Hugur - 01.06.2009, Page 17

Hugur - 01.06.2009, Page 17
Um femíníska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar 15 við eigin hefð sem femínísk heimspeki beinir gagnrýnum sjónum að. Það sést best á því að margt framsækið í femínisma kemur fram innan heimspeki og margt nýstárlegt og frjótt innan heimspeki á sér rætur í femínískri gagnrýni og þarf þá ekki annað en að minna á rit Johns Stuarts Mill, Simone de Beauvoir, og nú á síðari árum skrif Judith Butler, Luce Irigaray og Mörthu Nussbaum. Þótt femín- ismi eigi sér merka fulltrúa frá fýrri tímum heimspekinnar er það einkum á undanförnum fjórum áratugum sem femínísk heimspeki hefur þróast sem undir- grein heimspekinnar. A Islandi er femínísk heimspeki enn yngri grein og því full ástæða til að kynna helstu viðfangsefni hennar.3 Slíkt yfirlit getur ekki orðið annað en ágripskennt og er ætlunin hér að grípa niður á þremur stöðum í þeim tilgangi að vekja til umhugsunar og hvetja til frekari umræðu og rannsókna á þessu sviði hér á landi. Áður en lengra er haldið er vert er að geta þess að femínísk gagnrýni á hina vestrænu hefð heimspekinnar hefor einnig leitt til umræðu um útilokun eða jaðar- stöðu heimspeki annarra menningarheima og minnihlutahópa innan vestrænnar heimspeki. Það hefor t.d. sýnt sig að kenningar heimspekinga fyrri tíma um konur og kvenleika eiga margt sameiginlegt með kenningum þeirra um aðra kynþætti en þeirra eigin, en hér gefst ekki ráðrúm til að gera frekari grein fyrir slíkum rann- sóknum.4 Ekki verður heldur gerð grein fýrir gagnrýni á heimspeki út frá hug- myndum um fötlun, en heimspeki fötlunar hefor einnig varpað athyglisverðu ljósi á eitt og annað í hugmyndum vestrænnar heimspeki um mannlega getu og tak- markanir.5 Eftirfarandi umfjöllun um femínískra gagnrýni heimspekihefðarinnar hefst á nokkrum orðum um gagnrýni á kanónu, þ.e. viðtekin reglurit, heimspekinnar. I annan stað verður lýst nokkrum meginþáttum femínískrar heimspeki eins og hún hefor þróast á undanförnum áratugum. Að lokum verður rædd nýleg umfjöllun um þá menningu sem ríkir innan heimspeki sem vísindagreinar. Reifoð verða skrif þriggja heimspekinga, þeirra Michelle Le Doeuff, Sally Haslanger og Mörthu Nussbaum um stöðu kvenna og annarra minnihlutahópa innan heimspekihefðar- innar og heimspekideilda nú á dögum. Heimspekin er löngu orðin stofhanavædd grein.6 Umgjörð hennar eru heimspekideildir og rannsóknastofnanir innan há- skóla, fagtímarit, bókaútgáfor, ráðstefnur og þær hefðir og það andrúmsloft sem einkennir þá stofnun sem heimspekin er. I ljósi þessa er vert að rýna lítillega í stofnanaumhverfi heimspekinnar. 3 Til frekari kynningar á femínískri heimspeki hér á landi sjá eftirfarandi skrif mín, Kvenna megin (2001); „Um meintan dauða femínismans“ (2002); „Er Mill róttækur femínisti?“ (2007); „Gagnrýni Nietzsches á platonska frumspekihefð í ljósi tvíhyggju kynjanna” (2007) og grein Salvarar Nordal, „Um hjónaband og rót misréttis" (2007). 4 Sjá t.d. Lucius Outlaw, On Race and Philosophy (London: Routledge, 1996). 5 Sjá fróðlega samantekt um tengsl femínískrar heimspeki og heimspeki fotlunar, „Feminist Perspectives on Disability“, á vef Stanford Encyclopedia of Philosophy, http://plato. stanford.edu/entries/feminism-disability/. 6 Sbr. Pierre Bourdieu, „'lhe philosophical institution“, í Alan Montefiori (ritstj.): Philosophy in France Today (Cambridge: Cambridge University Press, 1983), 1-8.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.