Hugur - 01.06.2009, Page 164

Hugur - 01.06.2009, Page 164
162 David Hume til hinnar, alltaf ályktað hiklaust að hin síðarnefnda mundi fara á skrið. Hugur hans færi á undan sjóninni og mundi álykta í samræmi við reynslu hans í fortíðinni. Af þessu leiðir þá að allar rökfærslur um orsök og afleiðingu byggjast á reynslu og að öll reynslurök grundvallast á þeirri tilgátu að gangur náttúrunnar verði áfram samur við sig. Við ályktum að líkar orsakir í líkum kringumstæðum muni ætíð valda líkum afleiðingum. Það kann nú að vera ómaksins vert að velta því fyrir sér hvað kemur okkur til að draga svona óendanlega mikilvæga ályktun. Það er augljóst að Adam, þrátt fyrir alla sína þekkingu, hefði aldrei getað sannað með rökleiðslu að gangur náttúrunnar hlyti að haldast óbreyttur og að framtíðin hlyti að verða í samræmi við fortíðina. Það sem er mögulegt verður aldrei sannað með rökleiðslu að sé rangt, og það er mögulegt að gangur náttúrunnar kunni að breytast fyrst við getum hugsað okkur slíka breytingu. Eg vil meira að segja ganga lengra og fullyrða að hann gæti ekki einusinni sannað með neinum sennilegum rökum að framtíðin hlyti að verða í samræmi við fortíðina. Oll sennileg rök byggj- ast á þeirri tilgátu að það sé samræmi milli framtíðar og fortíðar og geta því aldrei sannað það. Þetta samræmi er staðreynd og ef verður að sanna það þá er ekki um neina sönnun að ræða nema út frá reynslu. En reynsla okkar í fortíðinni getur ekki sannað neitt um framtíðina nema gert sé ráð fyrir að þær líkist. Þetta er því atriði þar sem alls ekki er um neina sönnun að ræða og við tökum sem gefið án sönnunar. Það er vaninn einn sem fær okkur til að gera ráð fyrir að framtíðin verði í sam- ræmi við fortíðina. Þegar ég sé biljarðkúlu hreyfast í átt til annarrar er hugur minn undireins borinn af vana til venjulegrar afleiðingar og fer á undan sjóninni með því að hugsa sér síðarnefndu kúluna á hreyfingu. Það er ekkert í þessum hlutum skoðuðum út af fyrir sig og óháð reynslu sem fær mig til að draga slíka ályktun. Og jafnvel eftir að ég hef haft reynslu af mörgum endurteknum afleiðingum af þessu tæi þá er engin röksemdafærsla sem fær mig til að gera ráð fyrir að afleið- ingin verði í samræmi við reynslu fortíðar. Öflin sem efnishlutir ganga fyrir eru óþekkt með öllu. Við þekkjum aðeins skynjanlega eiginleika þeirra. Og hvaða röklega ástæðu höfúm við til að halda að sömu öflin verði alltaf tengd sömu skynj- anlegu eiginleikunum? Það er því ekki rökvitið sem er leiðarvísir í h'finu heldur vaninn. Hann einn fær hugann, í öllum tilvikum, til að gera ráð fyrir að framtíðin verði í samræmi við fortíðina. Hversu auðvelt sem þetta skref kann að virðast gæti rökvitið aldrei um alla eih'fð stigið það. Þetta er mjög furðuleg uppgötvun en leiðir til annarra sem eru enn fúrðulegri. Þegar e'g se' biljarðkúlu hreyfast í átt til annarrar er hugur minn undireins borinn af vana til venjulegrar afleiðingar og fer á undan sjóninni með pví að hugsa se'r st'ðar- nefndu kúluna á hreyfingu. En er þetta allt? Geri ég ekkert annað en hugsa mér hreyfingu kúlunnar? Jú, vissulega. Ég trúi því líka að hún muni hreyfast. Hvað er þá þessi tnfí Og hvernig er hún frábrugðin einberri hugsun [conception\ um eitt- hvað? Hér er á ferðinni ný spurning sem heimspekingum hefúr ekki dottið í hug eða þeir hugleitt. Þegar sönnun með rökleiðslu sannfærir mig um einhverja fúhyrðingu fær það mig ekkt aðeins til að hugsa mér staðhæfinguna heldur gerir mér líka ljóst að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.