Hugur - 01.06.2009, Síða 143

Hugur - 01.06.2009, Síða 143
Rökskortur og villuötti 141 Þá er skyld spurning hversu ítarlega þarf að lýsa fræðilegum forsendum þekk- ingar. Vissulega er eðlilegt að þeir sem skrifa slíkar bækur hafi vit á málum. Það sem þó kann að flækja málin er að þessi fræði sem kennd eru við sjálfs-hjálp virð- ast felast í því að sá sem hjálpar er sá hinn sami og er hjálpað og þess vegna má halda því fram að oft og tíðum þurfi viðkomandi að hafa djúpstæða þekkingu til að bera, en hana fær einstaklingurinn ekki ef hann les eingöngu útvatnaðar útskýr- ingar á málunum. I fyrsta lagi má segja við þessu að orðið „sjálfshjálp" sé í raun misvísandi og lýsi ekki nákvæmlega því sem sjálfshjálparrit stefni að. Ekki sé um sjálfs-hjálp að ræða í strangasta skilningi, því í ritinu komi fram ráð sem sá sem hjálpar sér fer eftir. Þannig kemur hjálpin vissulega með ákveðnum hætti frá höfúndi ritsins. Líkja má þessu við hvernig íþróttamaður tileinkar sér ráð þjálfara síns varðandi líkams- æfingar, mataræði og hugarfar. Iþróttamaðurinn þarf ekki endilega að hafa full- kominn skilning á ástæðu þess að forskriftir þjálfarans bera árangur. Ef ég rekst á persónu í bók eða annars staðar sem mér virðist geta kennt mér nokkuð sem mig vanhagar um getur verið skynsamlegt að prófa að fylgja ráði hennar þrátt fyrir vanþekkingu á fræðilegum forsendum ráðanna. í annan stað má taka undir ofangreinda kröfú um að einstaklingurinn sjálfur þurfi að hafa djúpstæða þekkingu á umfjöllunarefninu með því að segja að viðleitni sjálfshjálparfræða skili manni lengra fram á veginn í þessu tilliti en fræðilegir textar. Astæðan er sú sama og er fyrir því að maður skilur best hvernig er að hjóla með því að hjóla. Ef maður prófar það sem sjálfshjálparritin leggja til er líklegt að það skili manni haldbetri og dýpri þekkingu en lestur margra bóka. Þannig eru sjálfshjálparrit réttnefnd því lítið gerist nema fólk taki ráðleggingar þeirra til sín og nýti þær með einhverjum hætti, hvort sem það er bókstaflega eða með aðlög- uðum hætti. Meðal annars í þessu liggur gildi þeirra. Annað gildi tengist gagnrýni sem finna má hjá Justman og Gilbert um að höf- undar sjálfshjálparrita fari of geyst í fúllyrðingagleði og hvatningum; svo geti virst sem þeir ætli að troða hugmyndum sínum upp á mann. Hvatningin virðist þannig löstur ef hún er í of stórum skömmtum. Meðallagið er hins vegar góður eiginleiki því að þeir sem lesa þessi rit eru væntanlega að leita að hjálp við einhverjum vanda og þurfa oft hvatningu til að koma sér að verki. Það er þá gagn í hvatningu til góðra verka, en hafa má í huga ágætt viðmið Dale Carnegie í Lífsgleði njóttu: „Eg bið þig að lesa fyrstu tvo hluta [bókarinnar] - og ef þú að loknum lestri þeirra hefúr ekki öðlazt nýjan þrótt og nýjan vilja til að varpa frá þér áhyggjum þínum og njóta lífsins, þá skaltu fleygja bókinni frá þér. Hún er þér einskis nýt.“63 Efnislega má segja að sjálfshjálparrit fjalli almennt um þá hugmynd um hið góða líf sem höfúndurinn telur sig geta rökstutt. Vissulega er sumt vel gert og annað miður vel gert, en þessi rit þarf að nálgast eins og önnur: hlusta á hvað þau hafa að segja, spyrja þau spurninga (m.a. með því að prófa hugmyndir þeirra í verki) og gagnrýna þau í framhaldinu. Séu þau lesin svona, en hvorki sem opin- 63 Carnegie (1951: 9).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.