Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 54

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 54
suiepv, nQis „Verkamannafélagiö Dagsbrún hefur tekið miklum breytingum frá árinu 1913 þegar stjórn félagsins hafnaöi beiðni nokkurra verkakvenna um inngöngu í félagið „af siö- ferðisástæðum", eins og það var kallað," segir Guömundur J. Guömundsson, formað- ur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. „Nú eru um 300 konur fullgildir félagsmenn og konur sækja stíft um inn- göngu. Ástæðan er sú, aö þeim þykir Dags- brún gæta hagsmuna sinna félagsmanna miklu betur en félög verkakvenna." Hlutfall kvenna í félaginu er þó ekki mikill, því félagsmenn eru á fimmta þúsundið. Tvær konur sitja í stjórn félagsins, og „þaö er mikill misskilningur ef einhver heldur að þær séu þar einhverjar puntudúkkur," seg- ir Guðmundur J. myrkur á svip. „Þær rífa hér stólpakjaft á fundum ef þeim mislíkar eitthvað og setja mikinn svip á störf stjórn- arinnar. Yfirtrúnaðarmaður félagsins hjá Reykjavíkurborg er kona, mikill skörungur, og hún situr hér í stjórn. Félagsmenn leita mikið til hennar og hún heldur afskaplega vel á þeirra málum. Ritari Dagsbrúnar er kona og þaö er ekki vegna þess að við vilj- um halda henni niöri með því að hafa hana svo upptekna viö skriftir á fundum að hún geti aldrei tjáð sig. Það er einfaldlega vegna þess að hún er ritfærust af öllum stjórnarmönnum! Mér finnst þetta skemmtileg þróun og styð hana heilshug- ar. Ég hef alltaf haldið því fram, að konur væru miklu betri starfskraftar en karlar, miklu samviskusamari og röskari, og þetta segi ég öllum sem heyra vilja. Það kann aö vera að einhverjum karlpeningi líki þetta illa, en þaö verður þá svo að vera." Guömundur J. segir aö þær konur sem eru í Dagsbrún vinni við ýmiskonar störf sem falli undir sviö Dagsbrúnar. Þær keyra bíla, einkum vörubíla, en einnig minni vinnuvélar, vinna við bensínafgreiðslu og gangstéttarlagningu, að ógleymdri sorp- hreinsun. „Þær þurfa aö ganga þetta 20- 30 kílómetra á dag og eru sífellt að brýna mig i vinnu meö þeim," segir Guömundur sposkur á svip. „Það er sko ekkert puntu- dúkkustarf." Aðspuröur um launamismun karla og kvenna segist hann ekki kannast við slíkt úr sínu félagi. Félagsmenn séu yfirleitt mjög harðirí því að gæta réttinda sinna, en ekki síður réttinda annarra. Þeir gangi mjög hart fram ef þeir vita af slíkum brotum og þá gildi einu hvort karl eða kona eigi í hlut. Hann bendir á atvik sem átti sér stað við Reykja- víkurhöfn fyrir nokkru þar sem karlar aftóku með öllu að konuryrðu settar á lægri taxta en þeir, jafn- vel þótt störfin hafi veriö ólík. „Ungu mennimirí fé- laginu eru mjögmeðvrtaðirí þessum efhurn," seg- ir hann. „Þeir eiga konur sem vinna utan heimilis, því engin fiölskylda liflr á launum verkamanns. Þeir vita því vel hvar skórinn kreppir í þessum efn- um. Þeir líða yfiriertt enga áníðslu á konum." Taliö berst að kvennahreyfingunni og gagnrýni hennar á launamál kvenna og verkalýðshreyfinguna. „Ég virði baráttu kvenna, allra kvenna," segir Guðmundur J. „Ég held þó, aö konur geri sér ekki grein fyr- ir því hversu gífurlegan stuðning þær eiga í eiginmönnum sínum, feðrum og sonum. Þetta snýst um afkomu fjölskyldunnar allrar, ekki bara laun kvenna. Annað sem ég vil benda á, og álasa konum fyrir, og það er þetta tvö- og þrefalda vinnuálag sem konur búa upp til hópa viö. Konur verða einfald- lega að ala syni sína betur upp! Hvaða vit er eiginlega T því að senda frá sér ósjálfbjarga karlmenn út í heiminn? Þeir verða einfald- lega að kunna að bjarga sér og sínum, og þar kemur til kasta kvenna sem mæðra og eiginkvenna. Ég er sjálfur afleitur í þessum efnum, eins og kona mln Elfn Torfadóttir er óþreytandi við að benda á. Hún segist hafa tekið við mér ósjálfbjarga úr móðurfaðmi og það er alveg rétt. En það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og breytingar gerast hægt." Guömundur J. Guðmundsson telur að gera þurfi allsherjar rassíu í launamálum kvenna. Þar verði allir aö leggja hönd á plóg- inn, bæði konur og karlar, atvinnurekendur og verkalýðsfélögin. Hann er með tillögu í þeim efnum. „Ég leggtil að kvennahreyfingin komi hér á kvennaári þar sem þetta verði unnið frá grunni," segir hann. „Kvennahreyfingin þarf að fá ákveðna aðila með sér í þetta og ég lýsi því yfir að Verkamannafélagiö Dagsbrún er tilbúið í þessa baráttu. Konur myndu fá ótrúlega stóran hóp karlmanna með sér í þetta, því þeir eru óánægðir með laun eigin- kvenna sinna, mæðra og systra. Þetta er hópur sem kvennahreyfingin má ekki van- meta og veröur að fá til liðs við sig. Verka- mannafélagið Dagsbrún er tilbúið til að að- stoða þennan hóp á allan mögulegan hátt, bæði fjárhagslega og efnislega." Auður Styrkársdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.