Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 17

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 17
„Röddin er eins og hvert annað hljóðfæri. Ef að þung lóð eru sett inn í það þá breytist hljómurinn. Á meögöngunni var rödd mín þéttari og hljómur í gömlu húsi viö Smiðjustíg í Reykjavík býr ung sópransöngkona, Guörún Marfa Finn- bogadóttir, ásamt manni sínum Óskari og 4ra mánaða syni þeirra Þóri. Á þessu hausti brosti gæfan við Guðrúnu Maríu þegar hún varð hlutskörpust í stórum hópi ungs tónlistar- fóiks sem keppti um Tónvakann, tónlistar- verölaun Ríkisútvarpsins. VERA náði tali af henni á stilltu og sólríku októbersíðdegi, skömmu eftir verölaunaafhendinguna. Það var notalegt að líta inn til mæðginanna, Guð- rúnar og Þóris. íbúðin þeirra er búin falleg- um antikhúsgögnum, óperusöngur hljómaði í stofunni, og fyrr en varði fyllti kökuilmur húsið, því Guðrún María var að baka. Flún lét ekki trufla sig við baksturinn, en bauð mér inn í eldhús og svalaöi forvitni minni á meðan Þórir litli hjalaði í barnastólnum. Ég spurði Guörún fyrst hvenær tónlistar- áhugi hennar vaknaði. - Amma mín Guðrún V. Finnbogadóttir, sem ég heiti í höfuðið á, var mikill píanisti og var undrabarn á sínum tíma. Flún vildi helst aldrei leika fýrir áheyrendur, en hún vildi alltaf spila fyrir mig. í fjölskyldu minni er tón- listaráhugi og pabbi söng f kór. Ég hef fund- ið til sönggleði frá því ég man eftir mér og í barnæsku söng ég í kór. Það var bæði gam- an að syngja og að koma fram. Síðan fór ég í Söngskólann 18 ára gömul en þá var ég fyrst og fremst áhugamanneskja og var ekki ákveðin í að leggja sönginn fyrir mig. Auðvit- að leiðir tíminn einn í Ijós hvað f manni býr. Elísabet F. Eiríksdóttir hefur alltaf verið kenn- arinn minn og hef ég nú lokið 8. stigi í al- mennri deild skólans. Ég er f framhaldsdeild núna og stefni að burtfararprófi vorið ‘95. Áttu þér uppáhaldssöngvara eöa er ein- hver sem hefur haft áhrif á þig sem túlkanda? - Vissulega á ég uppáhaldssöngvara og nefni þá helst Maríu Callas, Joan Suther- land og Pavarotti, en maður reynir að vera ekki áhrifagjarn og umfram allt að falla ekki í þá gryfju að herma eftir öörum. Söngur eöa garöyrkja Áhugamál Guðrúnar Maríu eru margvísleg og bað ég hana að segja nánar frá þeim. - Við Óskar höfum um nokkurt skeið rek- ið Fornsölu Fornleifs, antikverslun sem nú er á Laugavegi 20b, en hann hefur nú tekið reksturinn yfir að mestu. Ég hef ofsalega mikinn áhuga á gömlum húsgögnum og svo finnst mér gaman að baka. Útivist er líka mitt áhugamál og að fara í leikhús og á tón- leika. Garöyrkja er líka mjög skemmtileg. Ef ég heföi ekki farið í söngnám hefði ég örugg- lega lært garðyrkju. Tónvakinn er tónlistarverðlaun Ríkisút- varpsins, sem afhent eru að lokinni strangri keppni. Markmið hennar er að kynna ungt tónlistarfólk og koma því á framfæri. Kepp- endur eru söngfólk yngra en 30 ára og hljóð- færaleikarar 25 ára og yngri. Sá sem fær verðlaunin keppir svo fyrir íslands hönd t keppni ungra norrænna tónlistarmanna sem verður haldin í Reykjavík haustið '95. Þeirri keppni veröur sjónvarpað á Norður- löndunum. Guðrún Marta fékk peningaverðlaun, kr. 250.000, en það eru eins konar laun sem hún fær fyrir vinnu hjá Ríkisútvarpinu. í því felst vinna við tónleikana þegar keppnin var haldin t sumar, og fyrir hátíðartónleikana með Sinfóntuhljómsveitinni sem haldnir voru 13. okt. sl. Síðan veröajóla- og páskatónleik- ar. Og loks er mikil vinna framundan fyrir nor- rænu keppnina næsta haust. Þegar Guörún Maria tók þátt t keppninni t sumar voru aðeins 10 dagar liönir frá fæð- ingu sonar hennar. Ég hafði frétt að rödd hennar hefði tekiö breytingum á meðgöng- unni og spuröi hana um það. - Já, það er rétt. Röddin er eins og hvert annað hljóðfæri. Ef að þung lóð eru sett inn það þá breytist hljómurinn. Á meðgöngunni var rödd mtn þéttari og hljómur hennar dekkri en áður. Eftir fæðinguna varð hún hins vegar léttari og skýrari og þá gat ég náð hærri tónum en nokkru sinni fyrr. Frábært tækifæri Ég spuröi Guðrún Martu hvaða merkingu Tónvakinn hefði fyrir hana, persónulega og varðandi starfsferilinn. - Það er auðvitað frábært að fá tækifæri til að vinna óskipt að söngnum í heilt ár, það er mikill skóli. Svo er þetta vtst auglýsing. Óneitanlega eflir þetta sjálfstraustið hvað sönginn varðar. Maðurtrúir því loks að mað- ur sé á réttri braut. Mig langar að komast til útlanda og víkka sjóndeildarhringinn, þegar keppninni lýkur. Helst t tónlistarlegt um- hverfi. Til Ítalíu, Austurríkis eða Englands. Aöalatriöið er að komast til góðs kennara, en það er ekki sjálfgefið að þeir dýrustu og frægustu séu bestir. Það spyrst út manna á meðal hverjir eru góðir. En mig langar að starfa hér heima að námi loknu. Ég er bjart- sýn þrátt fyrir mikla samkeppni meðal söngvara. Það þýðir ekkert annað. Það er samkeppni á öllum sviðum; maður verður bara aö vinna mikiö og hafa trú á því sem maður er aö gera. VERA óskar Guðrúnu Maríu Fhmbogadóttur til hamingju ?/ieó Tónvakaverðlaunin og velfa/maðar ísíðari hh/ta keppt/ii/i/ar. Viótal Vala S. Vaidimarsdóttir Ljósmyndastofa Þórii frekskonur og hvundagshetjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.