SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 3

SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 3
HVAR VARSTU? Ingibjörg Gissurardóttir segist hafa tekið ákvörðun um það þegar hún varð fimmtug að fara í ævintýraferðir. Upplifa það sem væri öðruvísi en hefðbundnir ferðamannastaðir bjóða upp á og njóta lífsins. Henni fannst góð hugmynd að byrja á því að heimsækja Egyptaland og sigla á ánni Níl. Kairó og Níl Það er ekki laust við þrengsli í Kairó, enda búa um 20 milljónir manna í borginni auk þeirra sem hvergi eru skráðir og enginn veit um. Ólæsi er um 50% að sögn Ingibjargar og umferðarmenningin kapítuli út af fyrir sig. Sinbil hofin á sjöunda áratugnum þegar Sadd-el-Ali-stíflan við Aswan var byggð, þar sem talin var hætta á að vatn myndi flæða yfir og eyðileggja hofin. Hitinn þarna var talsverður eða um 37 gráður.“ Þau sigldu Ifka seglbáti á Níl og einn daginn var beðið eftir því að sólin settist. „Það var ótrúlegt. Alveg eins og að vera staddur í ævintýri." „Ég hef ekki gert mikið af því að flakka svona," segir Ingibjörg sem vinnur í SÞRON og hefur gert undanfarin 11 ár. „Þessi ákveðna ferð varð fyrir valinu af tveimur ástæðum. Önnur er sú að fararstjórinn, Guðrún Bergmann, er mér að góðu kunn og hin sú að þessi ferð var jú dálítið sérstök." „Ökumennirnir kunna ekki endilega að lesa svo þeir bara vaða áfram og liggja á flaut- unni óháð því hvað skiltin segja. Það er satt að segja dálítið skelfilegt en einhvern veginn gengur þetta allt,“ bætir hún við. Hópurinn sem taldi 39 manns, með farar- stjóra, kom til Kairó að kvöldi 21. október, eftir að hafa flogið fyrst til Frankfurt og þaðan áfram. „Við fengum okkur að borða og fórum svo að sofa. Fyrsti dagurinn fór í að skoða borgina og sáum við m.a. mosku Mohamed Ali og Egypska safnið sem geymir fjársjóð Tútankamons. Daginn eftir flugum við til Luxor og eyddum næstu 7 dögum í að Úr lofti og af láði Einn daginn var skipulögð loftbelgjaferð og sagði Ingibjörg það hafa verið hreint ævintýri að skoða Konungadalinn og annað sem þau höfðu séð ájörðu niðri úr lofti. „Það er allt öðruvísi að sjá þetta úr lofti. En við fórum lika að pýramídunum í Kairó, þar er m.a. hinn frægi Keops pýramídi, hof Kefrens faraós og hin fræga Sfinx og það að koma þarna var auðvitað bara frábært." Ingibjörg segir að flest kvöld hafi verið skemmtun á skipinu. „Við vorum tvisvar með galabia kvöld. Nafnið galabia er heiti á flíkunum sem infæddir klæðast, eins konar kjólar og það var frábært að sjá karlana okkar í kjólum og með höfuðföt eins og Arafat," segir Ingibjörg að lokum, en bætir við að næsta ferð verði örugglega jafn ævintýraleg - hvert sem leiðin liggur þá. Ferðin tók hálfan mánuð og segir Ingibjörg hana hafa verið afskaplega vel skipulagða. „Þetta var engin hvildarferð, enda vorum við vakin á hverjum morgni fyrir klukkan sex,“ segir Ingibjörg. „Það var nú vegna hitans og þess að við vildum í sumum tilfellum koma á staðinn snemma, áður en allt fylltist af fólki. En við sáum alveg ótrúlega mikið á þessum hálfa mánuði og það er auðvitað vegna þess hve vel allt var skipulagt.“ sigla á Níl. Skipið var eins og 3 hæða blokk og með öllum hugsanlegum þægindum þannig að ekki væsti um okkur. Við stopp- uðum m.a. í Esnu og Edfu og skoðuðum hof gömlu konunganna. Við fórum af skipinu í skoðunarferðir snemma á morgnanna og komum til baka um hádegi eða jafnvel seinnipartinn en þurftum ekkert að hugsa sjálf - allt hafði verið þaulskipulagt. Við sáum Sadd-el-Ali stífluna í Aswan, flugum síðan frá Aswan til Abú-Sinbil og skoðuðum hof sem flutt voru á árunum 1963-68 lengra inn í eyðimörkina. Miklar umræður voru um Abú Eitt stórt ævintýri 3

x

SSFblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.