Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2001, Page 40

Freyr - 01.05.2001, Page 40
hrútum eru synir Stubbs 95-815, þeir Dýri, Kugg- ur og Saumur. Um langt árabil hefur verið stundað markvisst ræktunarstarf í Bjarnanesi sem hefur skilað verulegum árangri. A Mýrum var hópur af þrælöflugum hrútum. Sindri 99-134 íViðborðs- seli er feikilega vel gerð- ur hrútur, þroskamikill, mjög þéttholda og vel gerður, með ákaflega mikil lærahold, en mætti vera ullarbetri. Hann er sonur Mola 93-986. Bróðir hans Bliki 99-135 hefur ekki eins mikil lærahold en ákaflega þykkan bakvöðva. Bráinn 99-132, einnig í Við- borðsseli, er stórglæsileg- ur einstaklingur undan Stubb 95-815. Teigur 99- 113 í Holtaseli sem er Molasonur 93-986, er prýðisgóður einstakling- ur. Mjög góðir einstakl- ingar voru einnig enn einn Molasonur, Lappi 99-140 í Holtahólum, og einn þeirra bræðra til, Humar 99-121 í Nýpu- görðum, Dengsi 99-122 á sama búi er mjög vel þroskaður og prýðisvel gerður hrútur undan Kúnna 94-997. í Suðursveit kom til sýninga sá hrútur sem þetta haustið var dæmdur bestur í sýslunni en það er Peli 99-388 á Smyrla- björgum. Þetta er feiki- lega fögur kind, ákaflega jafnvaxinn, með þykka vöðva og ágæta bollengd. Þessi úrvalskind er frá Lækjarhúsum, undan Fleyg 98-343. Súfur 99- 387 á Smyrlabjörg er ákaflega bakþykkur og vel gerður sonur Stubbs 95-815. Lækur á Uppsöl- um er einhver allra besti hrútur sýslunnar, ákaflega gallalaus og holdþéttur hrútur en hann er frá Lækjarhúsum, sonur Læks 97-843. Jón frá Lækjarhúsum sýndi Fífil sem er undan Garpi 92- 808, hefur einkenni hans, gríðarlega öfluga hold- fyllingu í afturparti, en að- eins hrjúfur um herðar og ull ekki til fyrirmyndar. I Öræfurn var mikið hrútaval þó að ekki stæði það alveg jafnfætis því sem var þar á síðasta ári. Hjá Gísla á Hnappavöll- um má nefna Bassa 99- 086, sem er sonur Garps 92-808, og þá hálfbræð- urna Ubba 99-088 og Skolla 99-089 syni Spillis 98-085, sem var Garps- sonur en þeir mættu að vísu hafa enn öflugri lærahold, en allir þessir þrír hrútar eru úrvalsgóðir einstaklingar. Úði 99-177 og Ás 99-178 hjá Sigurði á Hnappavöllum eru mjög vel gerðir hrútar, feikilega þéttvaxnir og lágfættir en þeir eru báðir synir Asks 97-835. Starri 99-370 á Lita-Hofí er einn af hinum fjölmörgu þéttvöxnu og gallalitlu sonum Mola 93- 986 og var talinn besti hnítur sveitarinnar. Hálf- bræður hans, Börkur 99- 578 hjá Emi á Hofi, Sómi hjá Guðmundi á Hnappa- völlum og Bjartur hjá Sigurði á Hofi, eru allt mjög góðir hrútar. Vestur- Skaftafellssýsla Umtalsverð fækkun var á tjölda sýndra hrúta í sýslunni en þeir voru sam- tals 209 og af þeirn átta úr hópi gamlingjanna. Veturgömlu hrútamir vom að meðaltali örlitlu léttari en haustið áður eða 80,9 kg nú. Flokkun þeirra var hins vegar nokkru betri þar sem 188 (94%) vetur- gömlu hrútanna fengu I. verðlaun. I gamla Hörgslands- hreppi voru færri veru- lega athyglisverðir hrútar en á síðasta ári. Sóli 99- 135 á Prestsbakka bar þar af, vænn, bollangur og feikilega útlögumikill hrútur. Hann er sonur Bassa 95-821. Á sýningunni á Kirkju- bæjarklaustri skipuðu efstu sætin tveir synir Pela 94-810. Fleygur 99- 578 á Kirkjubæjarklaustri II var þeirra bestur, feiki- lega jafnvaxinn og föngu- legur hrútur með mikla og góða ull og skipaði fimmta sæti hrúta í sýsl- unni. Hálfbróðir hans Váli á Geirlandi, fæddur í Mörk, líkist honum um flest, en hefur ekki alveg jafn þykkan bakvöðva. I Landbrotinu var eins og oft mikið hrútaval. Þar báru að þessu sinni af hrútamir í Fagurhlíð. Sér- staklega vöktu athygli hálfbræðurnir Leiri 99- 062 og Dúlli 99-061, sem báðir eru synir Garps 92- 808. Hrútar þessir em al- hvítir, með góða ull, nokkuð sem yfirleitt er 40 - pRGVR 6-7/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.