Hugur - 01.06.2009, Page 55

Hugur - 01.06.2009, Page 55
Fólkstegundir 53 hughyggjusinna greini á um eðli þess sem til er, og sjáum við hvort tveggja í um- ræðunni um félagsgerð. Þar sjáum við hluthyggjusinnann halda því fram að tilvist og eðli fólkstegunda sé óháð félagslegum aðstæðum, hugtökum og tungumáli: það hafa alltaf verið til neytendur, samkynhneigt fólk, eða hvítt fólk, jafnvel þótt ekki hafi verið hugtök eða orð yfir þau. Andstætt þessu heldur félagsgerðarsinninn (hughyggju-/nafnhyggju-/hugtakahyggjusinninn) því fram að fólkstegundir séu háðar þjóðfélagsformi, og náttúrulegum og tæknilegum aðstæðum, og ekki síst því að hugtök og lýsingar á þeirri manngerð séu til staðar.Til dæmis er ekki hægt að vera neytandi nema í hagkerfi þar sem neytendum eru ætluð hlutverk og þar sem hugtakið neytandi er til staðar og fólk getur litið á sjálft sig sem neytanda. Hér fléttast saman nokkur flókin viðfangsefni en ég held að hugmyndin um veitta eiginleika geti hjálpað okkur til að útfæra þá hugmynd að fólkstegundir séu félagsgerðar. Snúum okkur nú að þessari hugmynd. I Evþýfróni Platóns spyr Sókrates Evþýfrón: er gjörð manneskjunnar guðþókn- anleg vegna þess að hún fellur guðunum í geð, eða fellur hún þeim í geð vegna þess að hún er guðþóknanleg? Evþýfrón heldur því fyrst fram að guðþóknanleik- inn felist í því að guðunum sé hún þóknanleg - eða eins og ég mundi orða það, að guðirnir veiti gjörðinni eiginleikann að vera guðþóknanleg með velþóknun sinni - enda þótt hann síðar láti Sókrates máta sig, eins og Sókratesar var siður. Þá sam- sinnir hann Sókratesi og viðurkennir að guðþóknanleikinn sé tilvistarlega óháður guðunum3 og velþóknun þeirra, og að guðirnir einfaldlega sjái þegar fólk hagar sér guðþóknanlega og þá kvikni væntumþykja í brjósti þeirra. Það er nú ekki ætlunin að við skiptum okkur af deilum þeirra Evþýfróns og Sókratesar og ekki heldur að við veltum okkur sérstaklega upp úr því guðþókn- anlega. Það sem skiptir máli hér er munurinn á veittum eiginleikum og óveittum. I stórum dráttum er hægt að segja að veittir eiginleikar séu þannig að hlutir hafi þá fyrir tilstilli einhvers konar gerenda, hvort sem það eru nú grískir guðir, einstaka manneskjur, hópar, eða þjóðfélagið í heild. Sumir eiginleikar eru klárlega veittir; um aðra má deila. Einnig má deila um hvernig veiting eiginleikanna fer fram, enda þótt ekki séu áhöld um að þeir séu veittir. Að vera vinsæll er dæmi um eiginleika sem augljóslega er veittur: einhver er vinsæll vegna þess að annað fólk ber ákveðnar tilfinningar til hans; það að fólk beri þessar tilfinningar í brjósti veitir viðkomandi eiginleikann að vera vinsæll. Þegar fólk gengur í hjónaband eða fær háskólagráðu þá eru eiginleikarnir að vera giftur eða að vera BA veittir með einni málgjörð, nefnilega yfirlýsingu. Þannig lýsir dómari eða prestur því yfir að einhverjir tveir einstaklingar séu nú hjón og rektor lýsir því yfir að nú sé viðkomandi nemandi BA. En veiting eiginleika þarf ekki að fara fram með orðgjörð einni saman. Margir eiginleikar sem skipta félags- lega miklu máli eru þess eðlis að veitingin fer stöðugt fram og gjarnan á mjög ómeðvitaðan hátt. Stundum eru ákveðin viðmið til staðar þegar eiginleiki er veittur. Til dæmis reynir dómari í fótbolta að meta það hvort tekist var á innan vítateigs á óleyfilegan 3 Þannig að eitthvað gæti verið guðþóknanlegt jafnvel þótt engir guðir væru til.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.