Hugur - 01.06.2009, Síða 190

Hugur - 01.06.2009, Síða 190
188 Hugur Ritdómar sem Garðar talar um birtist í sögulegri og heimspekilegri greiningu á valdi, þekkingu og sjálfinu á afmörkuðum tímabilum og sviðum; til dæmis greiningu á því hvernig valdaafstæður tengjast refsiathöfnum og fyrirkomulagi fangelsismála í nútímanum. Hubert Dreyfus og Paul Rabinow halda því fram að Foucault hafi mótað nýja að- ferð sem fari handan formgerðarhyggju og túlkunarfræði, en Gary Gutting hefur lagt áherslu á það í skrifum sínum um Foucault að í verkunum sé enga aðferðafræðilega eða fræðilega einingu að finna sem nota megi til að setja fram túlkun sem nái utan um kenningar og verk Foucaults í heild sinni. Gutting telur að verk Foucaults falli í marga, ólíka flokka og sérhvert þeirra einkennist af ákveðnu vandamáli sem tekist er á við og með aðferð sem markast af viðfangsefninu.1 Greinarnar og bókarkaflarnir sem liggja til grundvallar í Alsœi, vald og pekking eru til vitnis um margvíslegar hugmyndir, breytileg viðfangsefni og aðferðir í verkum Foucaults og endurspegla ágætlega hug- myndir Guttings um verkin í heild sinni. Þessi margbreytileiki innan höfundarverks Foucaults hefur einnig gert það að verkum að hugmyndir hans hafa reynst áhrifamiklar á flestum sviðum hug- og félagsvísinda, eins og t.d. heimspeki, bókmenntafræði, kynjafræði, sagnfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, menningarfræði og uppeldis- og menntunarfræði. Og því má ætla að greinasafnið nýtist þeim vel sem hafa áhuga á þessum ólíku sviðum og vilja nálgast þau með þverfaglegum hætti. I innganginum gerir Garðar grein fyr- ir ævi og umgjörð kenningasmíðar Fou- caults, aðallega tengslunum við hefð póst- strúktúralismans, og setur greinarnar og kaflana í almennt samhengi: „Lagsmeyj- arnar“ og „Hvað er höfundur?" við greiningu Foucaults á orðræðunni og samspili hennar við hugsunarkerfi sem skilgreinir mögu- leika og takmarkanir merkingarsviðsins hverju sinni; „Líkama hinna dæmdu“ og „Alsæishyggju“ við vensl valds, þekkingar og líkama innan ögunarkerfis klassíska tímans; „Við hinir, viktoríumenn" og „Bæl- ingartilgátuna" við greiningu á tengslum orðræðu, kynferðis og valds (og sem vísar áfram til sjálfstækninnar sem Foucault gerði að meginviðfangsefni næstu tveggja rita sinna um Sögu kynferðisins)-, og að lokum er að finna þýðingu á „Nietzsche, sifjafræði, saga“ sem er til marks um aðferðafræði- legan áhuga Foucaults á sifjafræði sem rannsóknartæki á valdaafstæðum, það er að segja á þeim kröftum er móta söguna og samtímann. Þess ber þó að geta að text- inn um Nietzsche birtist upphaflega í riti til minningar um Jean Hyppolyte og er þeirrar gerðar sem Foucault á oft að hafa unnið fyrir þennan fyrrum kennara sinn við Ecole Normale Supérieure; það sem frakkar kalla explication de texte. Það þýðir að í textanum er að finna útlistun Foucaults á hugmyndum Nietzsches um sifjafræði, en þar er lítið að finna um aðlaganir eða beitingu aðferðarinnar eins og hún kemur fyrir í verki Foucaults sjálfs.2 Af einhverjum ástæðum ræðir Garðar hvorki textann né áhrif Nietzsches á hugsun Foucaults að neinu marki í innganginum. I gegnum greinarnar myndar greinasafnið þó ákveðna samfellu frá fornminjafræði til sifjafræði, frá undirliggjandi þekkingarfræðilegum viðmiðum að greiningu á valdi, í gegnum lykilhugtök á borð við orðræðu, líkama og alsæi, og því er óhætt að segja að bókin geymi heilsteypt safn og markvisst. Text- arnir eru þar að auki allir mikilvægir þættir í höfundarverki Foucaults og þeim ber að fagna sem slíkum. Að manni læðist aftur á móti sá grunur að útgáfa slíks úrvals greina og bókarkafla muni verða til þess að ekki verði ráðist í þýðingu á neinni af bókum Foucaults. Ut hafa komið ýmsar þýðingar á Foucault nú þegar og má þar t.d. nefna „Skipan orð- ræðunnar", greinarnar um upplýsinguna „Hvað er upplýsing?“ og „Hvað er upp- lýsing? Hvað er bylting?" og hið metn- aðarfulla verk Utisetur sem inniheldur kafla úr Geðveiki og siðmenningu auk skrifa tengdum ritdeilu Foucaults og Jacques Derrida. - En ekkert verk Foucaults hefur enn komið út í heild sinni á íslensku! Því má spyrja: Hefði kannski verið nær að þýða Sögu kynferðisins I eins og hún leggur sig, ekki síst þar sem nær helmingur bókarinnar birtist í greinasafninu sem hér er til umfjöllunnar? Eða jafnvel Gaslu og refsingu, vegna áhrifa- mikillar lýsingar á líkamanum sem við-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.