Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2001, Side 37

Freyr - 01.05.2001, Side 37
Bætir 99-202, Neðri-Vindheimum, Giæsibæjarhreppi. (Ljósm.Óiafur G. Vagnsson). Hlaut hann 84,5 stig. Næstir í uppröðun voru Hrafn 99-022 undan Mjaldri 93-985 og Ás 99- 029 undan Austra 98- 831, báðir á Staðarbakka. 1 Öxnadal dæmdist bestur Kvaran 99-099 á Syðri-Bægisá undan Mjaldri 93-985. Kvaran er holdgróinn hvar sem á honum er tekið og hefur ágætlega þykkan bak- vöðva. Hlaut hann 85 stig. í Glæsibæjarhreppi bar af öðrum Bætir 99-202 á Neðri-Vindheimum und- an Bjarti 93-800. Bætir er gríðarvænn og framúr- skarandi vel gerð og holdgróin kind með hreinhvíta góða ull. Hlaut hann 86,5 stig og dæmd- ist besti veturgamli hrútur á svæði Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar þetta haust. Á Akureyri stigaðist hæst Moli 99-690, Áma Magnússonar, undan Lokk 98-688 en Lokkur var dæmdur besti vetur- gamli hrúturinn á búnað- arsambandssvæðinu haustið 1999. Moli er fögur kind með frábær lærahold en vantar vöðvaþykkt í baki og er gallaður á fæti. Hlaut hann 85 stig. I Eyjafjarðarsveit stig- aðist hæst Svanur 99-025 í Torfum undan Bjarti 93- 800. Svanurer virkjamik- ill, með ágæt hold á baki, mölum og í lærum og hefur hreinhvíta og mikla ull. Hann hlaut 86 stig og var í 2.-5. sæti á búnaðar- sambandssvæðinu. I öðru sæti var Goði 99-514 á Garðsá undan Mjaldri 93- 985. Goði er þroskamik- ill, holdgróinn, með þykkan bakvöðva og hreinhvíta ull. Hlaut hann 85,5 stig. Af öðrum hrút- um mætti nefna Ás 99- 342 á Völlum, en hann er keyptur lambið í Laufási undan Fannari 97-016, og Kúpul 99-531 í Torfufelli undan Mjaldri 93-985 en báðir þessir hrútar eru lágfættir og holdþéttir. Á Svalbarðsströnd var í efsta sæti Bjartsýnn 99- 137 í Garðsvík, undan Bjarti 93-800. Bjartsýnn er ágætlega gerður, hrein- hvítur með ágæta ull. Hlaut hann 84 stig. Einn- ig dæmdist vel Lykill 99- 418 í Mógili undan Möttli 94-827. I Grýtubakkahreppi báru nokkuð af hrútar frá Laufási og röðuðu þeir sér í fjögur efstu sætin. Efstur í röð var Gotti 99- 025 undan Bokka 98- 020. Gotti er kattlágfætt- ur með einstaka holdfyll- ingu um háls og herðar og vel gerður að öllu leyti. Biskup 99-022, undan Djákna 93-983, lenti í öðru sæti. Biskup er gríðarvænn, lágfættur og holdgróinn ekki síst í lærum. Gotti og Biskup hlutu báðir 86 stig og voru því í 2.-5. sæti á búnaðarsambandssvæð- inu ásamt Svan í Torfum og Gylli á Þúfnavöllum. I þriðja sæti í Grýtubakka- hreppi var Freri 99-023 í Laufási undan Mjaldri 93-985, hreinhvítur og virkjamikill hrútur en tæplega nógu bakþykkur. Var Freri einn af sjö Mjaldurssonum sem voru meðal þeirra 22 hrúta á búnaðarsambandssvæð- inu sem fengu 84 stig eða meira. I þeim hópi voru einnig fjórir synir Austra 98- 831 og þrír synir Bjarts 93-800. Suður-Þingeyjarsýsla Þar sem í ár var sæð- ingaárgangur komu miklu fleiri hrútar nú til dóms í sýslunni en árið áður eða samtals 272 hrútar, en af þeim voru átta eldri en veturgamlir. Veturgömlu hrútarnir voru talsvert þyngri en haustið áður eða 80,5 kg að jafnaði en flokkun nánast sú sama og haustið áður því að 80,3% vetur- gömlu hrútanna fengu I. verðlaun. Enn eru í gildi fyrri regl- ur um takmarkanir á að flytja saman hrúta í sýsl- unni vegna riðuveikihættu. Því voru einungis haldnar tvær hefðbundnar hrúta- sýningar, þ.e. í Fnjóskadal þar sem mæting bænda og hrúta var mjög góð og hrútar mun betri en áður hefur sést á sýningum í þeirri sveit. Efsti hrútur í röðun var Gámur 99-661 frá Böðvarsnesi, undan Möttli 94-827, með 82 stig, jafnvel gerður með ágæta ull. Annar í röðun var Þokki í Sólvangi, undan Bjálfa 95-802 með 83,5 stig, þriðji var Raftur 99- 666 á Sigríðarstöðum, undan Bjarti 93-800, með 82 stig og íjórði í röð var Geiri á Kambsstöðum undan Mjaldri 93-985 með 83,5 stig. Gyllir, Þúfnavöllum, Skriðuhreppi. (Ljósm.Ólafur G. Vagnsson). FRéEVR 6-7/2001 - 37

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.