Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 21
Á meðal þess sem konurnar I Kvennakór Reykjavíkur afrekuðu á árinu er að breyta heilli blikksmiðju í sönghús! Þær vöktu líka mikla athygli á þjóðhátíðinni á Þingvöllum í sumar og á Norrænu kvennaráðstefnunni í Finnlandi, en þar fengu þær mjög góða dóma erlendra tónlistargagnrýnenda sem reyndu að finna skýringar á því hvernig kór- inn gæti verið orðinn eins góður og raun ber vitni eftir einungis tæplega tveggja ára starf. ings fyrir þátttöku í kórnum sjálfum. Einnig er starfandi framhaldssönghópur sem nefn- ist Vox feminae, en hann einbeitir sér að erf- iðari verkum og syngur bæði gamla og nýja mjög fjölraddaða tónlist, sem er bara við hæfi reyndra söngkvenna. í þessum hópi eru margar konur sem eru í söngnámi og eft- ir áramót fer allur hópurinn í fjarkennslu hjá Sybil Urbancis, en hún er prófessor við Tón- listarháskólann í Vínarborg. Sybil kemur síð- Og enn færa þær út kvíarnar með útgáfu jólakorts til að prmagna starfsemina, sem þær standa algjörlega undir sjálfar. „Ég lít alveg eins á Kvennakór Reykjavlk- ur sem samstöðuafl og kór,“ segir Margrét Pálmadóttir stjórnandi og stofnandi Kvenna- kórsins. „í vetur koma um 200 konur viku- lega í sönghúsið okkar til að taka þátt T því fjölbreytilega starfi sem þar er. Við erum með marga litla sönghópa, eins og gospel- hóp, skemmtikór og kórskóla til undirbún- an hingað þrisvar sinnum og æfir hópinn sem stefnir að tónleikum undir hennar stjórn í Vínarborg eftir tvö ár. Nú, svo er það náttúrlega Kvennakórinn sjálfur sem er skip- aður um 100 konum og í húsinu er einnig skóli sem gengur undir vinnuheitinu „söng- smugan". Þar fer fram einkakennsla í söng og undirleik og þar starfa sjö söngkennarar og tveir píanóleikarar þannig að það er ým- islegt um að vera hjá okkur." UMHVERFIS- VERNDOG KVENNASAGA Menntasmiðja tók til starfa á Akureyri I ágúst I sumar og er hún skóli fyrir konur án atvinnu. Valgerður Bjarnadóttir jafnréttis- og fræöslufulltrúi Akureyrarbæjar setti Mennta- smiðjuna á stofn með styrk úr Jóhönnusjóði, auk þess sem Akureyrarbær og Mennta- málaráðuneytið lögðu sitt af mörkum til að draumurinn yrði að veruleika. í Mennta- smiðjunni stunda 20 konur 16 vikna nám hverju sinni en hugmyndafræðin er byggð á kvennadagháskólum Dana, sem byggja ann- ars vegar á hugmyndum lýðháskólanna og hins vegar á hugmyndafræði kvenna. Að sögn Valgerðar er starfið I Menntasmiðjunni „opnara" en I öðrum skólum og þar er lögð áhersla á virka þátttöku kvennanna sjálfra. Meðal kennsluefnis er sköpun, tjáning og sjálfsstyrking auk þess sem konurnar stunda töivu- og bókhalds- nám, íslensku og ensku og til- einka sérýmsa aðra hagnýta þekkingu. í Menntasmiðj- unni á Akureyri er einnig lögð áhersla á fræðslu um u m h ve rf i s- vernd og sögu kvenna og nú er verið að vinna að því að tryggja stöðu skólans til þess að þetta form geti breiðst út og verið fyrirmynd að skólum víðar um landið. KONUR í AIVINNURÁÐGJÖF Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar réð Elínu Antonsdóttur I fasta stöðu atvinnuráðgjafa á þessu ári. Elín var upphaflega ráðin I tímabundið starf ráðgjafa en reynslan af störfum hennar sannaði það að nauðsynlegt er að hafa konur starfandi við stofnun eins og lönþróunarfélagið, en það vinnur að atvinnuuppbyggingu. ^frekskonur og hvundagshetjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.