Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Síða 52

Freyr - 01.05.2001, Síða 52
480 sýndi einnig frábærar niðurstöður með 123 í heildareinkunn og frá- bært kjötmat. Þessi hrútur er sonur Svaða 94-998. í Keflavík var Frissi 96- 201 eins og stundum áður með 135 í heildareink- unn. Á Óslandi stóð efst- ur Trix 99-322 með 124 í heildareinkunn, en hann er sonur Atrix 94-824. í Enni á Höfðaströnd stóð langefstur Afi 99-296 með 131 í heildareink- unn, jafn á báðum þátt- um. Afi er sonur Austra 98-831 en móðurfaðir Óskar 93-460, sem var feikilega athyglisverður hrútur, undan Fóla 88- 911. Eins og oft var ein allra umfangsmesta rannsókn haustsins á Brúnastöðum en þar voru að þessu sinni 17 hópar í samanburði. Toppinn skipaði nú Trölli 98-037 með 133 í heild- areinkunn en hann er sonur Þurs 97-037, sem er undan Sóloni 93-977. Trixi 99-026 var með 127 í heildareinkunn en faðir hans er Atrix 94-824. Þó að Hnallur 97-031 yrði nú að víkja fyrir yngri hrútum stóð hann í haust með 120 í heildareinkunn en hann hafði sýnt ein- staka útkornu haustið 1999 og mjög góða haustið 1998. Á Þrasa- stöðum stóðu efstir Smá- hamrahrútarnir Sónar 98- 087 með 128 í heild- areinkunn og Sindri 98- 086 með 124 í einkunn en hrútar þessir eru synir þekktra kynbótahrúta á Smáhömrum með sömu nöfnum. Eyjafjörður Afkvæmarannsóknir voru á líkum fjölda búa og árið áður en talsvert fleiri hópar sem fengu dóm. Nú var mikill fjöldi áhugaverðra veturgam- alla hrúta úr sæðingum á svæðinu. Á Staðarbakka hjá Guðmundi stóð langefst- ur hópur undan Hnokka 99-031 með 135 í heild- areinkunn, en lömb und- an þessum hrút höfðu frá- bær lærahold og gríðar- lega gott kjötmat um gerð. Hnokki er sonur Sunna 96-830. Hjá Sig- urði á Staðarbakka stóð efstur hópur undan Nökkva 99-023 með mjög jafnan dóm um báða þætti rannsóknar- innar og 124 í heildar- einkunn. Nökkvi er sonur Mjaldur 93-985 og dótt- ursonur Gosa 91-945. Þarna var Moli 98-793 með feikilega athyglis- verðan dóm úr kjötmats- hluta með 127 úr kjöt- matshluta og fast að 11(U) að meðaltali fyrir gerð í kjötmati. Moli er sonur Geirs 96-731. Á Syðri-Bægisá voru fimm hópar í dómi sem ótrú- lega mikill munur var á. Hjölli 98-096 var þar með 140 í heildareink- unn, mjög öflugur á báð- um þáttum rannsóknar, en faðir þessa hrúts var Frami 95-117. Kvaran 99-099 var enn sterkari í kjötmati en slakari í óm- sjármælingum og var með 132 í heildareink- unn. Þessi hrútur er sonur Mjaldurs 93-985 en móð- urfaðir er Hnykkur 91- 958. I stórri rannsókn á Ytri-Bægisá II voru tveir hópar afgerandi. Snær 97-152 staðfesti góðan dóm frá haustinu 1998 og bætti nú um betur með 125 í heildareinkunn, en hann er sonur Sólons 93- 977. Þá var Max 99-163 með 121 í heildareink- unn, með mjög gott kjöt- mat lamba. Max er undan Austra 98-831. I Garðshorni á Þela- mörk kom eitt mesta út- slag í rannsóknunum haustið 2000 hjá Hækli 98-182 sem fékk 148 í heildareinkunn en eink- unn hans úr kjötmatshlut- anum var einstök eða 178. Þessi hrútur er sonur Ófeigs 95-116, sem sýndi frábæra útkomu í rann- sókn haustið 1998, en hann var sonur Gosa 91- 945. í Neðri-Vindheim- um skipaði hópur undan Fána 98-201 efsta sætið með 126 í einkunn. Þessi kynbótakind er undan Reka 96-120 á Ytri-Bæg- isá I, sem gert hafði garð- inn frægan þar í hliðstæð- um rannsóknum fyrr á ár- um, en hann var frá Hey- dalsá sonur Stera 92-323. Á Hríshóli skipaði Tarfur 98-641 efsta sætið með 120 í heildareinkunn og sérlega gott kjötmat lambanna. Faðir Tarfs var Skarfur 94-536. í hrúta- hópnum í Villingadal sýndi Siggakollur 99-514 algera yfirburði með 126 í heildareinkunn, kjötmat frábært þar sem einkunn er 149. Þessi hrútur er sonur Flekks 89-965. í Mógili bar af hópurinn undan Óskari 99-419 með 130 í heildareinkunn með dóm sem var jafn á báðum þáttum rannsókn- arinnar. Óskar er undan Mjaldri 93-985. í Laufási staðfesti Bjór 98-081 góðan dóm frá fyrra ári, nú með 121 í heildareink- unn. Bjór er sonarsonur Frama 94-996. Á Lóma- tjöm stóð langefstur Sæsi 99-668 með 124 í heild- areinkunn, en yfirburðir hans voru hvað mest vegna góðs fitumats í kjötmati. Þessi hrútur er sonur Kóps 95-825. Suður-Þingeyjarsýsla Á svæði Bsb. Suður- Þingeyinga var talsvert meira umfang afkvæma- rannsókna en árið áður. Þessi þáttur er samt ekki umfangsmikill enn miðað við mikla og almenna þátttöku bænda í ræktun- arstarfinu. í miklum fjár- ræktarsveitum, eins og Mývatnssveit, hafa bændur ekki enn tekið þennan þátt með í fjár- ræktarstarf sitt. Hrókur 98-602 renndi styrkari stoðum undir fyrri upplýsingar um yfir- burði meðal hrúta í Hrís- gerði með 123 í heildar- einkunn að þessu sinni. I Vatnsleysu var Jóker 97- 519 á toppi eins og á síð- asta ári, nú með 123 í heildareinkunn, en hann er sonur Stikils 91-970. Tveir veturgamlir hrútar vom með 121 í einkunn, Fáfnir 99-645 og Torfi 99-648, Fáfnir sonur Bjálfa 95-802 en Torfi frá Torfunesi undan Snar 97- 671. Ullur 99-736 stóð fremstur Hrifluhrútanna þetta haustið með 122 í heildareinkunn, en yfir- burðir fengust allir úr ómsjárhluta því að hann var í tæpu meðaltali í kjötmatshluta. Ullur er undan Frey 98-832. Rjómi 94-289 í Hlíð- skógum staðfesti fyrra ágæti sitt með 123 í heildareinkunn, en hann 52 - f R€YR 6-7/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.