Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Síða 9

Freyr - 01.05.2001, Síða 9
verður að hafa í huga að verðlag er trúlega nálægt því helmingi lægra og jafnframt kom fram að talsverð einkaneysla færðist til gjalda í bú- reikningum (bíll, sími, póstur, tölva, o.fl.). Þannig taldi einn bóndi, sem við hittum, að hver króna í tekjum bænda samsvaraði um 1,40 kr. í tekjum launþega. Sauðfjárbóndi, sem við heimsótt- um og er með bú sem svarar til 16.000 fjár, hafði í fyrra um 25 milljónir kr. í brúttótekjur og taldi að þar af hefði 1/5 verið nettó eða um 5 millj. kr. Hann bætti því við að árin á undan hefði reksturinn verið í jafnvægi. Samtök sláturhúsa og kjötvinnslna (NZ Meat Industry Association) Þessi samtök hafa innan sinna vébanda 35 kjötfyrirtæki, sem öll eru í vinnslu kjöts og útflutningi. Þau eru með 100% af útflutningi kindakjöts og 95% af nautgripa- kjöti. Öll þessi fyrirtæki eru hluta- félög en flest að verulegu leyti í eigu bænda. Samtökin hafa tíu manns í starfí og sinna hvers kyns hagsmunamálum fyrir greinina, samskiptum við stjómvöld og ekki síst málefnum er varða markaðsað- gang erlendis. T.d. hafa þau verið upptekin af baráttu gegn nýlegum vemdartolli Bandaríkjanna á inn- flutt lambakjöt. Miklar breytingar hafa orðið í slátrun og kjötiðnaði á síðari ámm. Fyrir 15 ámm voru meðalafköst við slátmn 3200 lömb á dag, og þá unnu um 60 manns á sláturlínunni. Nú eru meðalafköstin um 5000 lömb á dag með 30 manns, en unnið á tveimur vöktum. I einu nýju sláturhúsi er slátrað 5000 lömbum á dag, en þar em 13 manns á línunni og unnið er á 2Vi vakt, 20 tíma á dag. Fyrir 15 árum unnu 30 þús. manns í kjötiðnaði, og þá var um 80% af dilkakjöti flutt út sem frosnir skrokkar. Nú vinna 19 þús. manns og þar af um helmingur við frekari úrvinnslu. I dag em einung- is 10% flutt út í heilum skrokkum en 90% í neytendapakkningum. Útflutningur á ófrosnu kjöti vex stöðugt og verður um 30 þús. tonn í ár. Engin leið var að fá uppgefmn sláturkostnað og samkeppnisástæð- um borið við. Heilbrigðis-/hreinlætiskröfur eru sagðar mjög stífar í útflutningshús- um og það svo að ESB mun ekki sjá ástæðu til að senda eftirlits- menn. Sérstök hús em fyrir innan- landsmarkað, og þar eru kröfur vægari, t.d. er ekki gerð krafa um dýralækna við kjötskoðun. Um 60% af innanlandsneyslu er kjöt úr þessum húsum en 40% fellur til í útflutningshúsunum. Framleiðsluráð kjötfram- leiðenda (Meat New Zealand). Meat New Zealand eru samtök kjötframleiðenda og starfa á grund- velli laga frá 1997 (hét áður N.Z. Meat Board). Stjórnin er 13 manna, sjö fulltrúar bænda, fjórir frá kjötfyrirtækjum og tveir fulltrú- ar stjómvalda. Hlutverk ráðsins er að: * Auka eftirspurn eftir nýsjá- lensku kjöti. * Viðhalda trausti markaðar á öryggi og gæði. * Auka markaðsaðgang erlendis. * Stuðla að aukinni framleiðni. * Styrkja rannsóknir og þróun. * Stjóma úthlutun og nýtingu inn- flutningskvóta í markaðslöndum. Starfsemin er fjármögnuð með afurðagjaldi og vaxtatekjum. Afurðagjaldið er nú: * Lömb og fullorðið fé: 14 íkr/stk. * Kálfar: 14 íkr/stk. * Fullvaxta nautgripir: 126 íkr/stk. Gjaldið nemur um 0,7% af af- urðatekjum bænda. Stofnunin er að ráðstafa milli 1200 og 1300 millj. kr. til markaðsmála, rann- sókna, þróunar- og ráðgjafarstarfa árlega. Stofnunin rekur markaðsskrifstof- ur í Washington, London og Bmss- el, en er einnig með fulltrúa í Japan og Kóreu. Hún stendur fyrir kynn- ingarátökum og útgáfu kynning- arefnis um nýsjálenskt kjöt og berst fyrir bættum markaðsaðgangi. Árlegur útflutningur á kindakjöti er um 500 þús. tonn og tæplega það af nautakjöti. Um 92% af fram- leiddu lambakjöti er flutt út, 79% af kjöti af fullorðnu fé og um 80% af nautgripakjöti. Þama fengum við fyrirlestur um það, hvemig ýmsar vemdar- og styrktaraðgerðir annarra landa skaða Nýsjálendinga. T.d. var rak- in sú saga, að þegar mjólkurkvóti var settur á í ESB, hafi stóraukist nautakjötsframleiðsla, kjötfjall hlóðst upp og síðan var nautakjöt Mynd 2. Fjárhundur rekur til hóp af ám. í forgrunni má sjá dæmigerða girðingu. (Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir). FríVR 6-7/2001 - 9

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.