fannborg í Kópavogi til aö forvitnast frek- ar um þessi mál. „Ég átti ekki von á allri þessari athygli og umræðan um þessi mál hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég vildi reyna að vekja athygli á því aö þroskaheftar konur eru stundum teknar úr sambandi án þess að þær viti af því. Ég þekki svoleiöis konur persónu- lega. Þeim er sagt að það sé verið að taka úr þeim botnlangann og svo eru þær teknar úr sambandi. Og þetta er ekket nýtt, ég þekki konu sem þetta var gert við fyrir 20 árum." Langar að eignast barn Maria er fyrst fatlaöra kvenna til aö ná eyr- um almennings með þau mannréttindabrot sem framin er á fötluðum kon- um á íslandi. Vtða erlendis hafa verið miklar umræður um félagslega stöðu fatlaöra kvenna og rannsóknir benda til þess að fatlaðar konur þurfi oft að berjast harðri baráttu fyrir þeim mannréttindum sem ófatlaðar konur hafa þegar náð; svo sem réttinum til að ráða yfir eigin líkama. í flestum löndum hins „siðmenntaöa" heims þekkist það að fatlaöar konur - ekki síst þroskaheftar - eru geröar ófrjóar án þess að samráð sé haft viö þær. „Ég held að þroskaheftar konur séu í meiri hættu að vera teknar úr sambandi en aðrar fatlaðar konur vegna þess að almenningur heldur að þroska- heft fólk sé miklu skertara en það í raun er. Mér finnst al- menningur hafa afskaplega mikla fordóma gagnvart þroska- langar sjálfa að eignast barn og tel að ég gæti annast það að mestu leyti ein." Maria bendir á að samþykktir Sameinuöu þjóðanna kveði skýrt á um réttindi fatlaðra aö þessu leyti. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna hafa nýlega verið gerðar samþykktir þar „Mér finnst almenningur hafa afskap- lega mikla fordóma gagnvart þroskaheftum. Almenningur heldur að þroskaheftir geti ekkert og séu aumingjar." sem enn er ítrekað að fatlaðir skuli eiga rétt á þátttöku t samfélaginu til jafns við ófatl- aða. í greininni sem fjallar um fjölskylduna og mannlega reisn segir aö aðildarríkin skuli gera fötluðum kleift að taka virkan þátt í fjöl- skyldulífi og að ekki sé heimilt aö neita fötl- uðum um tækifæri til að njóta kynlífs og veröa foreldrar. Aðildarríkin eru hvött til að stuðla aö því að breyta neikvæöri afstöðu gagnvart giftingu, kynlffi og barneignum fatl- aðra. Maria bendir á að íslensk stjórnvöld megi taka sig á í þessum efnum. ójrjóar eftir botnlangaskurÓ Viðtal við Maríu Hreiðarsdóttur heftum. Almenningur heldur að þroskaheftir geti ekkert og séu aumingjar. Fólk veit ekki aö þroskahefting getur verið á mismunandi stigi og það em ekki allir þroskaheftir eins.“ En er ekki óraunhæft að krefjast þess að allar þroskaheftar konur skuli eiga rétt á að eignast börn? Maria brosir og segir að mál- ið snúist ekki um það að allar þroskaheftar konur skuli eignast börn. Það sem hún er að gagnrýna er að þær skuli vera teknar úr sambandi án þess aö hafa neitt um þaö að segja. „Það fer eftir því hversu mikil þroska- heftingin er hvort konur geta eignast börn. Þaö hlýtur að vera mjög erfitt fyrir mikiö þroskaheftar konur aö eiga börn og sumar geta það ekki. Aðrar geta alveg annast eitt barn, sjálfar eða með aðstoð. Margar vin- konur mínar hafa áhuga á aö eignast eitt barn og þær væru flestar færar um það. Mig Standa uppi hlutverkalausar Fatlaðar konur eiga ekki greiðan aðgang að heföbundnum hlutverkum kvenna þvt margir telja þær ófærar um aö vera mæður, eigin- konur og húsmæður. Þessi hefðbundnustu hlutverk eru venjulega ekki talin vera góður mælikvarði á félagslega velgengni kvenna. Þaö hversu óaðgengileg þau eru fyrir fatl- aðar konur sýnir vel hina erfiðu félagslegu stöðu þessa hóps kvenna, þá fordóma sem þær þurfa að berjast við, og hversu fáir val- kostir þeim standa til boða. Sumar þeirra hafa lýst þvt þannig að þær standi uppi hlut- verkalausar. Það væri verðugt verkefni fyrir tslenska kvennahreyfingu að leggja fötluð- um konum liö í baráttunni fyrir grundvallar mannréttindum sem ófatlaöar konur telja sjálfsagt að þær sjálfar njóti. Viðtal Rannveig Traustadóttir frekskonur og hvundagshetjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.