Hugur - 01.06.2009, Page 189

Hugur - 01.06.2009, Page 189
Hlutar og heildir 187 verki, Gœfuspor - gildin í lífinu, sem kom út árið 2005, en hvergi er gefið í skyn að Orðspor eigi ekki að standa sem sjálfstætt verk. Freistingin til að tína sem flest atriði til verður stundum öguðum vinnubrögð- um yfirsterkari. Og þar verður lesandinn hvað skýrast var við skort á ritstjórn. Gunn- ar Hersveinn er ástríðufullur höfundur. Og það er án nokkurs vafa helsti kostur Orðspors hversu vel það kemst til skila. En öll verk með mikilvæg skilaboð þurfa stef sem lesandinn getur gripið og gengið að í hverjum kafla. I köflunum um jafnrétti og umhverfismál slær Gunnar í og úr með hver rök hans séu. Hann er óhræddur við að byggja á frumspekilegri sýn: Maðurinn er og náttúran hefur. Og réttlætið er ekki háð sjónarhorni þótt hver og einn kynnist því útfrá persónulegri reynslu. Nytjarökin og hagmálin sem spretta upp í þessum köflum eru óþörf í besta falli og leiða til ruglings í því versta. Strangt tiltekið eru hlutlæg eða verufræðileg rök um gildi annars vegar og nytjarök hins vegar ekki ósamræmanleg, en sú samræming krefst töluverðrar vinnu og rökfestu, sem Orðspor býður því miður ekki upp á. Hefur þessi ritdómur flækt málin um of? A Orðspor ekki erindi við lesendur á sinn yfirlætislausa og almenna hátt; laust við fræðilegar flækjur? Hér verður það einfaldlega ítrekað að Gunnar Hersveinn á hrós skflið fýrir að hafa komið fram með þarft verk. Hins vegar verður einnig að segja að ástæða þess að heimspekingar gátu ekki almennt stigið fram síðastliðið haust og bent á hvað var að samfélaginu (sem virtist um tíma komið að fótum fram) var sú að slík umfjöllun er vandmeðfarin. Gunnar Hersveinn kom fram á réttum tíma með athyglisverða nálgun. En eins og er minnir hún dálítið á dægurlögin sem minnst var á hér að ofan. Boðskapurinn er til staðar, en þau eru vandrötuð skrefin frá margtuggnum frösum yfir í augljós sannindi og svo aftur yfir í upplýsandi viskukorn. Við erum flest sam- mála um mikilvægustu gildi hvers samfélags. Stundum eru þau einmitt kölluð sjálfsögð. Vandamálið er að okkur þyrstir flest í að vita hvers vegna við ættum að sammælast um þau. Ef handritið hefði farið aðeins víðar og Gunnar hefði leyft sér fræðilega ögun gæti Orðspor verið skyldulesning fyrir þá sem segjast munu reisa við íslenskt samfélag. Henry Alexander Henrysson 1 Löstur er ekki strangt tiltekið það sama og synd enda er hann andstæða dygðar, þ.e. vaninn til breytni. Synd er andstæða dygðugrar breytni. Það má svo rökræða fram og aftur hvort margir lestir séu verri en ein drýgð synd. Hlutar og heildir Michel Foucault: A/sai, vald og þekking. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands, 2005.240 bls. Alsai, vald ogpekking. Úrvalgreina og bóka- kafla eftir franska heimspekinginn Michel Foucault (1926-1984) kom út árið 2005. Ritstjóri ritraðar var Garðar Baldvinsson, sem skrifaði auk þess inngang og þýddi ásamt þeim Birni Þorsteinssyni og Sigurði Ingólfssyni. Eins og G.W.F. Hegel segir um Uglu Mínervu í inngangi að Réttarheimspek- inni, þá má segja að þessi ritdómur komi löngu eftir að rykið sem þyrlaðist upp við útgáfu bókarinnar hafi fallið aftur til jarðar. Kenningar Foucaults spruttu upp úr jarðvegi franskrar hefðar á tuttugustu öld og sem viðbrögð við strúktúralisma, tilvistarspeki og marxisma, það er ráðandi sviða innan franskrar heimspeki eftir seinna stríð. Eins og Garðar Baldvinsson segir í innganginum þá mótaði Foucault „nýja aðferðafræði og hugsunarhátt" (21) með skrifum sínum og gekk þvert á áðurnefndar hefðir á póst-strúktúralískum forsendum. Þessi „nýja aðferðafræði og hugsunarháttur“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.