Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2001, Page 19

Freyr - 01.05.2001, Page 19
út frá fyrirliggjandi gögnum, að á búum þar sem mikið er lagt upp úr góðri vinnuaðstöðu og verkskipu- lagi er vinnan verulega mikið minni, þrátt fyrir að vinnuvöndun sé síst minni. Þetta ber þó ekki að túlka svo að það sé hagkvæmt fyrir alla að bylta sinni vinnuaðstöðu. Við mat á slíku spilar afar margt inn í, svo sem bústærð, möguleikar á vinnu utan bús, aldur bænda, ástand fjárhúsa og framtíðarhorfur um búskap á jörð- inni, svo að nokkuð sé nefnt. En 2. tafla, sem hér fylgir með, er tilraun til þess að meta hver væri eðlileg vinnuþörf á fjárbúi með mjög góðri vinnuaðstöðu og verkskipulagi. Taflan er sett fram með þeim fyrir- vara að hún byggir í sumum atriðum á takmörkuðum gögnum og í raun hreinum ágiskunum. Mikil þörf er á að leggja ná- kvæmara mat á suma af þeim vinnuliðum sem þama eru upp tald- ir. En niðurstaðan, með öllum sín- um fyrirvörum, er að komast mætti vel af með um 6,6 vinnustundir á vetrarfóðraða kind á ári. Út frá þessum tölum er svo hægt að spá og spekúlera um mögulega bústærð og fleira, en það ætla ég ekki að hætta mér út í að sinni, enda fleiri for- sendur sem þar þurfa að liggja fyrir. Þakkir: Myndasmiðum er hér með þakkað þeirra framlag. Heimildir: Bjami Guðmundsson & Baldur H. Benjamínsson, 2000. Verktaka og sam- nýting véla í búrekstri. Ráðunauta- fundur 2000, 291-297. Daði M. Kristófersson & Biami Guð- mundsson, 1998. Vinna og kostnaður við heyskap. Ráðunautafundur 1998, 20-29. Grétar Einarsson, 1976. Vinnurann- sóknir í fjárhúsum. I. Vetrarhirðing. Fjölrit Rala nr 4, 23 s. Grétar Einarsson, 1978. Vinnuhag- ræðing við sauðburð. Fjölrit Rala nr 32, 54 s. Jóhannes Sveinbjörnsson, 1996. Samanburður á fóðmnaraðferðum fyrir sauðfé. Ráðunautafundur 1996: 157- 167. Jóhannes Sveinbjörnsson, 1997. Sjálffóðmn sauðfjár á rúlluböggum. Freyr 93(10-12): 409^412. Magnús Sigsteinsson, 1990. Hag- ræðing við fjárrag. Handbók bænda 1990,215-222. Hagþjónusta landbúnaðarins, 2000. Niðurstöður búreikninga 1999. Rit 2000(2). Hagþjónusta landbúnaðarins, 1997— 1999. Vinnuskýrslur 1997, 1998, 1999. A heimasíðu HÞL www.hag.is Moíar íslenskum hestum fjölgar mest í Svíþjóð Islenskum hestum fjölgar mest í Svíþjóð af öllum hestakynjum þar í landi og eru þeir nú um 12.000 og hefur fjölgað úr 2.200 fyrir 10 árum. Algengasta hestakyn í Svíþjóð er verðreiðabrokkarar, upprunnir frá Ameríku og meginlandi Evrópu en blandaðir sænsku blóði. Þar næst eru „stórir sænskir reiðhestar" en það er kyn hindrunarstökkshesta og ftmiæf- ingahesta. Hið þriðja eru smáhestar af Hjaltlandskyni, (pony), og hið fjórða ena Islandshestar. (Bondevennen nr. 13/2001). Veikindaforföll í afurðastöðvum í alifuglarækt í Noregi Norskir alifuglabændur, þ.e. bæði eggja- og kjúklingabændur, reka öflugt samvinnuíyrirtæki, sem nefn- ist Prior, er annast úrvinnslu og sölu- mál búgreinanna. Prior er deilda- skipt og rekur eggjapökkunarstöðvar og kjúklingasláturhús víða í Noregi. Á deildarfundi hjá Prior í Þrænda- lögum í mars sl. kom fram að mikil veikindaforföll eru hjá starfsfólkinu, bæði í eggjapökkunarstöðvunum og sláturhúsunum eða 21% að jafnaði. Fjarveran í sláturhúsunum er þó meiri eða 25%. Skammtímaforföll, allt að 16 dag- ar á ári, sem fyrirtækið tekur sjálft á sig, nema 7% og jókst ijarvera af þeim ástæðum milli áranna 1999 og 2000 þannig að aukin útgjöld fyrir- tækisins af þeim sökum námu um 700 þúsund n.kr. Fram kom í umræðum á fundinum sú skoðun að eitthvað væri að vinnu- umhverfmu á vinnustað þar sem allt að fjórðungur starfsmanna væri veikur á hverjum tíma. Fram- kvæmdastjórinn, Trond Fidje, upp- lýsti að fyrirtækið gerði allt, sem í þess valdi stæði, til að leita orsak- anna á þessu ástandi og hefði nýlega varið þremur milljónum n.kr. í að- gerðir til að létta erfið verk. Þá eiga stjómendur náið samstarf við trúnað- armenn á vinnustöðum um aðgerðir til að draga úr fjarveru starfsfólks. Einnig hefur stjóm Prior ákveðið að bjóða starfsfólki hluta af hagnaði fyrirtækisins af því ef fjarvera fólks minnkar. (Bondeblcidet nr. 13/2001). Þrengingar í breskum landbúnaði Á síðasta ári, 2000, lækkuðu tekjur breskra bænda vemlega. Þær vom að meðaltali um 975.000 kr. sem er minna en þriðjungur þess sem þær vom fyrir fimm ámm. Væntanlega hafa tekjur breskra bænda lækkað enn eftir að gin- og klaufaveikifaraldurinn braust út í landinu á þessu ári. Verð á jarðnæði í Bretlandi hefur hins vegar lækkað óvemlega síðustu fimm árin, en fram að því hafði það stigið samfellt 25 árin þar á undan. Að meðaltali lá verð á landi á 10. áratugi nýliðinnar aldar á um 650 þús. kr. hektarinn, að sögu blaðsins “Farmers Weekly”. (Bondebladet nr. 4/2001). FR€VR 6-7/2001 - 1 9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.