Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2001, Side 35

Freyr - 01.05.2001, Side 35
Vestur- Húnavatnssýsla I sýslunni voru nú sýndir 109 hrútar en af þeim voru 45 eldri en vet- urgamlir sem skýrist af því að Hrútfirðingar brugðu á leik og söfnuðu til sýningar eldri hrútum í gömlum hrútasýningar- stíl. Veturgömlu hrútamir voru ágætlega vænir eða 83,3 kg að jafnaði og kostamiklir því að allir utan tveir fengu I. verð- laun. I gamla Staðarhreppn- um var haldin hrútasýn- ing í gömlum stíl þar sem eldri hrútar voru einnig mættir til leiks. Vetur- gömlu hrútarnir þarna voru ekki verulega þroskamiklir í saman- burði við veturgamla hrúta vítt um land í haust og meðal þeirra voru ekki einstaklingar sem skör- uðu áberandi fram úr, en margir jafnir og vel gerð- ir hrútar. Á nánast öllum bæjum í fjárræktarfélag- inu þama er orðið mjög ræktað og vel gert fé þó að þar hafi mest skarað fram úr á síðustu árum féð frá Þóroddsstöðum og Jaðri. Á Bergsstöðum í Mið- firði voru nokkrir athygl- isverðir hrútar. Jónatan 99-145 var þeirra bestur, með feikilega góðar út- lögur, þykka vöðva og góða ull. Hrútur þessi er undan Jesper 98-149 sem er frá Jaðri. Putti 99-142 og Grettir 99-143 eru báðir kattlágfættir, sam- anreknir og vel gerðir holdahnausar, en báðir eru þessir hrútar synir Möttuls 94-827. Hnoðri 99-022 á Neðri-Torfu- stöðum er mjög fönguleg og vel gerð kind, kollótt- ur sonur Kóps 95-825. Uti á Vatnsnesi var mikill hrútakostur í haust. Saxi 99-235 á Sauðá er gríðarvænn, sterkbyggð- ur og vel gerður hrútur en hann er undan Hraða 97- 229. Tjaldur 99-239 er mjög athyglisverður og vel gerður tvflitur hrútur undan Flekk 89-965. Kastró 99-165 á Sauða- dalsá er mjög sterk- byggður, þroskamikill og vel gerður hrútur undan Djákna 93-983. Askur 99-098 á Bergsstöðum var vafalítið einhver allra glæsilegasti veturgamli hrúturinn sem sýndur var haustið 2000. Þessi hrút- ur er djásn að allri gerð með feikilega þykka vöðva og góða gerð og í afkvæmarannsókn var staðfest að hann skilar kostum sínum vel til af- kvæmanna. Að baki þess- um hrút standa topphrút- amir á Bergsstöðum síð- ustu árin, faðir hans Miði 98-097 er undan Muna 97-092 Svaðasyni, sem sýndi haustið 1998 ótrú- lega yfirburði úr kjötmati en móðurfaðir er Úði 94- 615, sem reyndist jafnvel öllum öðrum sonum Gosa 91-945 öflugri með að gefa þykkan bakvöðva og er þá mikið sagt. Þessi hrútur er ræktunarafrek en sýnir mjög vel hverju ná með markvissri rækt- un. Hinir veturgömlu hrútamir á Bergsstöðum voru einnig allir gullfall- egar kindur þó að þeir hyrfu í skuggann af Aski. Austur- Húnavatnssýsla Sýndir voru færri hrút- ar haustið 2000 en árið áður eða samtals 74 hrút- ar og voru þrír þeirra úr hópi eldri hrúta Vetur- gömlu hrútarnir voru heldur þyngri en jafnaldr- ar þeirra haustið áður eða 81,6 kg að meðaltali. Flokkun hrúta var lakari en árið áður eða 76% í fyrstu verðlaun. Ekki var um eiginlegar hrútasýn- ingar að ræða þar sem hrútarnir voru skoðaðir og dæmdir heima á bæj- unum. Besti veturgamli hrút- urinn á sýningu í A-Hún. árið 2000 var Bjartur 99- 608. F. Bjartur 93-800 M. 95-115 eigandi Rafn Sigurbjörnsson, Örlygs- stöðum II. Bjartur er hymdur og hvítur. Bjartur hefur þróttmikinn og sterklegan haus, háls er sver, herðar kúptar og vel holdfylltar. Bringa er breið og útlögur ágætar. Bakið er sterkt og ágæt- lega holdfyllt, malir breiðar og vel holdfylltar. Lærvöðvi er mikill og lokar vel í klofið. Fætur réttir. Ullin er vel hvít og fremur mjúk. Bjartur er jafnvaxin holdakind, með 85 stig. Annar í röð er Leiknir 99-478 F. Hermir 97-471 M. Sunna 96-612. Eigandi Jóhanna Pálma- dóttir, Akri. Leiknir er hymdur, hvítur, fölgulur á haus og fætur. Leiknir hefur þróttmikinn haus, hálsinn er sver, herðar kúftar og holdfylltar. Bringan er breið og útlögur ágætar. Bakið er ágætlega holdfyllt, malir eru breiðar og vel hold- fylltar. Lærin eru vel vöðvuð. Ullin er með gular illhærur. Leiknir er ágætlega vel gerð kind með 84 stig. Þriðji hrútur í röð er 99-336 F. Mjald- ur 93-985. M. 94-004 í eigu Péturs Sveinssonar á Tjörn. Þessi hrútur er hyrndur og hvítur með gulleitan haus og fætur. Höfuð er þróttlegt, háls og herðar vel holdfyllt. Bringa breið og útlögur ágætar. Bakið er ágætlega holdfyllt. Malir vel lag- aðar. Læri ágætlega vöðvuð. Fætur sterkir og ullin með gular illhærur. Hrútur nr. 99-336 fékk 83,5 stig. I fjórða sæti varð Möttull 99-607. F. Möttull 94-827. M. 92- 102. Eigandi Rafn Sigur- björnsson Örlygsstöðum II. Mötull er hvítur, hyrndur, fölgulur á haus og fætur. Höfuð er frítt. Háls og herðar vel hold- fylltar. Bringa breið og útlögur ágætar. Bakið er breitt og ágætlega vöðv- að. Malir breiðar og ágætlega holdfylltar. Lærvöðvi mikill, fætur réttir. Möttul fékk 83,5 stig. Fimmti í röð var hrútur nr. 99-533. F. Bjartur 93-800 M. 95- 115. Eigandi Bjöm Sigur- björnsson Hlíð. Hrútur nr. 99-533 er hvítur, hyrndur með sterklegt f R6VR 6-7/2001 - 35

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.