Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2001, Side 58

Freyr - 01.05.2001, Side 58
Lambaskoðun haustið 2000 Skipuleg skoðun á lömbum á vegum búnaðarsamband- anna í tengslum við óm- sjármælingar hefur verið að aukast með hverju ári og þetta starf er nú orðið öflugt og skipulegt um allt land þó að umfangið sé nokkuð breytilegt eftir héruðum eins og vikið er að hér á eftir. Reynt er að safna saman í sameiginlegan gagnagrunn niðurstöðum úr þess- um ómsjármælingum og tilsvar- andi stigum lamba á hverju hausti. Haustið 2000 var umfang þessarar starfsemi meira en nokkru sinni áð- ur. Eftir haustið eru fyrir hendi upp- lýsingar um mælingar á 8.269 hrút- lömbum og 34.510 gimbrum. Hrútlömbum í mælingu fjölgar með hverju árinu og fer umfang þeirra mælinga brátt að verða það mikið að þær ættu að tryggja að nánast öll hrútlömb, sem valin eru til ásetnings á búum sem eru virk í ræktunarstarfi, séu ómmæld. Aukning í mælingum á gimbrum er jafnframt gífurlega mikil með hverju ári allra síðustu ár. Að hluta tengist þetta afkvæmarannsóknun- um sem teknar voru upp haustið 1998 en þessar mælingar voru að vísu hafnar áður, en í minna mæli, í tengslum við afkvæmasýningar sem voru undanfari afkvæmarann- sóknanna. Það blandast engum af þeim, sem starfað hafa við þetta síðustu haust, lengur hugur um að sú skipulega vinna sem unnin er í líflambavalinu á þennan hátt er þegar farin að skila umtalsverðum árangri þó að þess megi vænta að hann verði enn meiri á allra næstu árum. Á mynd 1 er sýnt hvert umfang mælinganna var eftir héruðum. Við þetta er það að athuga að umtals- verður hluti af gimbramælingunum á Suðurlandi fer fram síðar að haustinu en í öðrum héruðum og gögn þar um eru að mjög takmörk- uðum hluta hér með. Eins og áður er umfang þessarar starfsemi lang- samlega mest á Ströndum. Þar hef- ur nú allra síðustu haust verið unn- in feikilega mikil og vel skipulögð vinna í sauðfjárræktinni. Þrátt fyrir að víða hafi verið þar afar öflugt fjárræktarstarf um áratuga skeið er tæpast nokkurt vafamál á að nú allra síðustu ár má greina þar mikl- ar framfarir mjög víða. I Skagafirði er einnig áfram unnin mjög mikil vinna, en þessi tvö svæði hafa verið lang mikilvirkust í skipulegum af- kvæmarannsóknum eins og sjá má í greinum þar um. Umtalsverð aukn- ing er einnig í mælingum á gimbr- um í Dölum og Barðastrandarsýsl- um og einnig eykst hún enn veru- lega í Múlasýslum en þar varð feikimikil aukning í þessum mæl- ingum haustið 1999. I mælingu og skoðun á hrútlömb- unum hefur þar eins og ætíð veru- leg áhrif hvar starfsemi sæðinga- stöðvanna er mest á hverju ári. Þannig er umtalsverð aukning í skoðun á hrútlömbum frá fyrra ári í öllum sýslum á Vesturlandi, en hins vegar fækkun í flestum sýslum á Norðurlandi. Ljóst er að þó að enn sé starfsemi stöðvanna í Borgamesi og á Möðruvöllum samrekin þann- ig að þær starfi sitt hvort árið á hvorum stað, þá eru sæðingar á hvoru svæði umtalsvert meiri þegar stöðin starfar þar en hitt árið þegar stöðin starfar ekki á svæðinu. Meiri framfarir í fjárræktinni gera um leið sífellt meiri kröfur til stöðv- anna um að gera allt sem mögulegt er til að þar sé á hverjum tíma í notkun álitlegustu hrútar í landinu. Takist það og reynslan sýni að það val sé á þann veg þá verður enn meiri ástæða en áður fyrir fjár- bændur, sem vilja sinna öflugu ræktunarstarfi, að nota sæðingar skipulega á hverju ári. Haustið 2000 voru lömb víðast um lamb vænni, holdbetri og föngulegri en dómarar minnast áð- ur. Þannig er minni munur á meðal- þunga lambhrútanna sem skoðaðir eru á milli héraða en oft hefur ver- ið, þunginn var í langflestum sýsl- um á bilinu 48 til 51 kg sem er feikilega mikið í samanburði við það sem áður hefur verið. Aðeins á Suðurlandi, Austur-Skaftafells- Lambaskoðun 2000 5000 4000 3000 2000 1000 O Mynd 1. Fjöldi lamba í skoðun í einstökum héruðum, annars vegar hrútlömb og hins vegar gimbrarlömb. I l Hrútar ■ Gimbrar 58 - FR6YR 6-7/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.