Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2001, Side 62

Freyr - 01.05.2001, Side 62
Ur kjötmati í fjárræktafélögunum haustið 1999 Ljóst er að með breyttu kjötmati haustið 1998 fengu bændur landsins í hendur tæki sem getur nýst þeim gífurlega mikið til að bæta framleiðsluna ef þær upplýs- ingar sem þar fást eru notaðar til hins ítrasta í ræktunarstarfinu. Þess vegna er eðlilegt að nokkuð ítar- lega sé gerð grein fyrir niðurstöð- um þessa þáttar í umfjöllun um nið- urstöður úr fjárræktarstarfinu. Ljóst er einnig, þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar með hliðsjón af um- fjöllun um aðra þætti eins og af- kvæmarannsóknir, lambaskoðun og sýningar, að verulega mikið sam- Jón Viðar Jónmundsson, Bænda- samtökum íslands ræmi er á milli þeirra niðurstaðna sem eru að fást á öllum þessum stöðum. Þannig verða hlutirnir einnig að vera, á annan hátt er ekki von til að verulegur árangur náist. Ljóst er að ekki hefur enn náðst að samræma matið á milli slátur- húsa nægjanlega. Slíkt eru í raun eðlilegir barnasjúkdómar slíkra breytinga í upphafi eins og breyt- inganna á kjötmatinu. Hins vegar held ég að ætla megi að með því starfi, sem nú er í gangi hjá yfir- kjötmatinu, þá náist á fáum árum sú samræming sem þarf að vera í þessum efnum. Hins vegar er ljóst að á meðan umrætt ósamræmi er fyrir hendi þá verður að gæta vissr- ar varfæmi við ályktun út frá niður- stöðum þegar verið er að bera sam- an niðurstöður sem fengnar em úr mati í ólíkum sláturhúsum. Þrátt fyrir þessa annmarka er engu að síður ljóst, þegar farið er að skoða niðurstöður, að aðrir þættir, eins og raunverulegur munur á milli búa, er feikilega mikill í matinu. Mikilvægasta hagnýting á niður- stöðunum í ræktunarstarfinu byggir samt á samanburði sem gerður er innan einstakra búa og þar skiptir umræddur munur á milli sláturhúsa engu máli ef öllum dilkum búsins er slátrað í sama sláturhúsi. Kjötmati breytt í tölulegan skala Við alla framsetning og úr- vinnslu á niðurstöðum kjötmatsins er þeim breytt yfir á tölulegan skala til úrvinnslu. Þó að vonandi flestir lesendur þekki orðið þá útreikninga skulu þeir samt rifjaðir hér upp þannig að engum misskilningi valdi. Mat fyrir gerð er flutt á tölu- legan kvarða með því að gefa P flokk gildið 2, O flokk gildið 5, R flokk gildið 8, U flokk gildið 11 og E flokkurinn hefur tölugildið 14. Umbreyting á fitumatinu fer þannig fram að fituflokkur 1 fær tölugildið 2, fituflokkur 2 gildið 5, fituflokkur 3 gildið 8, fituflokkur 3+ gildið 9, fituflokkur 4 gildið 11 og fituflokk- ur 5 gildið 14.1 sem stystu máli má því segja að eftir því sem meðaltal fyrir gerð er hærra er matið betra Gerð 1999 □ Félögin ■ Utan Flokkun fyrir gerð hjá sláturlömbum úr fjárræktarfélögunum og utan félaganna haustið 1999. Fita 1999 l l Félögin ■ Utan Fituflokkun í fjárræktarfélögunum og utan félaganna haustið 1999. 62 - FR6VR 6-7/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.