Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Page 10

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2005, Page 10
Greinarhöfundur og lítil eskimóastelpa sem er á leiö heim í þorpiö sitt eftir vel heppnaða fœðingu. eru nokkuð góðar og líklega betri en ég hafði ímyndað mér. Á sjálfu sjúkrahús- inu eru til að mynda þrjár stöður lækna og fjórar stöður hjúkrunarfræðinga. Síðustu ár hefur gengið ágætlega að manna þessar stöður. Aðstaða fyrir keisarafæðingar er góð, ágætlega útbú- in skurðstofa og vel menntað starfsfólk. Fyrir nokkrum árum fæddist t.d. 28 vikna gamalt barn í Tasiilaq sem tókst að halda á lífi í CPAP vél og flytja í sjúkraflugi til Islands. Móðir þessarar stúlku var aftur barnshafandi núna og sagði mér sögu sína um reynslu sína af verunni á vökudeildinni, en litlu stúlkunni heilsast vel í dag. Almennur vinnudagur á sjúkrahús- inu hófst með morgunfundi þar sem all- ir starfsmenn sjúkrahússins hittust og fóru yfir innlagða sjúklinga. Ég fékk því góða innsýn inn í heilsufar bæjar- búa. Á þessum fundum voru ýmsar mýtur um heilsufar og lifnaðarhætti Grænlendinga því miður staðfestar. Að- stæður fólks í þessu næsta nágrannaríki okkar Islendinga eru satt best að segja oft á tíðum afar dapurlegar. Margar inn- lagnir eru vegna heimilisofbeldis eða drykkjuvandamála og berklafaraldur skaut upp kollinum á þessum stutta tíma þegar ég var þarna. Að sama skapi voru vandamál kvennanna i mæðra- vernd oft tengd heimilisofbeldi og drykkju, kynsjúkdómar voru algengir og ýmis knýjandi félagsleg vandamál. Sjúkrahús og tækni var það heiilin... Ungbarnadauði er oft notaður sem breyta til að lýsa heilbrigðisástandi í samfélagi. Hann liggur u.þ.b. í kringum 15-25/1000 fyrir Grænland (hæstur í austur-Grænlandi) og í samanburði við ísland er þessi tala 2,5/1000. Græn- lenskar konur fæða 2,6 böm að meðal- tali. I einangruðum bæjum á austur Grænlandi fæða konur 4,9 börn að meðaltali. Á Grænlandi endar 45% af þungunum með fóstureyðingum2- Vegna hins háa barnadauða í Grænlandi hafa heilbrigðisyfirvöld lagt áherslu á að einungis algjörlega eðlilegar fæðing- ar „megi“ eiga sér stað á stöðum sem ekki hafa fæðingarlækna, ljósmæður og svæfingalækna á sólarhringsvöktum, en í Grænlandi er Nuuk eini staðurinn sem býður upp á þessa þjónustu. Að Skemmtileg iðja. Faðir og dóttir dunda sér á hundasleða á sólríkum sunnudegi. Heima við eru hundarnir síðan bundnir við húsin og spangóla i nœturkyrrðinni í dansandi norðurljósum. 10 Ljósmæðrablaðið júní 2005

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.