Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Síða 12

Freyr - 01.05.2001, Síða 12
1. tafla. Vinnuþörf við fóðrun sauðfjár með mismunandi aðferðum. Dagleg vinna/ 100 kindur Rúlluhey (Heimild: Jóhannes Sveinbjömsson 1997) Einföld gjafagrind, rúlla óskorin 5-7 mín. Gjafagrind m. slæðigrindum, rúlla skorin 8-12 mín. Afrúllari og gjafavagn 15-20 mín. Handverkfæri og gjafavagn 25-30 mín. Aðrar heyverkunaraðferðir (Heimild: Grétar Einarsson 1976) Þurrheysbaggar, bomir á garða 15-20 mín. Laust þurrhey 25-30 mín. Vothey 31-35 mín væntanlega upp í hinn helminginn. Hagræðingarmöguleikar í vinnu- liðnum tún/engi felast trúlega einna helst í samnýtingu véla þar sem það á við (Bjarni Guðmundsson og Baldur H. Benjamínsson 2000). Stærð vinnuliðsins viðhald véla kemur ekki á óvart þar sem bændur eru margir hverjir drjúgir í að gera við sínar eigin vélar. Hins vegar verður að segjast að sá liður sem heitir viðhald, og innifelur þá lík- lega viðhald girðinga, húsa og ann- arra fasteigna, er hreint ótrúlega stór, eða meira en þriðjungur úr ársverki. Vel er hugsanlegt að þama sé að einhverju leyti verið að skrá hluti sem betur ættu heima annars staðar, en þetta leiðir þó hugann að því hversu kostnaðar- samt það getur verið að láta ný- framkvæmdir eða varanlegar end- urbætur á húsum og girðingum dragast of lengi. Slíkt hefur vafa- laust í mörgum tilvikum verið raunin á samdráttartímum í sauð- fjárræktinni. Það er á sama hátt visst áhyggjuefni hversu lítill tími fer í nýrœkt og grœnfóður á sauð- fjárbúum skv. úrtaki vinnuskýrsln- anna. Vinnuliðurinn sauðfé er tæp 60% af vinnunni á sauðfjárbúunum. Sú vinna, sem skráð er á sauðfé, inni- felur fóðrun og aðra daglega hirð- ingu, fjárrag, lyfjagjafir, sauðburð- arvinnu, smalamennskur o.s.frv. Það er erfitt að giska svo að vit sé í á hvað einstakir vinnuliðir em fyr- irferðarmiklir í þessum heildartöl- um. Hér verður þó reynt að leggja eitthvert mat á það út frá tiltækum gögnum. í vinnurannsóknum Grétars Ein- arssonar (1976) á vetrarhirðingu sauðfjár var úrtakið 30 bú sem að meðaltali voru með um 300 vetrar- fóðraðar kindur, rétt eins og bú- reikninga- og vinnuskýrslubúin er gerð var grein fyrir hér að framan. Mæld var hin daglega vinna við hirðingu fjárins og hún flokkuð í verkþætti. Vinna við fóðrun reynd- ist eins og vænta mátti mismikil eftir heyverkunaraðferðum. Grétar gerði grein fyrir niðurstöðum varð- andi þurrheysbagga, laust þurrhey og hefðbundið vothey. Síðar (Jó- hannes Sveinbjömsson 1997) vom gerðar mælingar á vinnu við fóðrun á rúlluböggum með mismunandi aðferðum. í 1. töflu eru teknar sam- an niðurstöður um daglega vinnu á hverjar 100 kindur fyrir ólíkar hey- verkunar- og gjafaaðferðir. Innifal- ið er moðhreinsun, en ekki kjam- fóðurgjöf, brynning, hreinsun gólfa eða önnur verk. Nú skulum við aðeins bíða með að líta frekar á hagkvæmni ólíkra aðferða við heygjafir, en í stað þess álykta að það sé algengt að það fari um 30 mín á dag á hverjar 100 kindur í heygjaftr. Dagleg vinna við þá þætti, sem ekki eru innifaldir í vinnu við heyfóðrun, skv. töflunni hér að ofan, var skv. mælingum Grétars: Kjarnfóðurgjöf 3-4 mín/dag, brynning 2,5-3 mín/dag og ýmis vinna 2,5-3,5 mín/dag, allt á hverjar 100 kindur. Samtals eru því þessir verkþættir um 9-10 Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des w Vinnust. 116 95 128 124 417 204 25 9 182 120 121 121 1. mynd. Heildarvinna við sauðfé eftir mánuðum á fjárbúum með vinnuskýrslur, meðaltal 1997-1999. 12 - pR€VR 6-7/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.